Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 16
ALLI NALLI
SÍÐRÍKUR PÁLL
eftir Særúnu Ósk Gunnarsdóttur.
„Amma, hvenær koma pabbi
og mamma?" kallaði Pétur. Hann
og systir hans lágu næstum því
úti í glugga með nefið klesst við
rúðuna.
„Þau koma eftir svona þrjá
klukkutíma," svaraði amma. „Leið-
ist ykkur?"
„Nei, nei," svaraði Pétur.
„Amma, hvar er sjónvarpið
þitt?" spurði Kristín.
„Sjónvarpið mitt er hjá Jóhanni
frænda ykkar."
„Af hverju er sjónvarpið þitt
þar?" spurði Pétur.
„Nú, hans tæki var bilað og ég
lánaði honum mitt á meðan hans
er í viðgerð."
„Amma, leiðist þér ekki þegar
þú hefur ekkert sjónvarp? Ekki
gæti ég verið án sjónvarps,"
sagði Kristín.
„Ekki það, Kristín mín. Hvað
horfir þú á í sjónvarpinu?"
„Ég horfi á barnaefnið á laug-
ardögum og sunnudögum, svo
horfi ég á Stundina okkar. Mér
finnst hún ofsalega skemmtileg."
„Stundin okkar, iss, hún er svo
barnaleg. Bara fyrir smábörn,"
sagði Pétur rogginn með sig
enda átta ára, bráðum níu eins
og hann sagði þó að það væri
reyndar ekki fyrr en eftir fjóra
mánuði.
„Ég er ekkert smábarn."
Rödd Kristínar var byrjuð að
hækka. „Ég er fimm ára og ekkert
smábarn."
„Iss, fimm ára. Þú ert ekki einu
sinni byrjuð í skóla, kannt ekki
stafina. Iss, þú ertsmábarn."
Kristín ætlaði að rjúka í bróður
sinn en amma stöðvaði hana.
„Svona, svona, þið þurfið nú
ekki að rífast, þaðan af síður að
fljúgast á. Komið þið! Við skulum
athuga hvor ég á ekki einhverja
köku og kex."
Þau voru ekki orðin alveg sátt
en fóru með ömmu fram í eld-
hús. Hún gaf þeim brúnköku og
súkkulaðikex. Þau fengu heitt
kakó að drekka. Amma fékk sér
kaffi og kandís.
„Amma, er kandís góður?"
spurði Kristín.
Hún vonaðist eftir því að
amma gæfi sér mola.
„Já, rýjan mín, kandís er góður.
Þó hugsa ég að hann sé ekki
mjög hollur fyrir tennurnar."
Kristín horfbi á ömmu sína og
svo á kandísmolana. Amma sá
hvab stelpan vildi og bauö henni
og Pétri mola. Þau fengu sér tvo
mola.
„Vib skulum gæta þess ab skilja
eftir mola handa pabba ykkar.
Honum þykir svo góbur kandís,"
sagði amma.
Þegar þau voru búin að drekka
og hjálpa ömmu að ganga frá
fóru þau aftur inn í stofu.
„Amma, hvab er klukkan
núna?"
Pétur var að horfa út um glugg-
ann.
„Pétur minn, leiðist þér svona?
Klukkan er hálf þrjú. Þau koma
um fimm leytiö."
Pétur fór frá glugganum og
gekk ab bókahillunni. Hann stóð
þar og las bókatitlana.
„Amma, áttu enga bók um
Tinna?"
„Hver er Tinni?" spurbi amma.
„Æi, hann er í sjónvarpinu, of-
bobslega spennandi teikni-
mynd."
„Nei, rýjan mín, ég á enga bók
um Tinna. Þetta eru allt bækur
sem hann afi þinn átti."
„Las afi svona mikið?" spurbi
Kristín. Aðdáunin skein úr augum
hennar. Hana langaði svo að læra