Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Síða 17

Æskan - 01.04.1991, Síða 17
ÞóHi dálítið varið í kýrnar - Segðu mér eitthvað úr sveitinni... „Ég vann öll algeng sveitastörf á þeim árum. Pabbi stundaði lengst af sjómennsku og við strákarnir sáum um búið. Það var kúabú. Við vorum með 35 kýr en á bæn- um voru allar skepnur. Mér fannst gaman í heyskapnum á sumrin - en ekki beinlínis gaman að mjólka. Samt þótti mér dálítið varið í kýrnar. Þær eru ekki svo vitlausar. Sérhver þeirra hefur sinn „karakter", sína skapgerð og einkenni - raunar líka hár- greiðslu! Hjá þeim er ákveðinn virðingarstigi, til dæmis fékk sú elsta alltaf besta blettinn þegar þær bitu fóðurkálið. Við áttum nokkra reiðhesta og fórum reglulega á hestbak, oft nið- ur í fjöru. Jörðin liggur að sjó og þaðan var útræði í gamla daga. Þar voru möstur, vörður og staurar sem höfðu vísað sjómönnum leið. Þegar horft var eftir þessum merkj- um sást lygna á öldugangnum í ósnum. Volalækur rennur þarna til sjávar og er eiginlega lítil á." - Hver eru helstu mót sem þú hefur tekió þátt í erlendis? „Af þeim má nefna Ólympíu- leikana 1988. Það var góð reynsla Árangur Péturs Guðmundssonar í kúluvarpi 1977: 11.27 1978: 13.01 1979: 13.26 1980: 13.96 1981: 14.40 1982: 16.20 1983: 16.89 1984: 15.44 1985: 16.40 1986: 18.28 1987: 19.31 1988: 20.03 1989: 19.79 1990: 21.26 1991: ??.?? að sjá hvernig allt fer fram á slíkum mót- um. Ég varð í 14. sæti, kastaði 19.21 m - en besti árangur minn á því ári var 20.03. Ég tók þátt í Evr- ópumeistaramótinu í fyrra. Ég komst í tólf manna úrslit - eins og Einar í spjót- kasti og Vésteinn i kringlukasti. Eng- inn okkar komst í átta manna úrslit. í mars fór fram heimsmeistara- keppnin innanhúss í Sevilla á Spáni. Þar varð ég fjórði. Ég má vel við þann árangur una. Kasthringurinn var stamur. Það kemur sér illa fyr- ir þá sem nota snúningsstílinn. Það er alltaf tilviljunum háð hvernig aðstæður eru á keppnis- stað. Því er árangur alltaf að nokkru leyti kominn undir heppni." Heimsmeistaramótió er aðalviðburðurinn - Frain undan eru mörg mót... „Já, nú verð ég að fara að hrista af mér þessa flensu sem hefur hrjáð mig í rúma viltu! Ég keppi á Ólympíuleikum smáþjóða í And- orra í maí. Vonandi kemst ég líka á mót í Granada - en kúlu- varpskeppnin verður 25. maí á báðum mótunum. Ég er að reyna að fá henni flýtt á mótinu í And- orra. Ég stefni að keppni í sænskri mótakeðju í sumar, alls fimm „Grand Prix"-mótum, lílca á Bislet-leikunum í Noregi og mót- um í Sviss og Austurríld. Ég keppi með landsliðinu í frjálsum íþrótt- „Þab er naubsynlegt ab vera kappsamur og hafa metnab en slæmt ab vænta of mikils" um í Skotlandi og Portúgal. Aðal- viðburðurinn verður heimsmeist- aramótið í Japan 24. ágúst til 4. september. Og þá er farið að styttast í Ólympíuleiltana á Spáni 1992 ..." - Venjan er að biðja afreksmenn um ráðleggingar til barna og ung- linga sem eru að byrja að iðka í- þróttir. Hvað eiga þau að leggja á- herslu á? „Best er að byrja á því að reyna sig í sem flestum íþróttagreinum til þess að finna þá réttu - og þá sem manni finnst mest gaman að. Hafa verður í huga að í ltnatt- íþróttum er það samvinna liðsins sem sldlar árangri en í frjálsum íþróttum byggist árangur á ein- staklingnum sjálfum. Og því má eldd gleyma að æfingin skapar meistarann." Æskan 1 7

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.