Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 6

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 6
líka mjög gaman að teikna. Mynd- mennt er eftirlætisnámsgreinin mín. Okkar bekkur málaði stafina á borðann sem er í Borgarleikhús- inu, Listahátíð æskunnar." - Hlustar þú mikið á tónlist? „Dálítið, mest létta poppmúsík. Ég hef dálæti á Stjórninni og Whit- ney Houston. Mér finnst mjög gaman að hlusta á lúðrasveitina þegar ég leik ekki með. En það er ekki oft." - Hefur þú fylgst með einhverjum atriðum á listahátíðinni? „Já, ég var dálitla stund í Borgar- leikhúsinu á laugardaginn. Á sunnudaginn fór ég aftur og sá nokkur leikrit, til dæmis Bónda- dæturnar, það er úr þjóðsögunum, og Hans og Grétu. Það er ekki eins og í ævintýrinu heldur um ung- linga eins og þeir eru núna. Já, mér fannst mjög gaman." - Langar þig til að leika? „Já, mig langar til að reyna það. Ég hef farið á öll leiklistarnámskeið í skólanum." - Hvað ætlar þú að gera í sumar? „Ætli ég fari ekki í sveit í Borgar- firðinum. Ég hef farið þangað frá því að ég var sjö ára. - Skemmti- legast? Að vaða í ánni og sækja kýrnar." I Borgarleikhúsinu eru sýnd nokkur skemmtileg myndverk. Ljósm. KH. Þegor ég verð 64... Brynhildur hefur líka æft klar- inettuleik í tvo vetur. - Hvert finnst þér skemmtilegasta lagið sem þið flytjið? „Það er eftir Bítlana, When I Am Sixty Four (Þegar ég verð sextíu og fjögurra ára) Það er svo fjörugt." - Finnst þér erfitt að spila opinber- lega? „Ég er stundum dálítið kvíðin." - Ætlar þú að vera lengi í lúðra- sveitinni? „í nokkur ár enn." - Hvað gerir þú í tómstundum? „Ég byrjaði í fimleikum í haust. - Nei, ég er ekki í dansskóla en ég hef farið á námskeið í dansi f skól- anum." - Hvað ætlar þú að gera í sumar? „Ég fer kannski í sumarbúðir. Ég var í Ölveri í fyrra. Það var ákaf- lega gaman. Við fórum í alls konar leiki og kepptum í því hver hegð- aði sér best." Líko í somkvæmisdönsum Brynja Björk byrjaði aó leika á klarinettu í haust og með lúðra- sveitinni eftir áramót. - Hvernig fannst þér að spila úti við Gerðuberg? „Það var ágætt. Nei, mér var ekkert kalt, það var sólskin. En það getur orðið erfitt að spila ef klar- inettan verður köld." - Æfið þið ekki líka heima á hverj- um degi? „Jú, oftast, dálítinn tíma." - Hefur þú stundað einhverja aðra listgrein? „Já, ég hef æft samkvæmisdansa í tvö og hálft ár í Dansskóla Her- manns Ragnars. Ég keppti í C- keppninni um daginn. - Já, það gekk ágætlega." - Dansar þú við herra? „Já, frá því í haust. - Jú, það eru færri strákar í dansi." - Hvað býstu við að gera í sumar? „Ég held ég fari til Hvamms- tanga. Ég hef oft verið þar á sumrin hjá skyldíólki mömmu. Ég er mest að leika mér með krökkunum en stundum að passa barn. - Jú, ég fer stundum í sund, það er góð sund- laug þar." Sungið q hverjum degi Fjórða telpan á myndinni er Elva Dröfn Adolfsdóttir. Hún er tíu ára nemandi í Laugarnesskóla og hefur Nemendur í Dansskóla Aubar Har- alds sýndu dans á Hrafnistu. Har- aldur Anton Skúlason og Asthildur Ingibjörg Ragnarsdóttir. Ljósm. KH. kraftmikill söngur um skólann. Ég spyr því hvað sé að gerast. „Það er alltaf sungið „á sal" á hverjum degi hér í skólanum, bæði á morgnana og eftir hádegi. - Já, mér finnst það skemmtilegt." - Hefur þú alltaf verið í Laugarnes- skóla? „Nei, ég var fyrst í Varmalands- skóla í Borgarfirði og síðan í Vest- urbæjarskóla. Ég hef verið hér frá því í átta ára bekk." - Hlustar þú oft á tónlist? leikið á blásturshljóðfærið klar- inettu í tvo vetur. Hún segir mér að á myndinni sjáist líka Þóra og Sól- ey úr Laugarnesskóla. - Eigið þið að leika oftar á listahá- tíðinni? „Já, í Borgarleikhúsinu, Útvarps- húsinu og Gerðubergi. Ég get ekki verið með á sunnudaginn í Gerðu- bergi því að ég fer norður á Akur- eyri. Ég ætla að keppa á Andrésar andar leikunum í Hlíðarfjalli." - Æfir þú skíðaíþróttir hjá félagi? „Með Víkingi. - Já, ég hef keppt áður á þessum leikum. Það gekk bara vel." Meðan við tölum saman hljómar „Nokkuð oft. Ég hef mest dálæti á Robert Smith í hljómsveitinni The Cure." Sex þúsund Ijóð! í Listasafni Alþýðusambands ís- lands var sýning á myndum úr Ljóðabók barnanna. Börn úr grunnskólum voru fengin til aó semja Ijóð og mála myndir. Sex þúsund Ijóó bárust. Því var vandi að velja úr þeim eitt hundrað til birtingar í bókinni! I vali sínu reyndi útgáfunefndin að draga fram sem fjölbreyttasta mynd af þeim hugarheimi sem birtist í Ijóð- um barnanna. í listasafninu hitti Odd Stefán Ijósmyndari þrjár telpur, Hönnu Líbu og Naomi Grosman og Erlu Björk Jónsdóttur. Sjö ár í Konodo Hanna Líba er níu ára. Hún fæddist á íslandi en fluttist með foreldrum sínum til Kanada þegar hún var sex mánuða. - Hvenær komstu aftur hingað? „í október 1989, þá var ég sjö ára." - Talaðir þú íslensku í Kanada? „Nei, ég talaði ensku. Ég kunni ekki íslensku þegar ég kom." - Finnst þér einhver munur á krökk- um hér og í Kanada? „Mér fannst strákarnir þar kurt- eisari, ekki eins stríðnir og hér." - Hver er helsti munur á Islandi og Kanada? „Hér er ekki eins gott veður og lítið um tré." - Sendir þú Ijóð eða mynd í sam- keppnina? „Já, ég sendi Ijóð sem ég kallaði Árstíðirnar. Vinkona mín teiknaði mynd." Sumorbúðir oð Ástjörn Erla Björk er tíu ára. Henni finnst afar skemmtilegt að teikna og því gerði 6 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.