Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 48
Fátækur flakkari
eftir Auði Drynjólfsdóttur 10 óra.
Hann gengur á alla bæi,
hræddur um að allir hlæi.
Það er vetur;
ver honum ekki liðið getur.
Hann er fölur með bauga
en enginn gefur honum auga.
Hann er í sumarfötum,
berfættur á frosnum götum,
kaldur og dofinn,
illa sofinn,
engan mat hefur fengið,
getur varla gengið.
Hann er svangur og veikur,
vindurinn kvöl hans eykur,
víð eru á honum fötin
og mörg eru götin.
Enn þá úti gengur
aðeins sjö ára drengur,
hefur gengið í marga daga
svangur með sártóman maga.
En allt í einu sér hann skýli.
Hver á heima í þessu býli?
Hann sér gamlan mann,
gráhærður er hann.
Kvöldið líður,
maðurinn er hlíður,
tekur ekki til orða
en gefur honum að borða,
leyfir honurn að sofa,-
loks hefur flakkarinn fundið hlýjan kofa.
Drengurinn sem
logði sig í lífshæftu
eftir Eydísi Dirtu Jónsdóttur 9 óra.
Bjartur Bjarnason er þrettán ára drengur. Hann missti
rnóður sína er hann fæddist. Hann á heima hjá pabba sín-
um. Þeir eru bara tveir.
Það var vetur. Eina nóttina snjóaði mikið. Bjartur kom
elcki í skólann. Þannig var það í þrjá daga. Einn daginn
sagðist Stebbi hafa séð Bjart fara til Dýrafjarðar til að ná í
lyf fyrir pabba sinn. Áhyggjusvipur var um allan skólann.
Skólstjórinn sagði að skriða gæti fallið.
Bjartur var á leiðinni heim. Klukkan var hálfníu. Allt í
einu heyrðist hvellur og Bjartur þeyttist út í buskann.
Þegar hann rankaði við sér var allt hvítt. Þá mundi hann
snjóflóðið. Hann reyndi að róta snjónum frá með berum
höndum. Neglurnar rifnuðu og snjórinn varð blóðugur.
Loks tókst honum að komast upp úr snjónum. Hann var
eklci mjög djúpt niðri í.
Honum var fagnað mjög mikið er hann kom heim.
52 Æskan