Æskan - 01.07.1992, Page 54
SKOT OG ÓTTI VIÐ
RUSLAFÖTUNA
Kæri Æskuvandi!
Ég veit ekki af hverju
ég er að skrifa þér - ef
þú ætlar að henda þessu
bréfi eins og öllum hinum
sem ég hef skrifað!
En best er að koma
sér að efninu:
Ég er mjög hrifin af
strák sem er dálitlu eldri
en ég. Hann er mjög sæt-
ur og skemmtilegur en ég
veit bara ekki hvort hann
er hrifinn af mér. Hann
brosir þó til mín. Einu
sinni var ég niðri í bæ og
allt í einu ekur hann fram
hjá mér og flautar á mig.
Hann var í bíl með full-
orðnum manni.
Vertu svo góð að svara
mér!
Þökk fyrir gott blað!
Ég.
Svar:
Þættinum berast miklu
fleiri bréf en unnt er að
svara. Það er alltaf leitt að
heyra frá þeim sem hafa ekki
fengið svör. Ef til vill er svar-
ið þó ekki það mikilvægasta
heldur að þeir sem áhyggj-
ur hafa letri þær á blað!
Margir átta sig á tilfinning-
um sínum við það. Allir geta
líka lært af því að lesa bréf
frá öðrum og svör sem þeim
eru gefin - og bera það sam-
an við áhyggjuefni sín. Ég
vona að þið sem skrifið
hjálpið þannig í raun hvert
öðru.
Erfitt er að geta sér til um
tilfinningar stráksins af því
litla sem þú lýsir. Þú verður
að vera þolinmóð og reyna
að kynnast honum. Það er
nánast eina leiðin til að koma
málum á hreint. Þá getur þú
metið hvernig hann bregst
við. Eitt veistu þó: Hann tek-
ur eftir þér á götu og lætur
þig vita að hann er líka á
ferðinni...!
LÉTT EN ÁHYGGJUFULL
Kæri Æskuvandi!
Ég verð að fá hjálp. Ég á í
verulegum vandræðum - eða
það þykir mér. Mér finnst ég
vera of létt miðað við aldur. Ég
er 13 ára - 35-36 kg. Þó að ég
borði eins og ég get troðið f
mig brenni ég eiginlega öllu.
Hvað á ég að gera?
Svo er annað. Það eru mik-
il vandræði í fjölskyldunni. Það
liggur við að fólk hati hvert ann-
að vegna svika í peningamál-
um. Ég vona að ég fái svar
sem fyrst því að mig bráðvant-
ar það.
Dani.
Svar:
Þyngd er mjög afstætt
hugtak og miðast sjaldnast
eingöngu við aldur. Þar
skipta aðrir þættir máli, t.a.m.
hæð. Þú getur ekkert um
hana.
Líklega er best fyrir þig að
tala við hjúkrunarfræðing í
skólanum þínum eða á
heilsugæslustöðinni. Þar
getur þú fengið raunhæft
mat á þyngd þinni.
Ég er ekki viss um að ég
átti mig alveg á fjölskyldu-
málinu sem þú nefnir
(Spurningin birtist hér stytt).
En það er mjög skiljanlegt
að þú hafir miklar áhyggjur
af því og takir það nærri þér.
Það er ekki margt sem
börn geta gert í málum sem
þessu. Hjálparleysi þeirra og
vanmáttur geta komið fram
í líkamlegri vanlíðan. Reyndu
samt að bægja áhyggjunum
frá þér. Haltu áfram að skrifa
hugsanir þínar á blað og
losa þig þannig undan því
sem þjakar þig.
Þegar þú leitar aðstoðar
varðandi þyngdina skaltu
nota tækifærið til að tala líka
um áhyggjur þínar af málefn-
um fjölskyldunnar.
ÉG OG Ö - Ö
Kæra Nanna Kolbrún!
Ég skrifa þér vegna algengs
vandamáls en bið þig innilega
að birta bréfið því að mig vant-
ar svar.
Ég er hrifinn af stelpu sem
er nýkomin í bekkinn. Köllum
hana Ö. Hún er afskaplega
sæt og margir eru hrifnir af
henni en ég er að farast úr ást.
Þeir strákar sem tala mest við
hana og vinkonur hennar segja
að henni finnist ég sætur.
En hér kemur annar strákur
við sögu. Köllum hann Ö.
Strákarnir segja stundum, þó
ekki oft, að hún sé skotin í hon-
um.
Ég spila á hljóðfæri og þyki
nokkuð leikinn. Hinirstrákarn-
ir eru í knattspyrnu og fá mikia
athygli þess vegna. Það sem
mig langar til að vita er þetta:
Er Ö hrifin af mér eða Ö? Og
hvernig næ ég athygli hennar?
(Ég þyki fyndinn en það er ekki
nóg).
Roy Rogers.
Svar:
Það getur stundum valdið
mikilli streitu að vera skot-
inn í stelpu sem er eftirsótt.
Þá eru margir um hituna og
allir leggja sig fram um að
ganga í augun á henni.
Það sem yfirleitt gengur
best í samskiptum við hitt
kynið er að hafa gott sjálfs-
traust og geta miðlað því til
annarra. Þú veist greinilega
vel afýmsum kostum þínum
og virðist vera nokkuð á-
nægður með þig. Þetta er
það sem máli skiptir. Hins
vegar dregur úr sjálfs-
traustinu að beina athyglinni
of mikið að því sem er „ekki
nóg“ - þó að heilbrigð sjálfs-
gagnrýni sé góð.
Reyndu að kynnast stelp-
S 8 Æ S K A N