Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 46

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 46
Teitur Örlygsson körfuknattleiksmaður - leikmaður úrslitakeppninnar í körfuknattleik 1991. A° °4 Hvar og hvenær ertu fæddur? Ég er fæddur í Keflavík 9.1. 1967 en ólst upp í Njarðvík og er Njarð- víkingur í húð og hár. Hvenær byrjaðir þú að æfa íþróttir? Með hvaða liði? 1975 með UMFN: Ungmennafé- lagi Njarðvíkur. Hefur þú æft margar íþróttagreinar? Handknattleik, knattspyrnu og körfuknattleik. Hvenær - og með hvaða liði - vannstu fyrst meistaratitil? 1977 í minnibolta með UMFN. Fannst þér alltaf skemmtilegast að stunda körfuknattleik? Já, á veturna - en fótbolta á sumrin. Getur þú lýst af hverju? Maður var bara alltaf að sjá eða geta eitthvað nýtt sem kom manni á óvart og þannig er það enn. Það gerir körfuboltann svo skemmti- legan. Með hvaða liðum hefur þú leikið? UMFN í öllum flokkum - og ís- lenska landsliðinu. Hvaða sigur þykir þér vænst um? Þegar okkur tókst að sigra Kefla- víkinga á heimavelli þeirra í fjórða leik úrslitakeppninnar í vetur og jafna með því, 2:2. Hvenær hefur þér þótt sárast að tapa? Gegn Haukum í úrslitaleiknum 1988 eftir tvær framlengingar. Hve marga landsleiki hefur þú leikið? Ég hef leikið með unglingalands- liði, 10 leiki, og A-landsliði, 25 leiki. (19.4. 1991) Hver er staða þín á vellinum? Ég leik venjulega stóran bakvörð og skotbakvörð - eða framherja. Það eru mjög svipaðar stöður. Hver finnst þér erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt - og hvert erfið- asta liðið? Guðni Guðnason í KR er einn sá erfiðasti sem ég man eftir - og reyndar allt KR-liðið og auðvitað ÍBK. (íþróttabandalag Keflavíkur) Ertu hlynntur því að erlendir körfuknattleiksmenn leiki hér á landi? Já. Þannig verður meiri breidd í félögunum en ella. Það er líka hægt að læra mikið af flestum þeirra. Hver er eftirlætisleikmaður þinn í körfuknattleik? Ég dáist mjög að Páli Kolbeins- syni - og hef afskaplega mikið dá- læti á bróður mínum, Gunnari, eft- ir frammistöðu hans í síðasta leik úrslitakeppninnar - þegar mestu máli skipti. Hvaða körfuknattleikslið dáir þú mest? UMFN - og Chicago Bulls í NBA-keppninni. Hvaða íþróttagrein finnst þér næst- skemmtilegust? Knattspyrna. Hve margir í fjölskyldu þinni stunda íþróttir - og hvaða greinar? Með hvaða liðum? Núna eru það „bara" við fjórir bræðurnir, allir í körfuknattleik. Stefán, Gunnar og ég með UMFN; Sturla með Þór á Akureyri. Eruð þið bræður samhentir í leik? 50 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.