Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1992, Side 16

Æskan - 01.07.1992, Side 16
Sigurður með konu sinni, Debora Ann, og dótlur, Önnu Viktoríu. (Mynd: Hanna-DV) á því að halda áfram. Mérfinnst mér hafa gengið ágætlega og vildi vera áfram á styrkjum, annaðhvort hjá Afreksmannasjóði eða einhverju fyr- irtæki sem fengi þá auglýsingu frá mér. En maður fer ekki í íþróttir til að græða peninga. Þetta er aðallega draumur sem maður fórnar sér fyr- ir að rætist." ORIÐJI BESTI SPJÓTKASTARI HEIMS... - Árangur á stórmótum? „Ég var í sjötta sæti á heims- meistaramótinu í fyrra og í fimmta sæti á Ólympíuleikunum í ár. Árið 1989 var ég þriðji á stigamótum al- þjóða frjálsíþróttasambandsins og valinn í Evrópuúrvalið í heimsþikar- keppni. Það ár var ég valinn þriðji besti spjótkastari heims af tímarit- inu „Track and Field News“.“ - Hvernig var á Ólympíuleik- unum? „Mérfannst mjög gaman. Mótið var vel skipulagt. Á lokahátíðinni hlupu allir íþróttamennirnir inn á DRAUMUH SEM MJUHIR FÓRHIAB SÍR FYfílfí AD RÆTIST völlinn og dönsuðu saman. Á slík- um leikum getur fólk frá öllum lönd- um komið saman og glaðst yfir ein- hverju öðru en veigum. Þetta var sér- stök lífsreynsla. Þarna klöppuðu Serbar og Króatar hvor öðrum. Þegar fólki af ólíku þjóðerni er att saman út af trúarskoðunum og stjórnmálum þá er það góð hugsun hjá íþróttahreyfingunni að leiða þetta fólk saman og láta það taka þátt í keppni þar sem stjórnmál koma ekki við sögu. Til dæmis voru nokkrir Bandaríkjamenn og Rússar orðnir mestu mátar í Barselónu. Sumir hafa varla önnur tækifæri til að kynnast fólki frá öðrum löndum vegna stefnu valdamanna í heimalandi sínu. Ég tel að slíkir leikar séu nauðsynlegir sem stökkpallur fyrir þriðja heiminn. Þarna er hörð barátta í stutta stund á vellinum en svo takast menn í hendur að henni lokinni. Það eru ólíkir þjóðflokkar út um allan heim og þeir verða að fá að lifa sínu lífi eins og þeir vilja án afskipta ann- arra.“ - Hvað voru margir keppendur í spjótkastinu? „Við vorum 32. Tveir höfðu ekki kastað yfir lágmark. Mig minnir að annar þeirra væri Sádi-arabískur prins! Þótt þeir hafi ekki beinlínis unnið sér rétt til að keppa var samt gott fyrir framtíð þessara landa að senda fólk á leikana." -Kynntistu mörgum á leikunum? „Aðallega Spánverjunum sem voru að vinna í sjávarþorpinu þar sem við vorum. Á þeim mánuði, sem ég var þarna úti, kynntist ég líka dá- lítið milli eitt- og tvöhundruð manns. Það er ótrúlegur fjársjóður að fá tækifæri til að fara í slíka ferð og kynnast mörgu fólki af ólíku þjóð- erni. Mig rámar í eitt dæmi ...I í sjón- varpinu sá ég mann keppa í róðri. Þetta voru fimmtu Ólympíuleikarnir hans og hann hafði unnið þrjú gull og eitt silfur. Hann er fertugur. Jæja, daginn eftir komum við í þorpið þar sem leikarnir vour haldnir og fórum O AMAN AÐ KYK AST FÓLKIAF OLÍKU ÞJÓÐERNI í mötuneytið. Þá sest þessi Ástrali við sama borð! Ég gat þá ekki hald- ið aftur af mér og spurði hann hvort hann keppti í róðri. Við töluðum saman og kynntumst bara nokkuð veL Þetta er lítill heimur!" - Áttu þér eftirlætisíþrótta- mann? „Já, marga... alltof marga! Þeg- ar ég sé íþróttamann sem hefur góða líkamlega og andlega hæfileika til að ná langt þá hrífst ég. Það eru marg- ir íþróttamenn sem ég lít upp til. Sá síðasti er Jan Zelesny sem varð Ólympíumeistari núna í spjótkasti. Ég lít auðvitað mjög upp til hans því að hann er í minni grein og ég veit hvað þarf til að ná svo langt. Hann hefur ótrúlega mikla hæfileika og er mikill íþróttamaður." O FINGIN SKAPAR MEISTARANN - Hefurðu einhver ráð fyrir krakka sem stunda eða langar til að stunda íþróttir? „„Æfingin skapar meistarann" og „Góð íþrótt er gulli betri“. Ég vil segja krökkum að prófa margt, ekki ákveða sér bara eina íþróttagrein of snemma. Ég hef tekið eftir því að margir „bolta“strákar og -stelpur flaska á því að vera ekki meira í ein- staklingsíþróttum - með boltanum. Þá prófar maður sína eigin hæfileika betur. Ég vil ráðleggja ungu fólki að vera í sem flestum íþróttagreinum og læra sem flest þangað til það er orðið 17-18 ára og ákveða þá ein- hverja eina íþrótt til að reyna að ná langt í.“ - Ætlarðu að halda áfram í spjótkasti? „Já, ég býst við því. Ég er enn þá þokkalega heill, miðað við það að maður er venjulega með einhverja kvilla og meiðsli og þess háttar. Mér finnst mér hafa gengið þokkalega vel síðustu árin og finnst ég vera í sífelldri framför og eiga eftir að bæta mig heilmikið enn. En það er alltaf spurning um peninga, það að geta framleytt sér og sínum því að ég á konu og barn. Það verður eiginlega að koma í Ijós en ég er bjartsýnn á framtíðina." 16 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.