Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 24

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 24
Knóir krokkor í FramhQldssogQ eftir Og amma bíður með kakó Það er ekki lítill hópur sem birt- ist. Einn jeppi af öðrum kemur akandi og stansar uppi á hæð- inni hjá jeppanum hans Skeggja. Fúsi frændi Búa og Þórir faðir Lóu eru með. Bjarni fógeti lætur sig ekki heldur vanta. Svo er líka mikið af fólki sem þau þekkja ekki. Allt í einu þýtur Lára á fætur. - Pabbi! hrópar hún og hleypur af stað. Hár og grannur maður kemur á móti henni og tekur hana í fangið. Hann faðmar hana svo fast og lengi að Lóa heldur að hún muni kafna. - Við héldum að við sæjum þig aldrei framar, tautar hann aftur og aftur. Loks sleppir hann henni. - Hvað er að sjá á þér höfuðið? spyr hann og strýkur yfir kollinn á henni. - Æi, ég klippti af mér hárið áður en ég strauk. Eg hélt að mér gengi betur að leynast ef ég liti út eins og strákur, segir Lára. - Þér hefur verið mikið í mun að komast heim úr því að þú fórnaðir hárinu, segir pabbi hennar. - Ég bjóst við að þið mamma væruð farin til Spánar í frí, segir Lára. - Hélstu að við færum úr landi þegar þú varst týnd? Við höfum leitað að þér hvern einasta dag, segir pabbi hennar. - Nú getið þið farið því að ég er fundin, segir Lára. - Við ræðum það seinna, segir pabbi hennar. - Þarna eru börnin sem ég kynntist. Þau voru svo góð við mig, segir Lára. Pabbi hennar heilsar þeim og þakkar fyrir hjálpina. - Hvar eru þessir þjófar sem þið voruð að góma? spyr Bjarni fógeti dimmri raust. Börnin benda á Ted og Heru. Ted er í svefnrofunum og virðist ekki vita meira en svo hvar hann er staddur. - Svo það eruð þið sem hafið haft dóttur mína í haldi undan- farna daga. Gerið þið ykkur grein fyrir hvernig okkur hefur liðið, segir pabbi Láru við Heru og Ted. Hera réttir úr sér. - Það er það eina sem ég harma. Mér fannst mjög leitt að gera henni og ykkur þetta, segir hún. - Það er glæpur að ræna barni, segir Bjarni fógeti. - Við rændum henni ekki. Hún faldi sig í jeppanum án þess að við vissum, segir Hera. - Það er líka glæpur að stela djásnum sem þjóðin á, segir Bjarni fógeti. - Það vera nóg grjót á íslandi, segir Ted og er þver á svip. - Já, sem betur fer og við eig- um það allt, hvern einasta stein. Þið skuluð bara tína grjót í ykk- ar eigin landi, segir Fúsi. - Okkar grjót ekki vera svona fallegt, segir Ted. - Nei, það veit ég. Þess vegna megið þið koma hingað og skoða grjótið okkar en ekki taka það með, segir Fúsi. - Við skulum ekki vera að þjarka við þetta fólk. Það fær sinn dóm síðar! segir Bjarni fó- geti. Svo er lagt af stað til bílanna. Bjarni fógeti vill helst setja Heru og Ted í járn en hinir fá hann ofan af því af því að þau eru svo róleg. - Það er aldrei að vita hvenær þvílíkt fólk tekur upp á að sýna ofbeldi, tautar Bjarni. Áður en þau leggja af stað kemur hann að bíl Fúsa til að kveðja börnin. - Ekki veit ég hvað margir bóf- 24 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.