Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 42

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 42
síður sérstæð en þau hafa verið rannsökuð talsvert og Ijóst að þau eru dýrinu til margvíslegra nota. Önnur tegund hefur þó verið rannsökuð enn ýtarlegar og gerðar á henni alls kyns tilraunir. hað er stökkull. Hann hefur líka orðið frægastur allra höfrunga fyrir listir sínar eins og mörg ykkar hafa ef- laust séð í sjónvarpi og kvikmynd- um og sum kannski augliti til auglitis. Stökku11inn er með stærstu höfr- ungategundum, getur orðið um 4 metrar á lengd og vegið 300 kíló. Hann heldur sig á svipuðum slóð- um og höfrungurinn; þó nær út- breiðsla hans lengra norður. Eitt- hvað er um stökkul hér við land en hann getur varla talist algengur. Sérlega mikið er af honum við austurströnd Bandaríkjanna, ekki síst við Flórída, og hann er einn vinsælasti „skemmtikrafturinn" í hinum þekkta sjódýragarði Marine- land. Háhyrningur eða háhyrna er stærstur allra höfrunga. Tarfurinn verður allt að 10 metra langur og um 8 tonn á þyngd. Kýr- in er mun minni og létt- ari. Þessi höfrungur er auðþekktur á litnum: Hann er mjög dökkur eða alveg svartur að of- anverðu en hvítur að neðan og litaskil mjög greinileg. Auk þes er stór, hvítur blettur aftan við augað gott sérkenni. Óhætt er að segja að háhyrningur sé með grimmustu skepnum sjávar þó að hugtakið „grimmd" sé oft og einatt misnotað um dýr. En hvað sem því líður eru aðfarir hans við veiðarnar heldur svaka- fengnar þegar hvalirnir ráðast margir saman á steypireyði eða hnúfu- bak og rífa stærðarstykki úr síðum þeirra. Tenn- AR Höfrungor Höfrungar eru fjölskrúðugasta ætt tannhvala. Til þeirra teljast a.m.k. 32 tegundir í öllum heims- höfum. Auk þess eru þeir víða í ósum stórfljóta, svo sem Amasón. Sumir ganga jafnvel langt upp í árnar þó að slíkt sé fremur sjald- gæft. Flestir höfrungar eru fremur smá- vaxnir, aðeins nokkrir metrar á lengd, og þykir ekki mikið miðað við stóru skíðishvalina. Hornið á bakinu er yfirleitt vel þroskað og tennur margar og oft smáar. Þetta eru sundfim dýr sem taka undir sig stökk þegar því er að skipta. Mjög er þó misjafnt hvernig til tekst eins og vænta má. Höfrungurinn, sem ættin er kennd við, er líka nefndur Miðjarð- arhafs-höfrungur vegna þess hve fornaldarþjóðir þar þekktu vel til hans og allt að því tignuðu hann. Ástæðan var sú að hann var talinn guðinn Appolló í höfrungslíki. Annars er hann víða um höf og hefur flækst til íslands. Hann er vanalega um 2ja metra langur, dökkblár að ofan en Ijós að neðan- verðu. Stökkfimi höfrungsins er við brugðið. Mætti oft ætla að hvalirnir væru í „hópleikfimi" þegar þeir stökkva upp úr sjónum, jafnvel svo að hundruðum skiptir í einu. Þá eru hljóðmerki höfrungsins ekki 46 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.