Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 51

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 51
Alltaf að skrifa og rífast Kæra Wanna Kolbrún! Ég hef skrifað þér mörg- um sinnum en aldrei feng- ið svar frá þér svo að ég vona að ég fái svar núna. Svo er aö ég er alltaf að rifast við mömmu og pabba og systur mínar. Ég hef lengi reynt að hætta en það hefur aldrei tekist. Hvað get ég gert? Hvernig á ég að fara að? Þá er önnur spurning: Er hægt að láta hár hætta að vaxa? Hvernig er það gert? Hvað notar maður? Vonandi birtir þú þetta bréf. Ef ekki þá gefst ég upp. Hvaö lestu úr skriftinni? Hvað heldurðu að ég sé gömul/gamall? Hvort held- urðu að ég sé drengur eöa stúlka. NK Svar: Þaó var nú gott aó þú gafst ekki upp. Alltaf berast mörg bréf til þáttarins og ekki er unnt aö svara þeim öllum. Reynt er aö koma aö sem flestum atriö- um til þess að fá fjölbreytni í svörin. Þú segir lítió frá því í bréfinu þínu um hvaö þió eruó aó ríf- ast. Ég get mér til aö þaó muni ef til vill oft vera smáatriði eins og algengt er þegar fer aö nálg- ast gelgjuskeióið. Þá er stund- um eins og maður hafi allt á hornum sér og mörg smáatriði fari í taugarnar á manni. Þér er greinilega Ijóst aö þú sjálf getur ef til vill stjórnað þarna aö nokkru hvernig til tekst. Reyndu aó setja sjálfa þig undir smásjá um tíma og þegar rifrildin byrja aó staldra viö og velta fyrir þér hvaó er aö ger- ast. Grandskoóaðu hug þinn og spyröu í hljóði: „Um hvaö snýst þetta mál? Er hægt aó breyta einhverju hér?" - Þaö getur verið aó nióurstaðan verói sú aö þú viljir halda áfram meö málió og útkljá þaö. En þaö get- ur líka verió aó þú komist að þeirri nióurstöóu aö best sé aö stansa og halda rifrildinu ekki áfram. Hár er eðlilegur hluti af mannslíkamanum, bæöi á höfö- inu og á öðrum stööum líkam- ans. Hárvöxturinn stjórnast af mörgum, flóknum þáttum og ekkert töfraeíni, mér vitanlega, getur haft þau áhrif sem þú tal- ar um. Einnig þarna ert þú spör á upplýsingar svo aö erfitt er að ráöa í hvers konar hárvöxt þú ert aó skrifa um. Ræddu þetta viö skólahjúkrunarfræðing í skóla þínum. Þaö getur oft ver- ið auðveldara en ella aó skýra málió þegar ræöst er viö augliti til auglitis. Ég giska á að aldur þinn sé 11 -12 ár og að þú sért stelpa. í fyrsta, öðru og þriðja lagi Hæ, hæ Nanna Kolbrún! Fyrst langar mig aö þakka þér fyrir æðislegan þátt. Svo hef ég þrjú vandamál fram að færa. Hið fyrsta er svona: í byrjun febrúars þá byrjaði ég í fyrsta sinn á túr og það var allt i lagi. Svo átti ég að byrja aftur kringum 10. mars en ég er ekki byrjuð enn. Ég er komin u.þ.b. þrjár vikur fram yfir. Ég þori ekki að tala um þetta við mömmu því að mér finnst svo erfitt að tala um slíkt við hana. Hún veit samt um það þegar ég byrjaði í fyrsta sinn. Hvað á ég að gera? Svo er það annað: Mér fmnst - og flest öllum öðr- um - ég svo feit. Ég er 164 sm og u.þ.b. 58 kg. Hvað á ég að gera til að léttast og grennast? Svar: Þú skalt ekki hafa áhyggjur af blæðingunum enn þá. Oft er ó- regla á þeim í byrjun. Ef þær dragast lengi skaltu reyna að ræöa málió viö mömmu þína. Þú veróur oróin aðeins eldri þá og þá er þetta oft ekki eins erfitt viðfangs. Til þess aö léttast og grennast eru þaö alltaf sömu gömlu lummurnar: Boröa rétt (lítið sælgæti og gos), hreyfa sig reglulega og temja sér líkams- rækt. Megrun á unglingsárum á ekki aö framkvæma nema í samráöi viö heimilislækni fjöl- skyldunnar. Af tölunum aó dæma virðist þetta ekki mikið vandamál. Háriö vex meö meö sínum hraöa. Þaö eru til mörg húsráð sem snerta hárvöxt. Best er að þetta hafi sinn eólilega gang. Hárió endurspeglar hvernig manni líður og líka hvaó maóur boröar. Hollur matur, góö hreyf- ing og ögn af lífsgleði og ánægju hafa góö áhrif á húð og hár. Bólurnar á enninu fylgja Enn eitt vandamálið hjá mér: Það er það að hárið á mér vex svo lítið og það er svo hryllilega lengi að síkka. Hvað get ég gert til að láta það síkka meira og hraðar? Ég er með svo mikið af bólum á enninu og fíla- pensla á nefinu. Hvað get ég gert til að losna við þetta allt saman? Hvaö lestu úr skriftinni minni? Vonandi geturðu hjálpað mér með þetta allt. Eg, þessi feita. aldrinum. Trúlega eru einhverj- ir fitublettir í húðinni á enninu á þér. Ekki er talið ráölegt aó hrófla mikió vió þessu. Gæta ber þess aó þrífa húóina vel. Ef þaó dugar ekki má alltaf reyna að fara í andlitsbaó á snyrti- stofu. Ég tel aó þú sért á aldrinum 12-13 ára og nokkuó fljótfær og bráó. Skriftin er fremur hroó- virknisleg og ekki í samræmi við stafageró. Með kærri kveðju 'Hawuz *?C.oí^nú*t. Æskan 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.