Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 14

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 14
rJVIér finnst frumskilyrði oi hofa 900100 of þessu" Ræff við Péfur Guðmundsson ofreksmonn í kúluvorpi: Pétur Guðmundsson setti íslandsmet í kúlu- varpi innanhúss 3. nóv- ember í fyrra - á móti sem fram fór í hléi kraftajötna-sýningar í Reiðhöllinni. Ekki leið nema vika þar til hann bætti einnig ágætt ís- landsmet Hreins Hall- dórssonar í kúluvarpi utanhúss. Hann varp- aði kúlunni 21.26 m - á síðasta móti ársins. Með þeim árangri, sem Pétur náði í fyrra, komst hann í röð fremstu kúluvarpara heims. Hann staðfesti það á heimsmeistara- keppninni innanhúss í Sevilla í mars sl. en þar varð hann í fjórða sæti. Pé.tur hefur stundað íþróttir frá bamæsku. Hann fæddist í Reykja- vík 9.mars 1962 og ólst þar upp til tíu ára aldurs. Á þeim tíma lék hann knattspyrnu með Fylki í Ár- bæjarhverfi. Hann fluttist með foreldrum sínum að bænum Tungu í Gaulverjabæjarhreppi 1982. Frjálsar íþróttir voru mikið stundaðar af ungu fólki í hreppn- um og Pétur tók fljótlega þátt í keppni í ýmsum greinum. „Einhvern tíma keppti ég meira að segja í 1500 m hlaupi," segir hann og brosir breitt. „Það reynd- ist ekki heppileg grein fyrir mig. í sveitinni var mikill áhugi á frjálsum íþróttum. Ein fjölskylda þar var sérstaklega dugleg að ýta undir áhugann og ók iðulega með okkur á mót. Keppni á milli ung- mennafélagsins í Gaulverjabæjar- hreppi, Samhygðar, og Vöku í Vill- ingaholtshreppi er elsta frjáls- íþróttamót landsins. Mér tókst að sigra á því móti strax og ég byrjaði að kasta kúlunni, 13-14 ára. Það var mjög hvetjandi og rak mig áfram." Hifti á góða grein „Ég reyndi mig í flestum greinum, bæði í innanfélagsmótum og hér- aðskeppni. Samhygð er í HSK, Hér- aðssambandinu Skarphéðni, en það nær yfir Árnes- og Rangárvallasýsl- ur. Ég keppti á landsmóti Ung- mennafélags íslands 1978 - þegar ég var 16 ára - í stangarstökki! Ég var ekki farinn að kasta nægilega langt þá til að komast í keppni í kúluvarpi. En 1981, á Landsmót- inu sem fram fór á Akureyri, varð ég þriðji í kúluvarpi, kastaði 14.40 m. Það ár komst ég í unglinga- landsliðið. 1982 varð ég fyrst ís- landsmeistari. 16.17 m nægðu til þess." - Fannst þér erfitt að velja milli greina þegar þú snerir þér af al- vöru að kúluvarpinu? „Nei, það kom af sjálfu sér. Ég held að ég hafi hitt á nokkuð góða grein fyrir mig. Þetta lá vel fyrir mér. Ég er stórvaxinn eins og fólk í mínum ættum og á auðvelt með að styrkja mig. En ég var meira að 1 4 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.