Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 36

Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 36
SKRÝTLUR Ef ég fæ nýja bók hætti ég ekki fyrr en ég hef lokið við hana ...! Úr Æskunni fyrir 40 árum ... Dagskrá á dýrasýningu: Klukkan tíu koma nautgrip- irnir. Klukkan ellefu koma sýning- argestirnir. Klukkan tólf verður sameig- inlegt borðhald. Hann Jónsi gamli skipstjóri er mesti lygalaupur. Eitt kvöld- ið sagði hann eftirfarandi sögu: „Það getur margt gerst þeg- ar menn þurfa að raka sig í flýti. Hollenskur vinur minn var að raka sig í mesta flaustri. Hann var dálítið skjálfhentur og allt í einu skar hann framan af nef- broddinum. Hann missti rak- hnífinn og þá fauk biti framan af stóru tánni. En hann tíndi bara saman bitana, skellti þeim á aftur og batt svo um. Eftir nokkra daga tók hann af sér umbúðirnar en sá þá sér til skelfingar að hann hafði af misgáningi látið nefið á stóru tána og stóru tána á nefbrodd- inn. Hvílík sjón! Hann varð að taka af sér skóinn þegar hann þurfti að snýta sér!“ Dómarinn: Var hinn ákærði vanur að tala við sjálfan sig þegar hann var einn? Vitnið: Það veit ég ekki! Dómarinn: Nú! Þú sagðir að þú hefðir þekkt hann betur en nokkur annar! Vitnið: Já - en ég var aldrei hjá honum þegar hann var al- einn ... Kalli: í gær sá ég mann sem vó sjö hundruð kíló! Palli: Ertu alveg ruglaður! Enginn er svo óskaplega þung- ur! Kalli: Það sagði ég ekki. Hann vó sjö hundruð kíló af hveiti! Pétur: Ég verð að biðja þig um lyf við svefnleysi. Læknir: Veistu um einhverja ástæðu þess að þér gengur illa að festa svefn? Pétur: Já, þær eru tvær. Læknir: Hverjar? Pétur: Tvíburarnir mínir... Kennarinn: Hve mörg rifbein eru í þér, Sigurður? Sigurður: Ég veit það ekki. Mig kitlar svo mikið að ég hef aldrei getað talið þau. Frænkan: Hvað er að þér, Bjössi? Bjössi: Mér finnst kakan vond. Frænkan: Vertu þá ekki að borða hana! Bjössi: En ég er búinn með hana ... Frá Guðlaugu Margréti: Björg: Pabbi, eru rollur heimskar? Pabbinn: Já, lambið mitt! í íbúð nokkurri við Strand- götu var svo mikill raki að dag einn fundust tvö hornsíli í músagildrunni... Eitt af skemmtiatriðunum var knattspyrnuleikur milli kven- félagsins og þúsundfætlanna. í hálfleik var staðan 7-0 kon- unum í vil. Það var ekki að furða því að þúsundfætlurnar voru enn að reima skóna sína Margir apar haga sér eins og menn en þó eru til heiðar- legar undantekningar... Tvö tígrisdýr gægjast milli runnanna á veiðimann sem er að drekka úr kókflösku. Allt í einu segir annað þeirra: „Við skulum leyfa honum að Ijúka úr flöskunni. Kjöt vætt í kók er Ijómandi gott!“ Tvær hænur voru að horfa á knattspyrnuleik. Þá sagði önn- ur þeirra: „Ægilega fara þeir illa með eggið!“ „Engin er rós án þyrna,“ sagði íkorninn sem hafði reynt að gera sér dælt við broddgölt- inn. Frá Rauðhettu: Læknir, læknir! Sonur minn hefur troðið sandi og sementi upp í sig! Gættu þess bara að hann komist ekki í vatn! Skotinn og kona hans gengu fram hjá matsölustað. Konan sagði eftirvæntingarfull: „Afskaplega er góð matar- lykt frá þessu veitingahúsi!" Þá sagði Skotinn: „Göngum þá til baka og aft- ur fram hjá því!“ - Hver hefur flutt allt þetta grjót hingað? - Það hefur skriðjökullinn gert. - Og hvað hefur orðið af honum? - Hann hefur víst farið til baka til að sækja meira! Einu sinni voru tveir Hafn- firðingar á gangi. Þá spurði annar þeirra: „Sérðu dauða fuglinn þarna?“ „Nei, hvar?“ spurði hinn og leit upp í loftið ... „Mamma! Vektu hana ömmu strax. Hún gleymdi að taka inn svefnlyfið sitt!“ Kennarinn: „Nú ætla ég að fá hverju ykkar þrjártölur. Ein merkir líf- ið, önnur frelsið og sú þriðja leiðina til farsældar. Þegar þið komið á morgun eigið þið að afhenda mér tölurnar aftur og segja mér hvað hver þeirra táknar." Daginn eftir gekk Jói litli til kennarans og sagði: „Hér er lífið og hér er frels- ið en leiðina til farsældar festi mamma í buxurnar mínar í gærkvöldi." Kennarinn hafði verið að segja börnunum frá sólkerfinu. Að því loknu áttu þau að skrifa bréf til móður sinar. Ein telpan byrjaði þannig: „Elsku mamma! Þú ert besta mamman í öllu sólkerf- inu!“ 4 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.