Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1991, Side 14

Æskan - 01.04.1991, Side 14
rJVIér finnst frumskilyrði oi hofa 900100 of þessu" Ræff við Péfur Guðmundsson ofreksmonn í kúluvorpi: Pétur Guðmundsson setti íslandsmet í kúlu- varpi innanhúss 3. nóv- ember í fyrra - á móti sem fram fór í hléi kraftajötna-sýningar í Reiðhöllinni. Ekki leið nema vika þar til hann bætti einnig ágætt ís- landsmet Hreins Hall- dórssonar í kúluvarpi utanhúss. Hann varp- aði kúlunni 21.26 m - á síðasta móti ársins. Með þeim árangri, sem Pétur náði í fyrra, komst hann í röð fremstu kúluvarpara heims. Hann staðfesti það á heimsmeistara- keppninni innanhúss í Sevilla í mars sl. en þar varð hann í fjórða sæti. Pé.tur hefur stundað íþróttir frá bamæsku. Hann fæddist í Reykja- vík 9.mars 1962 og ólst þar upp til tíu ára aldurs. Á þeim tíma lék hann knattspyrnu með Fylki í Ár- bæjarhverfi. Hann fluttist með foreldrum sínum að bænum Tungu í Gaulverjabæjarhreppi 1982. Frjálsar íþróttir voru mikið stundaðar af ungu fólki í hreppn- um og Pétur tók fljótlega þátt í keppni í ýmsum greinum. „Einhvern tíma keppti ég meira að segja í 1500 m hlaupi," segir hann og brosir breitt. „Það reynd- ist ekki heppileg grein fyrir mig. í sveitinni var mikill áhugi á frjálsum íþróttum. Ein fjölskylda þar var sérstaklega dugleg að ýta undir áhugann og ók iðulega með okkur á mót. Keppni á milli ung- mennafélagsins í Gaulverjabæjar- hreppi, Samhygðar, og Vöku í Vill- ingaholtshreppi er elsta frjáls- íþróttamót landsins. Mér tókst að sigra á því móti strax og ég byrjaði að kasta kúlunni, 13-14 ára. Það var mjög hvetjandi og rak mig áfram." Hifti á góða grein „Ég reyndi mig í flestum greinum, bæði í innanfélagsmótum og hér- aðskeppni. Samhygð er í HSK, Hér- aðssambandinu Skarphéðni, en það nær yfir Árnes- og Rangárvallasýsl- ur. Ég keppti á landsmóti Ung- mennafélags íslands 1978 - þegar ég var 16 ára - í stangarstökki! Ég var ekki farinn að kasta nægilega langt þá til að komast í keppni í kúluvarpi. En 1981, á Landsmót- inu sem fram fór á Akureyri, varð ég þriðji í kúluvarpi, kastaði 14.40 m. Það ár komst ég í unglinga- landsliðið. 1982 varð ég fyrst ís- landsmeistari. 16.17 m nægðu til þess." - Fannst þér erfitt að velja milli greina þegar þú snerir þér af al- vöru að kúluvarpinu? „Nei, það kom af sjálfu sér. Ég held að ég hafi hitt á nokkuð góða grein fyrir mig. Þetta lá vel fyrir mér. Ég er stórvaxinn eins og fólk í mínum ættum og á auðvelt með að styrkja mig. En ég var meira að 1 4 Æskan

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.