Æskan - 01.07.1992, Qupperneq 47
EKKERT LÍF ÁN SÚREFNIS
f andrúmslofti er 21% súrefni, afar mikilvæg
lofttegund fyrir allar lífverur.
Við drögum súrefnið inn í lungun og blóðið
ber það til allra hluta líkamans. Án súrefnis deyj-
um við innan fárra mínútna.
Uppi á háum fjallstindum er oft erfitt að anda
vegna súrefnisskorts. Það þarf líka súrefni í all-
an bruna: Opinn eld, brennslu í bílvélum, gasloga
o.fl.
Jurtirnar framleiða nýtt súrefni í stað þess
sem við neytum. Það er ein ástæðan fyrir því
að gróðurinn skiptir miklu máli.
TILRAUN SEM SÝNIR AÐ ÞAÐ ER SÚREFNI
ÍLOFTINU
Helltu vatni í krukku. Settu logandi kerti ofan
í krukkuna eða láttu það fljóta á vatninu. Hvolfdu
annarri krukku yfir kertið. Láttu krukkuna opn-
ast niður í vatnið.
Tvennt gerist:
1. Ljósið slokknar.
2. Vatnsborðið í víðu krukkunni lækkar en
hækkar í krukkunni sem er á hvolfi.
Hvað sýnir þetta tvennt?
HEÍLÁHÚFI!
í tilefni 95 ára afmælis Æskunnar birtast í blaðinu fræðsluþættir sem
minna okkur á hve miklu við getum ráðið sjálf um heill okkar og heilbrigði
með því að gæta okkar vel og velja rétt. Þessi getraun tengist þeim þátt-
um.
AÐALVERÐLAUNIN
að þessu sinni eru vöruúttekt að upphæð 18.000 kr. í sportvöruversl-
uninni Kringlusporti, Kringlunni 6 í Reykjavík. Þrenn aukaverðlaun eru
skemmtilegar brúðutöskur frá Títan hf., Lágmúla 7 í Reykjavík, en það
fyrirtæki þekkja margir sem umboðsaðilja tjaldvagna. Töskurnar henta vel
fyrir íþróttafatnað.
FIMMTIHLUTI . .
GETRAUNARINNAR HEIL A HUFI!
1. Hvað segir Anna að lokum um skyldu barnfóstru?
2. Hve margir krakkar hafa sótt barnagæslunámskeið
Rauða krossins á ári og fengið skírteini til vitnis um það?
3. Hvað segir í lið 2-e) í bæklingnum Barnagæsla er ábyrgðarstarf?
Svör skal senda til Æskunnar, pósthólf 523,121 Reykjavík - merkt
Heil á húfi - fyrir 30. september nk.
VERÐLAUNAHAFAR í ÞRIÐJA HLUTA
Aðalverðlaunin, þriggja daga námskeið í Skíðaskólanum í Kerling-
arfjöllum, hlaut Jón Fannar Guðmundsson, Staðarhrauni 20, Grinda-
vík.
Tvenn aukaverðlaun, íþróttagalla frá Hummelbúðinni, fengu Margrét
Hrund Kristjánsdóttir, Brúnum, Eyjafjarðarsveit, og Sandra Jónsdóttir,
Marbakka 9, Neskaupstað.
Æ S K A N S 7