Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 36
SKRÝTLUR
Ef ég fæ nýja bók hætti ég ekki fyrr en ég hef lokið við hana ...!
Úr Æskunni fyrir
40 árum ...
Dagskrá á dýrasýningu:
Klukkan tíu koma nautgrip-
irnir.
Klukkan ellefu koma sýning-
argestirnir.
Klukkan tólf verður sameig-
inlegt borðhald.
Hann Jónsi gamli skipstjóri
er mesti lygalaupur. Eitt kvöld-
ið sagði hann eftirfarandi sögu:
„Það getur margt gerst þeg-
ar menn þurfa að raka sig í flýti.
Hollenskur vinur minn var að
raka sig í mesta flaustri. Hann
var dálítið skjálfhentur og allt í
einu skar hann framan af nef-
broddinum. Hann missti rak-
hnífinn og þá fauk biti framan
af stóru tánni. En hann tíndi
bara saman bitana, skellti þeim
á aftur og batt svo um.
Eftir nokkra daga tók hann
af sér umbúðirnar en sá þá sér
til skelfingar að hann hafði af
misgáningi látið nefið á stóru
tána og stóru tána á nefbrodd-
inn. Hvílík sjón! Hann varð að
taka af sér skóinn þegar hann
þurfti að snýta sér!“
Dómarinn: Var hinn ákærði
vanur að tala við sjálfan sig
þegar hann var einn?
Vitnið: Það veit ég ekki!
Dómarinn: Nú! Þú sagðir að
þú hefðir þekkt hann betur en
nokkur annar!
Vitnið: Já - en ég var aldrei
hjá honum þegar hann var al-
einn ...
Kalli: í gær sá ég mann sem
vó sjö hundruð kíló!
Palli: Ertu alveg ruglaður!
Enginn er svo óskaplega þung-
ur!
Kalli: Það sagði ég ekki.
Hann vó sjö hundruð kíló af
hveiti!
Pétur: Ég verð að biðja þig
um lyf við svefnleysi.
Læknir: Veistu um einhverja
ástæðu þess að þér gengur illa
að festa svefn?
Pétur: Já, þær eru tvær.
Læknir: Hverjar?
Pétur: Tvíburarnir mínir...
Kennarinn: Hve mörg rifbein
eru í þér, Sigurður?
Sigurður: Ég veit það ekki.
Mig kitlar svo mikið að ég hef
aldrei getað talið þau.
Frænkan: Hvað er að þér,
Bjössi?
Bjössi: Mér finnst kakan
vond.
Frænkan: Vertu þá ekki að
borða hana!
Bjössi: En ég er búinn með
hana ...
Frá Guðlaugu Margréti:
Björg: Pabbi, eru rollur
heimskar?
Pabbinn: Já, lambið mitt!
í íbúð nokkurri við Strand-
götu var svo mikill raki að dag
einn fundust tvö hornsíli í
músagildrunni...
Eitt af skemmtiatriðunum
var knattspyrnuleikur milli kven-
félagsins og þúsundfætlanna.
í hálfleik var staðan 7-0 kon-
unum í vil. Það var ekki að
furða því að þúsundfætlurnar
voru enn að reima skóna sína
Margir apar haga sér eins
og menn en þó eru til heiðar-
legar undantekningar...
Tvö tígrisdýr gægjast milli
runnanna á veiðimann sem er
að drekka úr kókflösku. Allt í
einu segir annað þeirra:
„Við skulum leyfa honum að
Ijúka úr flöskunni. Kjöt vætt í
kók er Ijómandi gott!“
Tvær hænur voru að horfa á
knattspyrnuleik. Þá sagði önn-
ur þeirra:
„Ægilega fara þeir illa með
eggið!“
„Engin er rós án þyrna,“
sagði íkorninn sem hafði reynt
að gera sér dælt við broddgölt-
inn.
Frá Rauðhettu:
Læknir, læknir! Sonur minn
hefur troðið sandi og sementi
upp í sig!
Gættu þess bara að hann
komist ekki í vatn!
Skotinn og kona hans
gengu fram hjá matsölustað.
Konan sagði eftirvæntingarfull:
„Afskaplega er góð matar-
lykt frá þessu veitingahúsi!"
Þá sagði Skotinn:
„Göngum þá til baka og aft-
ur fram hjá því!“
- Hver hefur flutt allt þetta
grjót hingað?
- Það hefur skriðjökullinn
gert.
- Og hvað hefur orðið af
honum?
- Hann hefur víst farið til
baka til að sækja meira!
Einu sinni voru tveir Hafn-
firðingar á gangi. Þá spurði
annar þeirra:
„Sérðu dauða fuglinn
þarna?“
„Nei, hvar?“ spurði hinn og
leit upp í loftið ...
„Mamma! Vektu hana
ömmu strax. Hún gleymdi að
taka inn svefnlyfið sitt!“
Kennarinn:
„Nú ætla ég að fá hverju
ykkar þrjártölur. Ein merkir líf-
ið, önnur frelsið og sú þriðja
leiðina til farsældar. Þegar þið
komið á morgun eigið þið að
afhenda mér tölurnar aftur og
segja mér hvað hver þeirra
táknar."
Daginn eftir gekk Jói litli til
kennarans og sagði:
„Hér er lífið og hér er frels-
ið en leiðina til farsældar festi
mamma í buxurnar mínar í
gærkvöldi."
Kennarinn hafði verið að
segja börnunum frá sólkerfinu.
Að því loknu áttu þau að skrifa
bréf til móður sinar. Ein telpan
byrjaði þannig:
„Elsku mamma! Þú ert
besta mamman í öllu sólkerf-
inu!“
4 0 Æ S K A N