Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 22
PÚSTUR
- pósthólf 523,
121 Reykjavík
SJÓNVARPS-
ÞÆTTIROC
FLEIRA
Kæri Æskupóstur!
Ég þakka gott blað. Ég
hef verið áskrifandi að Æsk-
unni í rúmlega sex ár og mér
finnst alltaf mjög gaman að
lesa hana. Ég er með nokkr-
ar spurningar og óskir sem
ég vildi gjarnan fá svör við.
1. Gætuð þið birt fróð-
leiksmola um leikarana í
myndaflokknum Væntingar
og vonbrigði („Catwalk")
sem Sjónvarpið sýnir á laug-
ardögum?
2. Er til geisladiskur með
lögunum sem flutt eru í þátt-
unum?
3. Hvenær byrja Strand-
verðir og Eliottsystur aftur í
Sjónvarpinu og Stöð 2?
4. Af hverju voru ekki sín
verðlaunin fyrir hvort, Ijóð og
sögu í verðlaunasamkeppn-
inni?
5. Gætuð þið haft þraut-
irnar fjölbreytilegri, ekki alltaf
af sömu gerð? Ég nenni
varla lengur að leysa þær af
því að ég er orðin svo leið á
þeim.
Að lokum vil ég segja að
mér finnst teiknimyndasag-
an um Evu og Adam mjög
svör í getraun (- sjá úrslit
á bls. 12).
5. Þrautirnar eru nú að
nokkru með nýju sniði. Ef
til vill aukum við fjöl-
breytnina enn i næsta
tölublaði.
Lousie Lombard sem Evangeiine Eliot Ljósmynd: Chris Capstick
skemmtileg. Hún er mun
raunverulegri en aðrar sög-
ur. Ég hlakka til að lesa um
þau í næsta blaði - og
kannski leysi ég þrautirnar
iíka.
Spurningaflóðið.
Svör:
1. Þátturinn verður
væntanlega aftur á dag-
skrá i vor. Sjónvarpið
sendi okkur ágætar
myndir en á ekki upplýs-
ingar um leikarana.
Kannski verður bætt úr
þvi fyrir vorið.
2. Sölumenn Spors hf.
og Skífunnar hf. könnuð-
ust ekki við að hann væri
til hér á landi.
3. Verðirnir eru farnir
að stjákla um ströndina
aftur. Við segjum frá
nokkrum leikaranna á
bls. 35. Eliottsystur birt-
ast ekki á skjánum fyrr
en i haust.
4. Verðlaun voru fyrir
hvort tveggja. Tíu höf-
undar Ijóða og tíu smá-
sagnahöfundar fengu
myndarlega lukkupakka.
En aðalverðlaunin voru
reyndar ein í þessum
hluta samkeppninnar.
Þau hlaut sá sem talinn
var hafa samið besta
efnið. Önnur aðalverð-
laun voru veitt fyrir rétt
NÁCRANNAR
OCANNAÐ
Kæri Æskupóstur!
Við þökkum fyrir frábært
blað! Viltu birta eitthvað
með Nágrönnum og Vinum
og vandamönnum? Viltu
líka hafa fleiri veggmyndir í
hverju blaði? Hafðu þátt
um draumaprinsa og -
prinsessur! Þú mátt líka at-
huga að birta veggmyndir í
stærðinni A-4.
D og B.
Svar:
Upplýsingar um
leikarana i Nágrönnum
var ekki að fá hjá Stöð 2.
Vinir og vandamenn hafa
verið kynntir nokkrum
sinnum (sjá 8. tbl. bls.
25). Við höfum annað
veifið birt veggmyndir
eins og þið biðjið um og
munum gera það áfram.
En ekki er að búast við
að þáttur um drauma-
prinsa og -prinsessur
hefji göngu sína að nýju.
LEIKARINN ....
Elsku, besta Æska!
Ég vil byrja á því að
þakka fyrir f.r.á.b.æ.r.t.
blað! Ég vil líka segja að ég
er ánægð með „þig“ eins
og þú ert! Mig langar til að
biðja þig um dálítinn greiða.
Gætir þú sagt mér eitthvað
um Bruce Willis? Gætirðu
kannski líka birt mynd af
honum. Ekkert endilega
stóra, bara þannig að hann
sjáist! Og í lokin: Er starf-
andi aðdáendaklúbbur
hans?
XX.
Svar: Bruce kom fyrst
fram á sjónarsviðið í
sjón varpsþáttun um
Mánaskin, „Moonlight-
ning“, sem nutu mikilla
vinsælda. Yfirbragð hans
sem hins kærulausa,
fyndna en trausta spæj-
ara aflaði honum gifur-
legrar hylli. Hann lék slík-
ar persónur í nokkrum
myndum. Fólk var farið
að halda að hann væri
ekki fær um annað.
Margir urðu þvi hissa er
hann lék i mynd af alvar-
legum toga, „In
CountryÞar fór hann
með hlutverk uppgjafa
hermanns sem barist
hafði í Víetnam og bar
andleg ör eftir það. Þá
sannaði hann hve góður
leikari hann er. í mynd-
unum um pottorm í
pabbaleit léði hann ung-
barni rödd sína og fór á
kostum. Af öðrum mynd-
um má nefna Síðasta
skátann og „Die Hard“.
Eiginkona hans er leik-
konan Demi Moore.
(Heimild: Tímaritið Bíó-
myndir og myndbönd)
Við höfum ekki heimil-
isfang aðdáendaklúbbs
hans.
2 2 Æ S K A N