Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 45

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 45
Tíminn líður og pabbi er ekki enn kominn. Af hverju þurfti hann endilega að fara frá okkur? Ég fann að tárin voru farin að brjótast fram. Pabbi hafði farið frá okkur mömmu þegjandi og hljóðalaust fyrir tveimur dögurn og aðeins skilið eftir miða sem á stóð: ;,Ekki gráta." Hvernig gat hann verið svona skilningslaus? Ég vissi ekki fyrr af mér en ég var farin að hágráta. Mamma kom inn og reyndi að hugga mig. Næstu dagar voru erfiðir en tíminn læknar öll sár. Eftir tvo mánuði höfðum við enn ekkert heyrt frá pabba en á afmælisdeginum mínum kom stór pakki til mín og bréf til mömmu. Utan á pakkanum stóð: „Til músarinnar minnar." Þá vissi ég strax frá hverjum þetta var því að enginn nema pabbi kallaði mig þessu nafni. Ég reif utan af pakkanum og í honum leyndist stór, brúnn bangsi með rauða slaufu bundna um hálsinn. Ég leit á mömmu en gleðisvipurinn breyttist strax þegar ég sá hana. Þarna sat hún skjálfandi með bréfið í höndun- um og tárin runnu niður kinn- arnar. Nú var komið að mér að vera sterki aðilinn. Ég tók utan um mömmu og spurði hvað væri að. Hún stamaði út úr sér að pabbi væri búinn að fá sér nýja konu og að hann vildi skilnað. Ég skildi þetta ekki: Pabbi með annarri konu. Vorum við hon- um þá einskis virði? Þð var þó gott að vita eitthvað um hann. Ég var orðin honum reið yfir að hafa gert okkur þetta. Hann hefði að minnsta kosti átt að láta vita af sér fyrr og útskýra hvers vegna hann fór frá okkur. Vikurnar liðu og ekkert fleira heyrðist frá pabba. Eftir nokkra mánuði var mamma búin að kynnast manni sem mér líkaði ágætlega við þó að ég gæti aldrei ímyndað mér hann sem annan pabba. Hann var farinn að venja komur sínar til okkar á hverju kvöldi. Loksins tilkynnti mamma mér að hún ætlaði að giftast honum og nú ætti ég von á systkini. Ég glápti á hana. „Ætlarðu virkilega að giftast þessum manni?" Ég varð allt í einu mjög andsnúin honum. Mamma sagði að hann væri góður maður sem við gætum treyst. Ég heyrði það ekki. Næstu daga hugsaði ég um þetta. Pabbi fór nú einu sinni frá okkur en við ekki frá honum... og systkini. Það var ekki svo slæmt. Einn dag þegar mamma kom úr vinnunni þaut ég upp um hálsinn á henni, kyssti hana og óskaði henni til hamingju. Síðan skokkaði ég létt í bragði fram í eldhús til að fá mér kökusneið og á leiðinni muldraði ég: „Vonandi verður það stelpa." En mamma horfði undrandi á eftir mér. Hún skildi ekkert í þessum snöggu sinnaskiptum. Hvað um það? Ég var aftur orðin hamingjusöm. (Heióiún fékk aukaveiðlaun fyrir sög- una í smásagnakeppni Æskunnar og Barnaritstjórnar Ríkisútvarpsins 1990) Æskan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.