Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 5
Sá sem hlýtur aðalvinninginn í á-
skrifendagetrauninni má velja á milli
ferða með Flugleiðum til Danmerkur,
Færeyja, Noregs eða Svíþjóðar!
Á Norðurlöndum er margt að sjá og
ýmislegt í boði til skemmtunar og
fróðleiks fyrir fjölskylduna. Það er alltaf
ánægjulegt að ferðast um lönd frænd-
þjóða okkar. Ýmsir eiga þar líka ætt-
ingja eða vini við nám eða störf.
Dýragarðar, skemmtigarðar og söfn
af ýmsu tagi toga til sín ferðamenn.
Tívolíið í Kaupmannahöfn er víðfræg-
ast en margir aðrir skemmtistaðir laða
og lokka og eiga einnig sinn Ijóma.
Leikjatölvan „Sega Mega Drive“ frá
Japís hf. (Brautarholti 2 og Kringlunni)
er firnagóð! Hún er með stórkostlega
16-bita myndupplausn og víðóma
hljóm. Tölvuleikirnir eru margir í þrí-
vídd og ekki er að heyra að um tölvu-
tónlist sé að ræða. í 16-bita vél veröa
hreyfingar persónanna mýkri en í 8-
bita tæki. Unnt er að sýna svipbrigði
og láta augu hreyfast.
í vor er væntanlegt hingað til lands
geisladisksdrif fyrir tölvuna („Mega
CD“). Þá verður unnt að setja í hana
geisladiskaleiki - og leika af henni tón-
list. Aðrar nýjungar eru komnar fram
erlendis og verða sennilega í boði hér
á þessu ári.
Aðalsöguhetjur „Sega“ eru „Sonic“
og Skotti (refur með tvö skott). Það
eru mjög skemmtilegar og kímnar per-
sónur sem lenda í ótal ævintýrum og
kljást við ýmsar þrautir og óvættir.
RUSSELL ATHLETIC-íþróttaföt eru
falleg, vönduö og vinsæl. Það segir
sína sögu að Magnús Scheving
þolfimimeistari kýs að nota þá tegund.
Bolir, peysur og buxur fást í ýmsum
gerðum og litum, úr bæði léttri og
þykkri bómull.
Þessi úrvals fatnaður hefur verið
framleiddur í hartnær heila öld jafnt
fyrir almenning sem fremstu íþróttalið í
Bandaríkjunum.
Hreysti hf., Skeifunni 19 í Reykjavík,
hefur umboð fyrir vöruna.
Magnús Scheving þolfimimeistari notar Russell Athletic
„Sega Mega Drive“ leikjatölva tengd við „Sega Mega“ geislaspilara.
Æ S K A N S