Æskan - 01.07.1992, Síða 29
YNGSTI STÓRMEISTARI
w w
KRAFTAVERKI LÍKAST
Hannes Hlífar Stefánsson,
tvítugur skákmaður, tryggði sér
þriðja og síðasta áfanga að stór-
meistaratitli á Ólympíuskákmótinu
í vor með glæsilegum árangri (-
þá 19 ára). Hann fékk sjö vinninga
í níu skákum. Hannes Hlífar á þó
eftir að safna fleiri skákstigum en
hann hefur nú (Elo-stigum - sem
talin eru eftir árangri á mótum). Ef-
laust nær hann því marki á næstu
mánuðum og verður þá yngsti stór-
meistari íslands í skák.
íslenska sveitin stóð sig með
miklum sóma og varð í 6. sæti á
Ólympíuskákmótinu.
(Myndin ertekin þegar fsienska
skáksveitin kom frá Filippseyjum.
Hannes er fremst til vinstri. Ljósm.:
Björn Blöndal)
Gail Devers, sigurvegari í 100
m spretthlaupi kvenna á Olympíu-
leikunum í sumar, hefur átt við al-
varleg veikindi að stríða. 1989 kom
í Ijós að illvígur skjaldkirtilssjúk-
dómur hrjáði hana. Hún var nfu
mánuði í geislameðferð. Eftir það
hóf hún að æfa aftur en fékk þá
sár á fætur, eftirstöðvar sjúkdóms-
ins. Við lá að taka þyrfti báða fæt-
ur af við hné.
Það var ekki fyrr en í apríl í fyrra
sem hún komst á ný út á hlaupa-
brautina. Þá um sumarið náði hún
þeim ótrúlega árangri að verða
önnur í 100 m grindahlaupi á
heimsmeistaramótinu. Sigurinn á
Ólympíuleikunum er kórónan á
glæsilegum ferli sem er kraftaverki
líkur.
UNDRABÖRN
Sextán ára stúlka frá Banda-
ríkjunum, Jennifer Capriati, varð
Ólympíumeistari í einliðaleik
kvenna í tennis. Hún stöðvaði sig-
FIMMTI í SPJÓTKASTI
DULMÁL
Einföld gerð dulmáls nefnist
stafrófsstökk. Einfaldast er að
„stökkva yfir einn staf“. Þá er til að
mynda skrifað b í stað a, g í stað f
- a í staðinn fyrir ö.
Getur þú lesið þetta:
Lösí mftboðí!
Leyniletrið má gera dálitlu flókn-
Sigurður Einarsson varð fimmti
í spjótkasti á Ólympíuleikunum í
Barselónu, kastaði 80.34 m. Það er
annar besti árangur íslendings í
frjálsfþróttakeppni leikanna - en Vil-
hjálmur Einarsson hlaut silfurverð-
ara með því að stökkva yfir fleiri
stafi. Nú færum við okkur fjóra stafi
fram:
Vrneóó þeúvy!
í þessum dæmum eru breiðu
sérhljóðarnir á, é, í, ó, ú og ý tekn-
ir með en erlendu stöfunum c, q
og w sleppt.
laun í þrístökki í Melborn 1956.
Hann stökk 16,26 og var það
Ólympíumet sem stóð í fáeinar
klukkustundir. Einar Vilhjálmsson
sonur hans náði 6. sæti í spjótkasti
á Ólympíuleikunum í Los Angeles
1984 en komst ekki í úrslit að þessu
sinni þó að litlu munaði. Hann varð
14. í forkeppninni, tólf komust áfram.
24. ágúst setti Einar glæsilegt
íslandsmet, kastaði 86,70m.
Vésteinn Hafsteinsson varð ell-
efti í kringluvarpi, Pétur Guðmunds-
son 14. Íkúluvarpi.-Aðsjálfsögðu
veistu að landslið okkar f handknatt-
leik varð í 4. sæti - og að það er
besti árangur hópíþróttamanna okk-
ar á Ólympíuleikum.
VÍSUNDAR SEM
BÚPENINGUR
í kúrekamyndum hefur þú ef-
laust séð amerísk sauðnaut, eða
buffla eins og þeir eru oft nefndir.
Vísundurinn er evrópsk tegund
uxa. Síðasti villti vísundurinn var
felldur 1921 en á landamærum
Póllands og Rússlands er flokk-
ur þessara dýra sem hafa verið
flutt þangað úr dýragörðum.
Nú er hægt að kaupa vísunda
úr mörgum dýragörðum. Sænsk-
ur bóndi, Pétur Leikner f Smiðsbæ
hefur keypt tólf slík dýr. Hann á
geysimikið landsvæði og hefur
vísundana þar ásamt krónhjört-
um, hreindýrum og lamadýrum.
Fullvaxinn vísundur vegur 800-
1000 kg.
í TENNIS
urgöngu þýsku stúlkunnar Steffi
Graf sem leikið hafði tíu leiki í röð
á Ólympíuleikum án þess að bíða
lægri hlut. Graf var einungis fimmt-
án ára þegar hún vann í
tenniskeppni á Ólympíuleikunum
fyrir átta árum - en tennis var þá
einungis sýningargrein.
RISAEÐLUR Á SUÐ-
URHEIMSKAUTINU
Vísindamenn í Vesturheimi
hafa fundið steingervinga og
bein úr risaeðlum f fjalllendi
við suðurpólinn. Leifarnar eru
taldar 200 milljón ára og vera
af jurtaætu - risaeðlu sem ver-
ið hefur sjö til tíu metra löng.
HEÐAN
OG
Æ S K A N 2 9