Æskan - 01.07.1992, Side 44
INNILOKAÐIR
t Tiuiðitöt au^al)ú^i
eftir Ara Pálmar
Framhaldssagan, sem
hlaut aukaverðlaun í
smásagnakeppninni
1991, fjallar um vinina fens
og Kára og leit þeirra að fóð-
ur Jens.
Þeir fara í draugahúsið og
koma þar að lokuðum dyr-
um. Kári tekur í sveif sem
virðist ryðguð fóst en lcetur
loks undan og hurðin opn-
ast...
2. íiRflí
^óiavímmnv úl
étefrni
Strákarnir urðu alveg agn-
dofa þegar þeir sáu hvað var
þarna inni. En þar var þá risa-
stórt herbergi fullt af alls kyns
beinagrindum, vampírum,
vofum og fleiri ógnvekjandi
verum. Þar var meira að segja
brunnur hryllingsins sem var
endalaus og sagði draugasög-
ur á miðnætti.
Til allrar hamingju var allt
dautt þarna inni svo að ekki
þurftu drengirnir að óttast að
ráðist yrði á þá.
Allt í einu sló klukkan tólf.
Drengirnir földu sig í flýti. Allt
hið dauða fór að lifna við og
brunnur hryllingsins fór að
segja draugasögur. Hann
sagði meðal annars:
„Einu sinni fyrir mörgum
árum voru tveir ungir dreng-
ir hér á ferð. Þeir voru í leit að
föður annars þeirra en hann
hafði villst hér inni nokkrum
árum áður. Vampírur höfðu
lagt þau álög á föður drengs-
ins að þeir feðgar dæju báðir
ef sonurinn fyndi ekki föður
sinn fyrir aldamótin 1800.
Sonurinn fann föður sinn ekki
í tæka tíð og þeir dóu báðir.
Hinum drengnum tókst
naumlega að sleppa út. Hann
varð aldrei samur eftir það.
Eitthvað svipað mun gerast
einhvern tíma aftur."
Brunnurinn sagði líka sögu
sem hljóðaði á þessa leið:
„Fyrir nokkrum árum var
hér á ferðinni maður að nafni
Sveinn jóhannesson. Hann
var hér þegar klukkan sló tólf.
Tólf draugaleg slög. Allt hið
dauða iifnaði við. Hann
reyndi að flýja en vampírurn-
ar náðu honum. Þær sugu úr
honum mikið blóð. Þegar þær
höfðu næstum gert út af við
hann sló klukkan sex að
morgni. Sveinn hljóp að
næstu dyrum. Þær lágu að
völundarhúsinu. Vampírurn-
ar lögðu þau álög á hann að
hann færist ef Jens sonur hans
fyndi hann ekki fýrir aldamót-
in 2000 - og Jens einnig.
Einhvern tíma mun Jens
koma að leita föður síns, hvort
sem hann finnur hann eða
ekki."
Brunnurinn sagði margar
aðrar sögur af fólki sem hafði
villst eða dáið þarna inni og
var eitt síns liðs á rápi í völ-
undarhúsinu, Vofutúni, Vam-
pírugarði og á mörgum öðr-
um stöðum. Verst var þó kom-
ið fyrir þeim sem lent höfðu í
Afturgöngustorminum sem
var afar sterkur hvirfilbylur.
Það eina sem hægt var að
nota gegn honum var kross
eða eitthvað sem minnti á
Krist eða Guð.
Afturgöngustormurinn var
kallaður þessu nafni vegna
þess að afturgöngur fylgdu
honum ávallt.
Allt í einu hnerraði Jens.
Vampírurnar litu við. Ein
þeirra tók eftir strákunum og
4 8 Æ S K A N