Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 28

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 28
Þið þekkið sjálfsagt Prúðuleikar- ana, vini okkar úr sjónvarpinu. Þættir með þessum verum, sem eru hver og ein með sitt útlit og einkenni, voru sýndir vikulega. Fossi er til dæmis björn sem alltaf er að segja brandara. Eng- inn hlær að þeim nema Fossi sjálfur. Gunnsi hefur bogið nef og ráma rödd. Dýri er með prakk- arastrik - nei, það er of langt að telja þau öll upp sem þarna koma við sögu. Þau sem voru í aðalhlutverk- unum og voru oftast á skjánum voru Kermit froskur og Svínka. Svínka er feitlagin, bleik að lit og með svínstrýni. En hún er ólík svíni að því leyti að hún er mjög fín með sig, klæðist bleik- um síðum kjólum og hefur ljóst hár. Kermit er grænn að lit með froskahöfuð og langa froskafæt- ur. Hann er stjórnandi þáttanna og kynnir og hefur mikið að gera við að halda öllu í röð og reglu. Það mæðir líka á honum að Svínka eltir hann sífellt. Hún er svo skotin í honum að til vand- ræða horfir fyrir vesalings frosk- inn. Hann reynir að forðast Svínku eins og hann getur en hún er ætíð að tjá honum ást sína og láta hann taka eftir sér. Nú ætla ég að segja ykltur frá tveimur systkinum sem voru fjögurra og tveggja ára þegar sag- an af þeim gerðist. Systkinin hétu auðvitað hvort sínu nafni en hér verða þau nefnd Systir og Bróðir því að þau kölluðu hvort annað þessum nöfnum þegar þau voru lítil. Bróðirinn var tveggja ára og gat reyndar ekki talað mikið en allir á heimilinu skildu hann þó. Systir var duglegri að tala og gera ýmislegt enda fannst henni hún vera töluvert stór og kunna meira en bróðir hennar. Þessi systkin voru ósköp venjulegir krakkar, svona hæfilega óþeklc stundum og rifust við og við og voru með læti svo að mamma þurfti að stilla til friðar. Eitt var þó sem fékk systkinin til að vera til friðs. Þegar Prúðuleikararnir voru sýndir í sjónvarpinu sátu þau kyrr og hljóð og horfðu og hlustuðu. Þau vissu ekkert skemmti- legra á skjánum en þessa góð- vini. Þetta voru sannkallaðir vinir þeirra, alltaf sniðugir og sí- fellt með ný uppátæki. En dag einn var tilkynnt í sjónvarpinu að nú yrði hlé á út- sendingum á Prúðuleikurunum. Þeir yrðu sem sé ekki sjáanlegir í bili. Það var mikil sorg hjá systkinunum. Bróðir grét en Systir reyndi að stilla sig. Nýr 28 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.