Æskan - 01.04.1991, Side 20
-Afsakið, herra forstjóri! Eru nokkur
tök á að gefa mér frí á morgun til að
ég geti hjálpað konu minni við vor-
hreingerningar?
- Nei, það kemur ekki til greina.
- hakka yöur kærlega fyrir. Ég vissi
að gæti treyst yður...
- Mér skilst a& þeir vilji fá eitt þús-
und krónur í lendingargjald ...
Fíll og mús gengu út á hengibrú.
Þegar þau voru kornin miðja vegu
yfir brast brúin. Þau féllu í ána en
tókst að svamla að landi. Þá
skrækti músin:
„Ég sagði það! Sagði ég það ekki!
Við áttum ekki að fara bæði í einu út
á brúna!"
- Ég hef heyrt að hér eigi heima maður
sem lenti í óskaplegum jarðskjálfta.
- Já, það er hann Gusðriru.
- Ósköp heitir hann sérkennilegu
nafni!
- Já, raunar. En fyrir jarðskjálftann hét
hann Sigurður...
Deilan var orðin hávær og að
lokum æpti forstjórinn til gjald-
kerans:
„Hvor okkar haldið þér eiginlega
að sé heimskur?"
„Það liggur ljóst fyrir. Þér mynd-
uð aldrei ráða heimskan gjaldkera!"
- Af hverju haldið þér við bitann
minn með þumalfingri, þjónn?
- Til þess að ég missi hann ekki
á gólfið einu sinni enn!
Lögreglumaður: Þér ókuð á móti rauðu
Ijósi. Ég verð að sekta yður og skrifa
nafnið í kærubókina. Hvað heitið þér?
Ökumaóur: Jarszacsack Koretszkenit-
skyi Johohaznsaremn.
. Lögreglumaður: Heyrið þér annars -
það er nóg að þér lofið að gera þetta
ekki aftur...
Konan: Þegar ég segi eitthvað við þig
fer þaó alltaf inn um annað eyraó og út
um hitt!
Maóurinn: Ef ég segi eitthvað fer það
inn um annað eyrað á þér og út um
munninn! Það er hálfu verra!
Kári: Ég trúi því naumast að Nonni sé
eins latur og þú hefur lýst!
Lárus: Jú, ég segi það satt. Ef hatturinn
fyki af honum settist hann bara niður og
biði eftir að vindurinn snerist!
Fólk er sannarlega skrýtið. Allt vill
það lifa lengi - en ekkert verða gamalt!
- Frændi! Hér er ró til að halda við skrúfuna!
- Hvað á ég að gera við hana?
- Nú, pabbi sagði aó þú værir meó lausa
skrúfu...
- Ég ætla að fá kvöldblaðið.
- Gjörðu svo vel. Það kostar 300
krónur.
- Ha? Ég las í blaðinu í gluggan-
um að það kostaði 150 krónur!
- Fólk á ekki að trúa öllu sem
stendur í blöðum!
- Siggi! Þú talar ekki um annað en
knattspyrnu. Ég er viss um að þú
manst ekki hvenær við giftum okkur!
- Jú, jú! Það var daginn eftir að við
unnum Austur-Þjóðverja 2:1.
- Pabbi! Ef þú gefur mér þúsund-
kall skal ég segja þér hvað bréfber-
inn sagði við mömmu í morgun ...
- Ha? Var hann hér að tala við
mömmu þína?
- Fæ ég peninginn?
- Gjörðu svo vel. Hvað sagði
hann?
- Það var opið og hann kom í
dyrnar og kallaði: Hér er póstur-
inn, frú!
- Forstjóri! Sendillinn heimtaði að
fá að kyssa mig, sagði unga, fallega
skrifstofustúlkan.
- Æ, sagði forstjórinn. Mér þykir
það leitt en það er svo mikið að gera
hér að ég kemst ekki yfir allt. Ég verð
að láta aöra um sum verkeínin ...
- Veistu af hverju búið er að loka
skóverslun dordingulsins?
- Nei...
- Þúsundfætlan fluttist til næsta
bæjar.
Kennari: Getur nokkur nefnt dæmi
um hræsni?
Nemandi: Þegar einhver kemur
skælbrosandi í skólann ...
20 Æskan