Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1989, Page 42

Æskan - 01.10.1989, Page 42
Að bíta á jaxlinn og anda með nefinu... Þorvaldur Örlygsson knattspyrnumaður svarar aðdáendum n Bestu leikmenn Hörpu-deildarinnar 1989: Arna Steinsen KR og Þorvaldur Örlygsson KA. Við hlið þeirra eru Arndís Ólafsdóttir KA og Óiafur Gottskálksson ÍA, efnilegustu leikmenn Hörpu- deildarinnar. Hvar og hvenær ertu fæddur? í Óðinsvéum í Danmörku 2. ágúst 1966. Ólstu þar upp? Eg átti þar heima til fjögurra ára aldurs. Þá fluttum við til Borgarness og vorum þar í tvö ár en síðan til Akureyrar og þar hef ég átt heima síðan. Áttu mörg systkini? Eg á tvö, bróður sem heitir Ormar, f. 24. nóvember 1962, og systur sem heitir Harpa María, f. 9. júh' 1972. Hafa þau eða foreldrar þínir stundað íþróttir? Bróðir minn leikur knattspyrnu með liði KA. Undanfarin ár hefur hann reyndar leikið með Fram og orðið Islands- og bikar- meistari með félaginu. Systir mín keppti í fimleikum og á skíð- um en er hætt því og stundar nú handknatt- leik. Móðir mín var mikil íþróttakona. Hún keppti í handbolta og frjálsum íþróttum með KA og ÍBA og æfði einnig sund, hnit og blak. Hún er íþróttakennari og stundar enn blak. Faðir minn lék á yngri árum knattspyrnu með Víkingi í Ólafsvík en hætti á unglings- árum. Hann er mikill knattspymuáhuga- maður og var formaður knattspyrnudeildar KA í mörg ár. Hvenær byrjaðir þú að æfa knattspyrnu? Lékst þú alltaf og æfðir með KA hér á landi? Ég hóf að æfa knattspyrnu sex ára í KA og hef æft og leikið með liðinu í öllum flokk- um. Hefur þú stundað aðrar íþróttagreinar - og keppt í þeim? Ég keppti á skíðum til 16 ára aldurs en þá hætti ég og valdi fótboltaim. Ég hef reyndar líka stundað handbolta og hnit en ekki af sama krafti og knattspymu. Hvenær lékstu fyrsta landsleik þinn? Fyrsta A-landsleikinn lék ég í Simferapool í Rússlandi í október 1987. Hve oft hefur þú leikið með landsliðinu? Ég hef leikið m'u A-landsleiki og fimm með landsliði 21 árs og yngri. Hefur þú alltaf leikið í sömu stöðu á vell- inum? Nei, ég hef verið svo lánssamur að reyna allar stöður á vellinum. Ég hef raunar hka leikið deildarleiki í marki en læt ekki plata mig í það aftur! Ertu kvæntur - eða áttu unnustu? Ég á uftnustu. Hún heitir Ólöf Ellertsdótt- ir. Hvað þótti þér skemmtilegasta náms- greinin á skólaárunum? Saga og landafræði. Hvar ertu staddur á námsbrautinni? Stefnir þú að frekara námi? Ég lauk stúdentsprófi frá félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Ætlunin var að fara í lögfræði í haust en því hef ég frest- að um óákveðinn tíma. Ég veit ekki hve lengi ég get stundað knattspyrnu og framtíðin er óráðin en eg vona að ég geti menntað mig eitthvað síðar meir. Ég gæti hugsað mér að kenna í barna- skóla - en það er aldrei að vita hvað verð- ur. . . Hver er helsti munur á knattspyrnu í Eng- landi og á Islandi? Knattspyma í Englandi er miklu hraðari og harðari; menn fá minni tíma með knöttinn og leikmenn eru fastari fyrir en á fslandi- Leiktímabil er lengra og leikir fleiri en heima og því erfitt að leika alltaf vel. En knattspyrnulið miða alltaf að því sama hvar sem er í heiminum: að vinna! Kanntu vel við þig í Englandi? Já, ég kann mjög vel við mig. Nottinghain er falleg og snyrtileg borg sem gott er a eiga heima í og fólkið er vinalegt svo a ekki er hægt annað en kunna þar vel vi sig. Er ekki erfitt að koma inn í hóp atvinnu knattspy rnumanna ? Það er náttúrlega alltaf erfitt að byrja á ný) 42 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.