Æskan - 01.10.1989, Blaðsíða 30
Framhaldssaga eftir JM5
- Björt er á ferð með blómálfunum
Lindu og Dísi sem hafa hvatt hana til
að leita að Bóa bróður sínum, Ómari
kóngssyni og öllum þeim sem óvættur
hefur numið á brott. . .
Björt flýtti sér út úr skóginum. Hún
fleygði sér í grænt grasið, teygaði að sér
hreina loftið og lét sólina skína á sig.
Hún tók litlu blómálfana í hönd sér og
kyssti þá og sagði:
„Þakka ykkur fyrir, elsku Linda og
Dís. Aldrei hefði ég komist þetta ef þið
hefðuð ekki hjálpað mér. En ég er svo
svöng.“
Hún fór að tína upp í sig ber sem
nóg var af og slökkti þorsta sinn í tær-
um læk sem rann þar rétt hjá.
Bak við hana blasti við Blátindur,
hátt og mikið fjall, mjög bratt. Efst
mjókkaði það svo að það myndaði eins
og turn. Haiin var blár að lit. Linda og
Dís sögðu henni að nú yrði hún að
klifra upp fjallið, alveg þangað sem það
byrjaði að mjókka.
„Þar búa dvergarnir sem munu
smíða festina fyrir þig. Þú verður að
fara einsömul en við munum bíða eftir
þér. En farðu varlega. Þú munt finna
mjóa syllu. Þú verður að fikra þig yfir
hana en gættu þess að líta aldrei niður
því að þá getur þig svimað og þú fallið
niður. Syllan endar við sprungu og inn
um hana verður þú að smeygja þér. Þar
munt þú finna dvergana. Þú verður að
hlýða þeim í öllu. Annars fer illa fyrir
þér.“
Björt lofaði að fara eftir öllu er þær
sögðu henni.
„Farðu nú úr öðrum sokknum þín-
um. Við setjum steinana í hann og og
bindum hann um háls þinn.“
Þær helltu úr krukkunni í sokkinn
svo að hann varð fullur af dýrindis
perlum og steinum.
„Þarna sérðu tár þín og blóð og sárin
sem þú hefur hlotið vegna kærleika og
fórnfýsi. Steinarnir eru allir ósviknir en
gættu þess að ekki blandist neinn gervi-
steinn saman við því að þá mun líf
leynast með norninni. Hún gæti þá
lifnað við og orðið enn verri en fyrr.
30 Æskan
Far þi nú. Við bíðum eftir þér.“
Björt kyssti litlu blómálfana og
þakkaði þeim mörgum fögrum orðum.
Svo lagði hún af stað. Allt gekk vel í
fyrstu en svo fór að verða brattara og
brattara. Hún rann oft til baka í lausa-
möl en áfram hélt hún. Hún klóraði sig
upp með höndum og fótum. Því hærra
sem hún komst upp þeim mun hærra
fannst henni fjallið. En hún vildi ekki
gefast upp. Bróðir hennar elskulegur
og prinsinn og allir ungu mennirnir
losnuðu aldrei frá norninni ef hún
stæðist ekki þessa eldraun. Það höfðu
blómálfarnir sagt. Áfram, áfram! Hún
var farin að sjá mjóu sylluna sem hún
átti að ganga eftir en það var langt
þangað.
„Ég skal, ég skal,“ sagði hún og
áfram hélt hún.
Loksins komst hún að mjóu syll-
unni. Hana óaði við er hún sá hve mjó
hún var, rétt nógu breið fyrir litlu fæt-
urnar hennar. Hún gætti þess að horfa
ekki niður og byrjaði að fikra sig
áfram.
Syllan var eins og fínn strengur utan
í berginu. Björt skalf í hnjáliðunum og
hélt sér dauðahaldi í smánibbur sem
stóðu út úr berginu. Hvert skref, sem
hún tók, kostaði hana mikil átök.
En áfram hélt hún. Kærleikur knúði
hana áfram. Aldrei hugsaði hún um
sjálfa sig þótt kvalirnar í höndum og
fótum væru miklar og hvert spor henn-
ar væri litað blóði. Nú sá hún hvar syll-
an endaði. Þar hlaut glufan að vera.
Það var eins og henni yxi kraftur við að
sjá að hún var að ná takmarkinu. Hún
varaðist að flýta sér of mikið því að
óvarkárt skref gat kostað hana lífið.
Áfram, áfram. Og nú var hún komin
að glufunni. Hún var ekki breið. Með
naumindum gat hún smeygt sér inn um
hana. Björt stóð í svartamyrkri. Hún
beið meðan hún var að venjast myrkr-
inu. Hún var stödd í stórum helli.
Innst inni sá hún eld loga og gekk
þangað. Þar voru tveir örsmáir menn.
„Þetta eru víst dvergarnir,“ hugsaði
hún.
Henni fannst þeir skrýtnir. Þeir voru
með bláar topphúfur og höfðu rauðar
svuntur framan á sér. Þeir stóðu við
steðja og voru að smíða eitthvað. Þeir
voru svo góðlegir á svip að hún var
ekkert hrædd við þá. Hún leysti nú
sokkinn af hálsi sér og rétti þeim hann
um leið og hún sagði:
„Mynduð þið vilja hjálpa mér að
smíða hálsfesti úr þessum perlum?“
Dvergarnir tóku þegjandi við sokkn-
um og helltu úr honum í lófa sér. Var
þá eins og glitrandi stjörnur tindruðu i
lófum þeirra. Þeir horfðu á Björt. „Vel
er nú unnið, stúlka litla, en meira skal
til,“ sögðu þeir.
„Ó,“ sagði Björt, „ég vil svo gjarnan
hjálpa til. Ég get kannski eldað mat eða
þrifið fyrir ykkur. Ég er vön því.“
„Enn vantar í hálsfestina svo að hun
sé fullkomin,“ sögðu þeir og bentu
henni að fylgja sér.
Þeir fóru með hana inn í lítinn af'
helli. Það var bjartara þar inni því að
svolítill sólargeisli kom inn um li^a
sprungu í loftinu. Þar inni var ekkert
nema lítill stóll, pínulítill vefstóll og
rúm í einu horninu.
„Hér verður þú að vera og vefa
borða, gullborða sem við munum nota
til að festa perlurnar og steinana á.
„Ég kann svo lítið að vefa,“ sagði
Björt kvíðafull, „en ég skal reyna-
Mamma mín kenndi mér svolítið en eg
var heldur löt. En hvar er gullþráður-
inn?“
„Hann tekur þú úr hári þínu. Þú átt
að vefa borðann úr hári þínu. Hann a
að vera allur jafnbreiður og engar nus-
fellur mega vera á honum,“ sögðu
dvergarnir og réttu henni lítinn kvarða
sem sýndi hve breiður borðinn ætti a
vera.
„Og það mega ekki vera meira en
þrjú hár í þræðinum. Við látum þig sV°
vita þegar bandið er orðið nógu lanfh'
Veslings Björt. Nú sá hún eftir a
hafa ekki verið dugleg að vefa er