Æskan - 01.10.1991, Blaðsíða 4
t
Kristján Gubmundsson
F. 6.9.1917. D. 21.9.1991.
Minningarorb
Kristján Guðmundsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Æskunnar, lést
21. september sl. eftir erfiða sjúk-
dómslegu.
Kristján hóf störf hjá Æskunni
1961 við hlið tengdaföður síns, þá-
verandi framkvæmdastjóra fyrirtæk-
isins, Jóhanns Ögmundar Oddsson-
ar. 1964 tók hann við stjórninni og
hafði á hendi til 1984, tvö síðustu
árin ásamt þeim sem þetta ritar. í
starfinu fólst umsjón með bókaversl-
un, bókaútgáfu og afgreiðslu barna-
blaðsins Æskunnar.
Kristján var dugmikill atorlcu-
maður, einkar samviskusamur og
heill í hverju því sem hann tók sér
fyrir hendur. Hann lagði mikla alúð
við starf sitt hjá Æslcunni en jafn-
framt tók hann mikinn þátt í félags-
starfi Góðtemplarareglunnar og
gegndi embættum í ýmsum félags-
deildum hennar. Hann hafði geng-
ið til liðs við Regluna ungur að
árum, var til að rnynda í hópi braut-
ryðjenda er hafin var vinna að Jaðri
í Heiðmörk 1938 en þar var reist
Sumarheimili templara og rekin
margvísleg starfsemi, m.a. barna-
lieimili um sumur. Hann var for-
rnaður Jaðarsstjórnar í tvo áratugi
og síðar formaður húsráðs Templ-
arahallar Reykjavíkur, en hann kom
mjög við sögu þeirrar byggingar.
Bókaútgáfa á vegum Æskunnar
var hafin 1930. Jóhann Ögmundur
valdi sígildar úrvalssögur til útgáfu,
svo sem Oliver Twist - og ýmsar sí-
vinsælar smábækur, meðal þeirra
Kisubömin kátu. Jafnframt gaf hann
út íslenskar bækur, fyrst Sögur Æsk-
unnar eftir Sigurð Júlíus Jóhannes-
son, fyrsta ritstjóra Æskunnar, næst
Kára litla og Lappa eftir Sefán Júlíus-
son, sagnaperlu sem enn er á
boðstólum lijá Æskunni - nú í 8. út-
gáfu! Margir ágætir íslenskir höf-
undar fylgdu í kjölfarið.
Þegar Kristján kom til starfa hjá
Æskunni höfðu bælcur ekki verið
gefnar út hjá fyrirtækinu um skeið.
Hann hóf útgáfu af miklurn krafti,
gaf út að nýju margar ágætar bækur
og bætti öðmm við. Hann gaf út safn
fallegra smárita en í þeim floklci
voru t.a.m. Ný ljóð eftir Margréti
Jónsdóttur, fyrrum ritstjóra Æsk-
unnar, Úrvalsljóð Sigurðar Júlíusar
og Móðir og bam eftir Tagore.
Hann gaf einnig út vönduð söfn,
Ritsafn Sigurbjörns Sveinssonar í
tveim bindum 1971 og Ævintýri og
sögur H.C. Andersens í þrem bind-
um 1978. Af vinsælum þýddum
bókum má nefna Ævintýri bamanna
og Ævintýri æskunnar, fallega
myndskrcyttar bækur sem hafa ver-
ið gefnar út nokkmm sinnum.
Ungur piltur sendi Kristjáni hand-
rit að bók 1980. Kristján brá skjótt
við. Eftir viku hafði hann ákveðið
útgáfu. Sagan nefndist, Gegnum
bernskumúrinn, og varð fyrsta bók
Eðvarðs Ingólfssonar, síðar verð-
launa- og metsöluhöfundar. Hún
hefur nú verið gefin út að nýju.
Tónlistarmaðurinn Magnús Þór
Sigmundsson sneri sér til Kristjáns
fyrir áratug. Hann var að leita að
ljóðum Sigurðar Júlíusar. Kristján
gaf honum þá bók og jafnframt Ný
ljóð Margrétar Jónsdóttur. Hann
livatti Magnús til að semja einnig
lög við ljóð hennar, til að mynda ís-
land er land þitt, en á því hafði hann
miklar mætur. Það ljóð og lag kunna
nú nær allir íslendingar.
Hér er við hæfi að birta síðasta er-
indi ljóðsins. Orð þess hefði Krist-
ján Guðmundsson getað haft að ein-
kunnarorðum.
ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma.
íslandi helgar þú krafta og starf.
íslenska þjóö, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin er lífið þér gaf.
ísland sé falið þér, eilífi faðir.
ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf.
Kristján Guðmundsson er kvadd-
ur með virðingu og þökk.
Karl Helgason.
4 Æ S K A N