Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 47
En utan vallar?
Já, mjög. Til dæmis hringdi
Sturla á hverjum degi í úrslita-
keppninni til að hughreysta okkur
og gefa góð ráð.
Áttu gæludýr?
Við áttum fallegan hund; reyndar
höfum við átt þrjá. Ég gæti vel
hugsað mér að eignast hund aftur.
Hvaða matur finnst þár bestur?
Islenskt lambakjöt matbúið á alla
vegu, frá kjötsúpubitum til lamba-
lunda, - og humar.
Kanntu að matbúa?
Já, ég held bara að ég sé ágætis
kokkur. Svo segja vinir mínir og
unnusta að minnsta kosti.
Hvað heitir hún?
Helga Lísa Einarsdóttir.
Hvar hefur þér þótt best að eiga
heima?
Ég hef alltaf átt heima í Njarðvík
og líður vel hér.
Hvert er fallegasta svæði sem þú
hefur séð?
Washington-fylki á vesturströnd
Bandaríkjanna við landamæri
Kanada.
Til hvaða lands langar þig mest að
ferðast? Af hverju?
Bara eitthvað suður í sól. Ég hef
aldrei ferðast til sólarlanda þó að
ég sé búinn að fara í meira en tutt-
ugu ferðir til útlanda.
í hvaða skólum hefur þú verið? Ætl-
ar þú að læra meira?
Grunnskóla Njarðvíkur og Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja. - Já, ég
hef hugsað mér að læra meira,
jafnvel utanlands.
Hver fannst þér skemmtilegasta
námsgreinin?
Það væri lygi ef ég segði ekki
leikfimi!
Hvað starfar þú?
Ég er íþróttaleiðbeinandi við
Grunnskóla Njarðvíkur.
Hver er eftirlætistónlistarmaður
þinn? En hljómsveit? En leikari/leik-
kona?
David Bowie og Magnús Sig-
urðsson. - Vonlausa tríóið. - '91 á
Stöðinni, allt liðið með tölu.
Áttu eftirlætismálshátt?
Skemmtilegasta námsgreinin? ■
Þad væri lygi ef ég segði ekki
leikfimi!
Ljósmynd: Brynjar Gauti
mSSsm
ÍSíSÍs!
'.'íSAfeír
Q
Það eru ekki alltaf jólin.
Hvað ráðleggur þú ungum íþrótta-
mönnum?
Að hafa trú á sjálfum sér og æfa
vel meó hugann við efnið.
Æskan 51