Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 17

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 17
ÞóHi dálítið varið í kýrnar - Segðu mér eitthvað úr sveitinni... „Ég vann öll algeng sveitastörf á þeim árum. Pabbi stundaði lengst af sjómennsku og við strákarnir sáum um búið. Það var kúabú. Við vorum með 35 kýr en á bæn- um voru allar skepnur. Mér fannst gaman í heyskapnum á sumrin - en ekki beinlínis gaman að mjólka. Samt þótti mér dálítið varið í kýrnar. Þær eru ekki svo vitlausar. Sérhver þeirra hefur sinn „karakter", sína skapgerð og einkenni - raunar líka hár- greiðslu! Hjá þeim er ákveðinn virðingarstigi, til dæmis fékk sú elsta alltaf besta blettinn þegar þær bitu fóðurkálið. Við áttum nokkra reiðhesta og fórum reglulega á hestbak, oft nið- ur í fjöru. Jörðin liggur að sjó og þaðan var útræði í gamla daga. Þar voru möstur, vörður og staurar sem höfðu vísað sjómönnum leið. Þegar horft var eftir þessum merkj- um sást lygna á öldugangnum í ósnum. Volalækur rennur þarna til sjávar og er eiginlega lítil á." - Hver eru helstu mót sem þú hefur tekió þátt í erlendis? „Af þeim má nefna Ólympíu- leikana 1988. Það var góð reynsla Árangur Péturs Guðmundssonar í kúluvarpi 1977: 11.27 1978: 13.01 1979: 13.26 1980: 13.96 1981: 14.40 1982: 16.20 1983: 16.89 1984: 15.44 1985: 16.40 1986: 18.28 1987: 19.31 1988: 20.03 1989: 19.79 1990: 21.26 1991: ??.?? að sjá hvernig allt fer fram á slíkum mót- um. Ég varð í 14. sæti, kastaði 19.21 m - en besti árangur minn á því ári var 20.03. Ég tók þátt í Evr- ópumeistaramótinu í fyrra. Ég komst í tólf manna úrslit - eins og Einar í spjót- kasti og Vésteinn i kringlukasti. Eng- inn okkar komst í átta manna úrslit. í mars fór fram heimsmeistara- keppnin innanhúss í Sevilla á Spáni. Þar varð ég fjórði. Ég má vel við þann árangur una. Kasthringurinn var stamur. Það kemur sér illa fyr- ir þá sem nota snúningsstílinn. Það er alltaf tilviljunum háð hvernig aðstæður eru á keppnis- stað. Því er árangur alltaf að nokkru leyti kominn undir heppni." Heimsmeistaramótió er aðalviðburðurinn - Frain undan eru mörg mót... „Já, nú verð ég að fara að hrista af mér þessa flensu sem hefur hrjáð mig í rúma viltu! Ég keppi á Ólympíuleikum smáþjóða í And- orra í maí. Vonandi kemst ég líka á mót í Granada - en kúlu- varpskeppnin verður 25. maí á báðum mótunum. Ég er að reyna að fá henni flýtt á mótinu í And- orra. Ég stefni að keppni í sænskri mótakeðju í sumar, alls fimm „Grand Prix"-mótum, lílca á Bislet-leikunum í Noregi og mót- um í Sviss og Austurríld. Ég keppi með landsliðinu í frjálsum íþrótt- „Þab er naubsynlegt ab vera kappsamur og hafa metnab en slæmt ab vænta of mikils" um í Skotlandi og Portúgal. Aðal- viðburðurinn verður heimsmeist- aramótið í Japan 24. ágúst til 4. september. Og þá er farið að styttast í Ólympíuleiltana á Spáni 1992 ..." - Venjan er að biðja afreksmenn um ráðleggingar til barna og ung- linga sem eru að byrja að iðka í- þróttir. Hvað eiga þau að leggja á- herslu á? „Best er að byrja á því að reyna sig í sem flestum íþróttagreinum til þess að finna þá réttu - og þá sem manni finnst mest gaman að. Hafa verður í huga að í ltnatt- íþróttum er það samvinna liðsins sem sldlar árangri en í frjálsum íþróttum byggist árangur á ein- staklingnum sjálfum. Og því má eldd gleyma að æfingin skapar meistarann." Æskan 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.