Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 20

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 20
-Afsakið, herra forstjóri! Eru nokkur tök á að gefa mér frí á morgun til að ég geti hjálpað konu minni við vor- hreingerningar? - Nei, það kemur ekki til greina. - hakka yöur kærlega fyrir. Ég vissi að gæti treyst yður... - Mér skilst a& þeir vilji fá eitt þús- und krónur í lendingargjald ... Fíll og mús gengu út á hengibrú. Þegar þau voru kornin miðja vegu yfir brast brúin. Þau féllu í ána en tókst að svamla að landi. Þá skrækti músin: „Ég sagði það! Sagði ég það ekki! Við áttum ekki að fara bæði í einu út á brúna!" - Ég hef heyrt að hér eigi heima maður sem lenti í óskaplegum jarðskjálfta. - Já, það er hann Gusðriru. - Ósköp heitir hann sérkennilegu nafni! - Já, raunar. En fyrir jarðskjálftann hét hann Sigurður... Deilan var orðin hávær og að lokum æpti forstjórinn til gjald- kerans: „Hvor okkar haldið þér eiginlega að sé heimskur?" „Það liggur ljóst fyrir. Þér mynd- uð aldrei ráða heimskan gjaldkera!" - Af hverju haldið þér við bitann minn með þumalfingri, þjónn? - Til þess að ég missi hann ekki á gólfið einu sinni enn! Lögreglumaður: Þér ókuð á móti rauðu Ijósi. Ég verð að sekta yður og skrifa nafnið í kærubókina. Hvað heitið þér? Ökumaóur: Jarszacsack Koretszkenit- skyi Johohaznsaremn. . Lögreglumaður: Heyrið þér annars - það er nóg að þér lofið að gera þetta ekki aftur... Konan: Þegar ég segi eitthvað við þig fer þaó alltaf inn um annað eyraó og út um hitt! Maóurinn: Ef ég segi eitthvað fer það inn um annað eyrað á þér og út um munninn! Það er hálfu verra! Kári: Ég trúi því naumast að Nonni sé eins latur og þú hefur lýst! Lárus: Jú, ég segi það satt. Ef hatturinn fyki af honum settist hann bara niður og biði eftir að vindurinn snerist! Fólk er sannarlega skrýtið. Allt vill það lifa lengi - en ekkert verða gamalt! - Frændi! Hér er ró til að halda við skrúfuna! - Hvað á ég að gera við hana? - Nú, pabbi sagði aó þú værir meó lausa skrúfu... - Ég ætla að fá kvöldblaðið. - Gjörðu svo vel. Það kostar 300 krónur. - Ha? Ég las í blaðinu í gluggan- um að það kostaði 150 krónur! - Fólk á ekki að trúa öllu sem stendur í blöðum! - Siggi! Þú talar ekki um annað en knattspyrnu. Ég er viss um að þú manst ekki hvenær við giftum okkur! - Jú, jú! Það var daginn eftir að við unnum Austur-Þjóðverja 2:1. - Pabbi! Ef þú gefur mér þúsund- kall skal ég segja þér hvað bréfber- inn sagði við mömmu í morgun ... - Ha? Var hann hér að tala við mömmu þína? - Fæ ég peninginn? - Gjörðu svo vel. Hvað sagði hann? - Það var opið og hann kom í dyrnar og kallaði: Hér er póstur- inn, frú! - Forstjóri! Sendillinn heimtaði að fá að kyssa mig, sagði unga, fallega skrifstofustúlkan. - Æ, sagði forstjórinn. Mér þykir það leitt en það er svo mikið að gera hér að ég kemst ekki yfir allt. Ég verð að láta aöra um sum verkeínin ... - Veistu af hverju búið er að loka skóverslun dordingulsins? - Nei... - Þúsundfætlan fluttist til næsta bæjar. Kennari: Getur nokkur nefnt dæmi um hræsni? Nemandi: Þegar einhver kemur skælbrosandi í skólann ... 20 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.