Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1991, Blaðsíða 35

Æskan - 01.10.1991, Blaðsíða 35
og þá höfðu munkamir, sem skrifuðu fombókmenntir okkar, beðið ákveðn- ar bænir. En hver var hún svo hún Salgerð- ur sem Salgerðarflöt var heitin eftir? Það man ég ekki lengur. Þannig vöknuðu sífellt nýjar spurningar sem þurfti að leita að svörum við. Allt þetta gerði það að verkum að strax í æsku varð mér eðlilegt að vera forvitinn um umhverfi mitt, vilja lesa og læra allt sem vitað varð um það og rata vel um það. Þetta tók síðan til hvers sem ég tók mér fyrir hend- ur og varð þannig ef til vill helsti hvatinn að því að ég leitaðist við að brjóta til mergjar svo margt í lífsgát- unni. Þetta fékk mér svo margfalt meiri lífsfyllingu en ég hefði annars fengið. En snúum okkur nú aftur að Selsundi og seinni heimsstyrjöidinni. Ég man ekki lengur hver varð kveikjan að því að ég var sendur í fyrsta sinn á fund Þjóðverjanna í Bólhelli enda skiptir það ekki öllu máli. Ævintýrið að hitta útlending- ana, útilegumennina, var mér efst í huga og er enn þá. Ég gætti þess vandlega að fara í öllu eftir settum reglum. Hverfa inn í gil eða laut í hraunið, langt frá hell- inum, rétt við gamla fjárhúsið. Læð- ast síðan eftir lægstu lautum uns að hellinum kæmi. Þessa skyldi gæta svo að einhver sem kynni að vera staddur á sjónarhóli langt frá eða ein- hvers staðar í nánd og reyndi að fylgj- ast með ferðum mínum gæti ekki rakið hvert ég færi. Þá mátti ekki gleyma kallmerkinu áður en að hell- inum kom svo að þeir héldu ekki að óvinur, sem þeir þyrftu að fela sig fyr- ir, væri á ferð. Ég man enn hve hjart- að barðist í brjósti mínu á þessari ferð, jafnvel svo að ég veitti því at- hygli og brá mjög. Þegar ég kom í lautina þar sem Bólhellirinn var sá ég strax að hlaðið hafði verið upp í dyrnar með mosa og steinum svo vel og vandlega að það hefði verið vandi að sjá hvar þær voru hefði ég ekki vitað betur. Þegar ég hafði gefið kallmerkið kom ungur maður í Ijós uppi á syll- unni hægra megin undir klettinum að baki hellisins. Þó að ég ætti von á þessu brá mér svo að ég tók ekkert eftir því hvað hann sagði. Þess í stað hljóp ég til hans og rétti honum það sem ég átti að færa þeim. Flýtti ég mér ef til vill til þess að þessi sýn hyrfi ekki skyndilega. Svo rétti ég fram höndina og heilsaði eins og best ég kunni. Hann tók þéttingsfast í höndina á mér, sagði eitthvað sem ég vitanlega skildi ekki og benti mér á að hoppa niður í hellinn. Þar gaf nú á að líta. Vatn sauð í potti á prímusi og hjá honum stóð unglings- drengur, ekki miklu stærri en ég. Enn hoppaði hjartað í mér. Ég gekk til hans og heilsaði honum. Mér fannst hann brosa svo fallega við mér þama í rökkr- inu í hellinum. Mér datt strax í hug að hann hefði glaðst við að sjá dreng á líku reki og hann var. Einhvem veg- inn situr það í mér að hann hafi verið á milli fimmtán og átján ára. Fullorðni maðurinn sneri sér nú að mér, benti á pottinn og mig og spurði: „Te?" Mér fannst hann að minnsta kosti segja þetta í spurnartóni. Ég hafði aldrei bragðað te áður og sagði: „Nei, takk." Samt hellti hann te í krús og rétti mér mjólk. Allt það sem hann sagði og gaf til kynna með látbragði sínu tókst mér að skilja. Þegar teið var komið í krúsina hvort sem var var eins gott að drekka það. Ég þáði mjólk út í það og sykur. Er við höfðum dmkkið teið í þögn fór að færast líf í piltinn. Hann benti nú á prímusinn og spurði að mér fannst: „Prímus?" Fljótlega skildist mér að að hann væri að segja mér nafnið á sínu eigin máli og endurtók það. Hann hristi höfuðið, tók um hönd mína og beindi henni að tækinu og varð eins og spurningarmerki í fram- an. En ég sagði bara - prímus. Ég á- lyktaði að hann vildi vita hvað þetta héti á mínu máli. Þar sem ég þekkti ekkert annað nafn á því gat ég ekkert annað sagt. Enn virtist hann í mikl- um vafa. Loks benti ég á stein, sem var þarna inni, og sagði: „Steinn." Nú skildi hann alveg hvað ég átti við, endurtók það sem ég sagði og benti svo sjálfur á steininn og sagði „stæn" að því er mér heyrðist. Þá var málakennslan hafin. Svona gekk þetta koll af kolli og ég komst fljótt að því að lítið var líkt með þýskunni og sænskunni sem ég hafði verið að læra. Æ S K A N 3 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.