Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 6
Verðlaunasagan UNDRAGÖNGIN eftir Stellu Christensen 11 ára. Sigrún lá í rúminu og var að skrifa. Hún var nývöknuð og hafði fengið þá góðu hugmynd að skrifa smásögu sem hún ætl- aði að biðja mömmu að birta í blaðinu sínu. Mamma hennar vann sem ritari hjá besta barna- blaði landsins. „Mamma, mamma! Komdu upp og hlustaðu á söguna sem ég var að skrifa," kallaði Sigrún. Mamma kom upp í herbergið hennar. „Jæja, láttu mig heyra," sagði hún. „Allt í lagi," sagði Sigrún. „Sagan heitir Undragöngin." Svo fór hún að lesa: „Einu sinni var lítil stúlka sem hét Anna. Hún var góð stúlka og dugleg við að hjálpa til heima. Dag einn var Anna úti í garði að reyta illgresi. Hún tók fíflana, hvern af öðrum og reyndi að ná rótunum með svo að þeir yxu ekki upp aftur. Einn fífillinn var ó- venjulega fastur. Anna togaði og togaði. Allt í einu losnaði fífillinn. En þvílíkt gat sem hann skildi eftir sig! Anna trúði varla eigin aug- um. Það virtist stækka og minnka til skiptis. Anna var forvitin eins og marg- ir krakkar eru svo að hún hugsaði sig ekki lengi um heldur stökk ofan í holuna. Þegar niður kom sá hún stór og löng göng. Innan úr þeim hljómaði fallegur söngur. Anna gekk í áttina sem söngurinn kom úr. Hún vildi vita hverjir væru að syngja. Söngurinn hljómaði sífellt hærra og loks sá hún sjón sem hún hafði aldrei á ævinni séð áður. Hún varð að klípa sig í handlegginn til að full- vissa sig um að sig væri ekki að dreyma. Fyrir framan hana stóðu hundar af öllum stærðum og gerðum, klæddir í falleg föt og héldu þeir allir á einhvers konar söngbókum. Það voru þeir sem voru að syngja! Anna stóð og hlustaði á þá góða stund en allt í einu tóku þeir eftir henni og söngurinn þagnaði. Hundarnir störðu á Önnu sem stóð þarna eins og lömuð. „Hvernig dirfistu að hlusta á fagra sönginn okkar?" sagði ein tíkin. „Það er bannað að hlusta á okkur nema maður borgi tvo steina," hélt hún áfram, „nú, eba syngi einsöng fyrir okkur hin." „Þið getið talað og sungið!" sagbi Anna undrandi og stób enn í sömu sporum. „Sú er frek og dónaleg!" sagbi önnur tík og allir hundarnir virtu Önnu fyrir sér með mikilli for- vitni. í sömu andrá kom stærðar 6 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.