Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1992, Page 9

Æskan - 01.07.1992, Page 9
reyndar ekki ókunnugur á staðnum. Ég hef keppt þar nokkrum sinnum í knattspyrnu og handbolta. Svo fór ég að hitta frænda minn. Hann er ell- efu ára. Við höfum oft hist þar og í Eyjum. Við fórum til baka með Akra- borginni. Við höfðum ætlað að fljúga til Eyja um kvöldið en komum of seint á flugvöllinn og urðum að gista aftur í Templarahöllinni. Það var ekk- ert verra! Við flugum morguninn eft- ir.“ - Eruð þið farin að undirbúa starf- ið í vetur? „Já, við máluðum Draumbæ, stúkuhúsið okkar, að utan um dag- inn. Hvítan. Svo tökum við hann bráðum í gegn að innan. - Já, Ingi- björg var með okkur. Hún stjórnar þessu eins og herforingi!" Barnastúkufélagar hlýða á ávarp stórgæslumanns unglingastarfs. Iónsmessumót barnastúkna var haldið í Galtalækjarskógi 27. júní sl. Eins og undanfarin ár kepptu flestir í Jónsmessuþríþraut - hlaupi, langstökki án atrennu og boltakasti - en aðrir könnuðu skóginn og leik- tækin. Að lokinni íþróttakeppni var sam- eiginleg grillveisla og nokkrir félag- ar úr barnastúkunum fluttu skemmti- atriði. Alls komu um 90 manns á mótið. Jónsmessumótið er orðinn árviss viðburður í barnastúkustarfinu og tilhlökkunarefni allan veturinn. TIL NOKKURS AÐ VINNA í þríþrautinni er keppt í sex flokk- um; þremur flokkum drengja og þremur stúlknaflokkum. Sigurveg- arar í hverri grein - í hverjum flokki - hljóta verðlaunapeninga og þeir sem hæstir eru að stigum fá verð- launagripi. (vorfengu allir þátttak- endur viðurkenningarskjöl að lok- inni keppni - eins og vera ber því að mestu skiptirað vera með og keppa drengilega. JÓNSMESSUMÓT BARNASTUKNAI Æ S K A N 9

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.