Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 41

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 41
Pabbi: Hvernig fellur þér við nýja kennarann? Árni: Hann er afskaplega strangur. Pabbi: En veistu hvernig honum líkar við þig? Árni: Já, hann sagði að annar eins drengur og ég væri ekki á hverju strái. Pabbi: Já, það var ágætt. Sagði hann meira? Árni: Sem betur fer - bætti hann við. ♦> Það er fyrsti dagur í skól- anum eftir áramótin. Kenn- arinn ávarpar börnin hátíð- lega: „Gleðilegt nýár, börnin góð! Ég vona að þið verðið miklu duglegri og miklu sið- samari á þessu nýbyrjaða ári en þið voruð á hinu liðna.“ „Þökk, sömuleiðis, þökk, sömuleiðis!" svöruðu börnin ósköp kurteis. *> Dómarinn: Nú, hvað fór ykkur á milli, yður og á- kærða, í þessu máli? Kærandi: Þrír diskar, súpuskál, tvær kartöflur og ein gulrót. *> Pabbi (önugur): Ég er ekki ánægður með þennan vitn- isburð sem þú kemur með úr skólanum. Kári: Nei, það hélt ég líka og sagöi kennaranum það en hann varð bara vondur og vildi ekki laga hann. Amma: Hvernig gekk honum Gísla litla í sögupróf- inu? Mamma: Æ, hálfilla, en það var ekki honum að kenna, strákanganum. Kennarinn var alltaf að spyrja um það sem gerðist löngu áður en hann fæddist. *> Addi: Ég orgaði ekki hjá tannlækninum, pabbi! Pabbi: Það var gott hjá þér, vinur minn! Hérna færðu hundrað krónur fyrir að vera svona duglegur. En var það ekki sárt? Addi: Nei, nei, læknirinn var ekki heima. *> Ókunnur maður stendur lengi við dyr og ber. Loks snýr hann sér að smástrák og segir: „Þú sagðir að pabbi þinn væri heima en það gegnir enginn hér.“ „Pabbi er heima en við eigum ekki heima í þessu húsi,“ svaraði strákur. *> Maður nokkur kom inn í fiskbúð og ætlaði að fá sér í soðið. Honum sýndist fisk- arnir ekki vera nýir, laut nið- - Veistu af hverju Hafnfirð- ingar hafa alltaf með sér bílhurð þegar þeir ferðast um eyði- mörkina? - Til að geta skrúfað rúðuna niður þegar þeim verður of heitt. ur og ætlaði að þefa af þeim. Fisksalinn varð hræddur um að rækileg at- hugun kæmi sér illa og sagði byrstur: „Leyfirðu þér að þefa af fiskinum mínum?“ „Ég var ekki að þefa af honum. Ég var að tala vjð hann,“ svaraði maðurinn. „Um hvað varstu að tala við hann?“ „Ég var að spyrja hvað væri að frétta úr sjónum." „Og hvað sagði hann?“ „Hann sagðist ekki kunna neinar nýjar fréttir því að það væru þrjár vikur síðan hann fór úr sjónurn." Tveir drengir áttu í erjum og flugust á eins og hanar. Gamall maður kom þar að og ávarpaði þá: „Skammist þið ykkar, strákar, að fljúgast svona á. Hafið þið ekki heyrt að mað- ur á að elska óvini sína?“ „Jú,” svaraði annar þeirra, „en við erum ekki ó- vinir, við erum bara bræður." *> Gömul kona spurði Tóta litla hve mörg þau væru systkinin. „Við erum tíu, strákarnir, og eigum eina systur hver.“ „Ja, hérna, eruð þið þá tuttugu?" „Ónei,“ svaraði Tóti og brosti. “Við eigum allir eina og sömu systurina." *> Svör á prófum: Indíánar eru vanir að ferð- ast í barkarbátum um fljót sem þeir búa til sjálfir... Filippus postuli fann Fil- ippseyjar og íbúarnir þar eru kallaðir Filistear... Fólkið, sem bjó í Egypta- landi í fornöld, er kallað múmíur... Besta ráðið til þess að mjólk súrni ekki er að geyma hana í kúnni... Á landamærum Frakk- lands og Spánar er fjallgarð- ur mikill sem heitir pýramíd- ar... Kettirnir eru ferfætlingar og venjulega eru fæturnir hver í sínu horni líkamans... Einu sinni var meydrottn- ing í Englandi og hét Elísa- bet. Henni þótti svo vænt um fötin sín að hún sást aldrei öðruvísi en í þeim. Hún var rauðhærð og freknótt og falleg og vitur... Maginn í flestum dýrum er skammt sunnan við rifin... Vinstra lungað í mannin- um er dálitlu minna en það hægra af því að sálin er hjá því... Maðurinn er eina dýrið á jörðinni sem kann að kveikja Ijós og ekkert annað dýr kann heldur að snýta sér... Naut er kýr sem ekki get- ur eignast kálf... Hænur eru fallegir fuglar. Þær eru búnar þannig til að aðrar hænur liggja á eggjum og unga þeim út... Og sá boðskapur kom til Abrahams að hann myndi ala son en Sara sat á bak við hurðina og skellihló þeg- ar hún heyrði það... Öll dýr eru ófullkomin nema maðurinn. Hann einn er fullkomin skepna... Æ S K A N 4 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.