Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1991, Blaðsíða 23

Æskan - 01.10.1991, Blaðsíða 23
að lyftast og urðu að stórum fjöllum. „Allt í lagi," sagði ég. „Ég skal reyna við þrautina. Hver er hún?" „Þú átt að hoppa á einum fæti í 10 sekúndur." Ég gerði það og fékk að fara. Hindrunarlaust gekk ég lengra og lengra inn í fjallið. Fram undan var upplýst borð, sjálfsagt úr skíragulli. í kringum það voru lítil tré. Á miðju borðinu var krukka. Það var krukk- an sem ég átti að sækja. Ég gekk nær. Allt í einu stóð norn fyrir framan mig. Mér brá. „Þetta er síðasta þrautin og sú erf- iðasta. Ég veit alveg af hverju þú komst hingað. Til að ná krukkunni, er það ekki?" „fú, jú, það er rétt," svaraði ég norninni sem var með græna bólu á nefinu og í svörtum flauelsjakka. „Þú átt að tala um þögnina í 30 sekúndur og þér má ekki fatast." Ég byrjaði: „Þögnin, þögnin ..." „fá, svona byrjaðu nú!" „Ég var byrjuð. Þú truflaðir. Nú byrja ég: Þögnin, þögnin er eitthvað það ..." „Ef þetta á að vera mjög hátíðlegt hjá þér þá nenni ég ekki að hlusta," sagði hún og sneri sér undan. „Ef þú grípur einu sinni enn fram í fyrir mér þá má ég taka krukkuna. Samþykkt?" „fá, ég lofa að þegja og segja ekki neitt." „Það var eins gott," sagði ég. „Þögnin er eitthvað það dýrmætasta sem við eigum því að ef ekki væri þögn kæmust aðrir ekki að. Allir myndu tala í sífellu og enginn hlusta. Þögn er lílca til að aðskilja hljóð ..." Aftur greip hún fram í. „Nóg, nóg! Ég nenni ekki að hlusta á meira." Hún rétti mér krukkuna. Allt í einu sat ég á sama bekk og þegar ég hitti Indiana Jones. Ég leit á klukk- una. Hún var hálffjögur. Krukkan var í kjöltu minni og þá rnundi ég hvað ég átti að gera. Ég opnaði krukkuna og úr henni fauk sandur sem átti að stöðva mengunina. Þessum degi gleymi ég aldrei svo lengi sem ég lifi. Núna er alls engin hætta á mengun í mínum heimi. (Höfundur hlaut aukaverdlaun i smásagna- keppni Æskunnar og Barnaritstjórnar Rík- isútvarpsins 1990.) - Munid skilafrest í smásagna- keppninni 1991: 1. desember. Aðalverdlaun eru ferð til Parísar. Póstfcmg: Æskan, pósthólf 523, 121 Reykjavik. Kæru safnarar! Ég safna öllu meö Sinead O’Connor, lím- miðum [ekki haframjöls- eöa auglýsinga- miöum eöa þeim sem birst hafa í Æsk- unni), bréfsefnum og munnþurrkum. í stað- inn læt ég munnþurrkur, límmiöa og bréfs- efni. Tinna Siguröardóttir, Odda, 551 Hella. Safnarar! Ég safna alls konar límmiöum, bréfsefni, öllu meö Stjórninni og New Kids. í staðinn get ég látiö veggmyndir af Michael Jackson, Söndru, Elvis Presley, A-Ha, Wham, Rob Lowe, Bruce Springsteen, Cyndi Lauper, Oen Harrow, Ouran Duran, Michael J. Fox, Eurythmics o.fl. og barmmerki meö Eurythmics og Michael Jackson. Guörún Lára Róbertsdóttir, Engihlíö 22, 355 Ólafsvík. Halló safnarar! Ég safna erlendum frímerkjum og spil- um og í staöinn get ég látið munnþurrk- ur, límmiða, spil, íslensk frímerki, gljámynd- ir og bréfsefni. Björk Guðbjörnsdóttir, Magnússkógum II, 371 Búöardal. Kæru safnarar! Ég safna gljámyndum, bréfsefni og alls konar veggmyndum meö Skid Row, Poi- son, og Quireboys. í staðinn get ég látið margar veggmyndir. Drífa Aöalsteinsdóttir, Funafold 13, 112 Reykjavík. Safnarar! Ég vil fá úrklippur meö efni um Stjórn- ina. í staöinn get ég látið límmiða og bréfs- efni. Ingveldur Þórey Eyjólfsdóttir, Eystri Pétursey, 871 Vík í Mýrdal. Æ S K A N 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.