Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1991, Side 46

Æskan - 01.04.1991, Side 46
Teitur Örlygsson körfuknattleiksmaður - leikmaður úrslitakeppninnar í körfuknattleik 1991. A° °4 Hvar og hvenær ertu fæddur? Ég er fæddur í Keflavík 9.1. 1967 en ólst upp í Njarðvík og er Njarð- víkingur í húð og hár. Hvenær byrjaðir þú að æfa íþróttir? Með hvaða liði? 1975 með UMFN: Ungmennafé- lagi Njarðvíkur. Hefur þú æft margar íþróttagreinar? Handknattleik, knattspyrnu og körfuknattleik. Hvenær - og með hvaða liði - vannstu fyrst meistaratitil? 1977 í minnibolta með UMFN. Fannst þér alltaf skemmtilegast að stunda körfuknattleik? Já, á veturna - en fótbolta á sumrin. Getur þú lýst af hverju? Maður var bara alltaf að sjá eða geta eitthvað nýtt sem kom manni á óvart og þannig er það enn. Það gerir körfuboltann svo skemmti- legan. Með hvaða liðum hefur þú leikið? UMFN í öllum flokkum - og ís- lenska landsliðinu. Hvaða sigur þykir þér vænst um? Þegar okkur tókst að sigra Kefla- víkinga á heimavelli þeirra í fjórða leik úrslitakeppninnar í vetur og jafna með því, 2:2. Hvenær hefur þér þótt sárast að tapa? Gegn Haukum í úrslitaleiknum 1988 eftir tvær framlengingar. Hve marga landsleiki hefur þú leikið? Ég hef leikið með unglingalands- liði, 10 leiki, og A-landsliði, 25 leiki. (19.4. 1991) Hver er staða þín á vellinum? Ég leik venjulega stóran bakvörð og skotbakvörð - eða framherja. Það eru mjög svipaðar stöður. Hver finnst þér erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt - og hvert erfið- asta liðið? Guðni Guðnason í KR er einn sá erfiðasti sem ég man eftir - og reyndar allt KR-liðið og auðvitað ÍBK. (íþróttabandalag Keflavíkur) Ertu hlynntur því að erlendir körfuknattleiksmenn leiki hér á landi? Já. Þannig verður meiri breidd í félögunum en ella. Það er líka hægt að læra mikið af flestum þeirra. Hver er eftirlætisleikmaður þinn í körfuknattleik? Ég dáist mjög að Páli Kolbeins- syni - og hef afskaplega mikið dá- læti á bróður mínum, Gunnari, eft- ir frammistöðu hans í síðasta leik úrslitakeppninnar - þegar mestu máli skipti. Hvaða körfuknattleikslið dáir þú mest? UMFN - og Chicago Bulls í NBA-keppninni. Hvaða íþróttagrein finnst þér næst- skemmtilegust? Knattspyrna. Hve margir í fjölskyldu þinni stunda íþróttir - og hvaða greinar? Með hvaða liðum? Núna eru það „bara" við fjórir bræðurnir, allir í körfuknattleik. Stefán, Gunnar og ég með UMFN; Sturla með Þór á Akureyri. Eruð þið bræður samhentir í leik? 50 Æskan

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.