Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1989, Side 31

Æskan - 01.10.1989, Side 31
mamma hennar var að kenna henni. Hún settist niður og horfði á vefstól- inn. Aldrei hafði hún séð svo lítinn vef- stól. Myndi hún geta þetta? Dvergarnir komu með litla könnu og réttu henni. „Drekktu þetta,“ sögðu þeir. Hún tók við könnunni og drakk allt úr henni þótt henni fyndist það bæði beiskt og vont sem í henni var. „Þetta mun stytta fyrir þér stundirnar,“ sögðu þeir. Hún vissi ekki að drykkurinn var 1 töfradrykkur sem fékk hana til að | gleyma stund og stað. | Björt tók nú þrjú hár úr höfði sínu | og settist við vefstóhnn. Ó, hvað henni | fórst þetta klaufalega. | „Ég get þetta aldrei,“ sagði hún grát- r andi. Hún reyndi aftur og aftur en | þurfti í hvort sinn að rekja allt upp. | Dagar og vikur liðu. Loksins varð | hún ánægð. Jaðrarnir voru orðnir bein- | ir. Dvergarnir komu öðru hverju inn til | hennar með mat og drykk. Aldrei fékk | hún að fara út úr hellinum. Aldrei fékk | hún að sjá sóhna. Hún varð að vefa og | vefa þótt hana verkjaði í hendur og | bak. Oft kom fyrir að tárin runnu nið- | ur kinnar hennar og féllu á borðann. | Þá varð hann sem skínandi gull. Hún | var ekki að aumka sjálfa sig. Nei, hún | hugsaði um bróður sinn og prinsinn | sem voru á valdi óvættarinnar. Ef til 1 vill voru þeir dánir. Hún vildi flýta sér 1 en þá fór borðinn að skekkjast. Ekkert 1 vissi hún hvað tímanum leið en nú var | hún búin að reyta allt hár af höfði sér | og það sem óx aftur var svart og strítt. | Að síðustu komu dvergarnir og | mældu borðann. | „Nú er hann orðinn nógu langur,“ | sögðu þeir. | Þá grét veslings Björt svo að tárin | vættu allan borðann. Þá ljómaði hann | allur sem skínandi gull. | Dvergarnir brostu nú glaðlega. | „Senn er þrautum þínum lokið, = Björt. En eitt er eftir. Nú byrjum við | að smíða hálsfestina.“ | Þeir tóku borðann og skildu Björt | eftir. Nú gat hún hvílt sig og hugsað. | Bara að dvergarnir flýttu sér. Henni | fannst hún hafa verið óralengi þarna | inni. Hún þráði að komast út í sólina til | Lindu og Dísar. | Nú komu dvergarnir inn aftur. Björt = var svo glöð að hún hoppaði upp. | „Eruð þið búnir?“ hrópaði hún. | „Eitt er eftir og þá verður hún full- | komin,“ sögðu þeir. | Björt starði á þá. Hún skildi ekki | hvað vantaði. „Hvað er það?“ spurði hún. | „Það er hinn blái litur augna þinna. | Kærleikur þinn er kominn í festina en | lit augna þinna verðum við að sprauta 1 yfir hana því að sakleysi þeirra mun | óvætturin ekki standast.“ | „A ég þá að missa augun mín?“ | spurði Björt. „Nei bara augnlitinn,“ sögðu dverg- i arnir. | „Takið það sem þið þurfið, jafnvel | augun ef með þarf,“ sagði Björt ákveð- 1 in. | Þeir drógu fram sprautu og stungu í | augu hennar og þau urðu litlaus. En | það vissi hún ekki enda stóð henni á | sama. Hún hugsaði ekki um annað en | fórnir hennar mættu bera árangur. Og nú gátu dvergarnir loksins full- | gert festina. Hún ljómaði öll. Þeir réttu | Björt hana og sögðu: | „Björt mín, hér hefur þú festina | þína. Er þú kemur til óvættarinnar þá 1 verður þú að bregða henni upp að aug- | um hennar og mun hún þá eyðast upp í | eldi því að kærleiksljóma festarinnar og | sakleysi mun hún ekki þola og hún mun aldrei geta gjört neinum illt fram- ar. Síðan átt þú að gefa prinsinum fest- ina og á hann að setja hana um háls brúðar sinnar á brúðkaupsdaginn. Og nú skulum við leiða þig út úr Blá- tindi.“ Þeir tóku í hendur hennar og leiddu hana af stað. Niður lá leiðin. „Nú förum við aðra leið,“ sögðu þeir. Loksins stóðu þau við lítið op sem var hulið þéttu kjarri. „Skríddu þarna út og þar munt þú finna vini þína og þeir munu vísa þér leiðina.“ Síðan kvöddu dvergarnir hana. Björt kyssti þá á kinnina og þakkaði þeim mörgum fogrum orðum. Síðan skreið hún út í sólskinið. Ó, hvílík dýrð. Hún fleygði sér í grasið og teygaði ilm þess að sér. Hún var næst- um blinduð af sólinni. Allt í einu heyrði hún hvíslað í bæði eyru sín. „Sæl, Björt, velkomin.“ Hún hentist upp. „Ó, elsku Linda og Dís, en hvað ég er glöð að sjá ykkur aftur.“ Hún rétti fram hendur sínar til að taka þær í lófa sína en henni brá er hún sá hendurnar. Þær voru bæði ljótar og klunnalegar. Hún starði á fætur sér. Hvað hafði gerst? Hvers vegna var hún svona, stór og klunnaleg? „Þú hefur vaxið, Björt mín. Þú ert líka búin að vera fimm ár hjá dvergun- um,“ sögðu blómálfarnir. „Fimm ár,“ hrópaði Björt skelfd. „Mér finnst ég hafa verið nokkrar vik- ur. Ég hlýt að hafa slórað. Við verðum að flýta okkur. Ó, elsku blómálfamir mínir, viljið þið hjálpa mér.“ „Já, nú leggjum við af stað,“ sögðu Linda og Dís. Framhald. Æskan 31

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.