Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 8
MÉR FINNST ROSALEGA GAMAN AÐ SMÍÐA Rætt við Rúnar Pál Rúnarsson 9 ára - sigurvegara í uppfinningakeppninni 1993. „Hann kom haustið 1992 með strákum sem höfðu verið á nám- skeiðinu. Þá var hann átta ára en aldursmarkið var tíu ár. Ég ætlaði að segja honum að hann yrði að bíða í eitt eða tvö ár eftir að taka þátt í námskeiði en gerði það þó ekki. Hann sat þarna ósköp rólegur og fylgdist með og fór svo eitthvað að dunda sér. Ég lét gott heita að hann kæmi aftur. Hann er skemmtilega íhugull og hugmyndaríkur strákur. Ég fann fljótt að hann átti fullt erindi til okkar. Enda fór svo að hann vann fyrstu verðlaun í uppfinningakeppn- inni í fyrra! Og við áttuðum okkur á að rétt væri að lækka aldursskilyrðið - úr tíu í átta ára! Já, það væri tilvalið að ræða við Rúnar Pál. “ Þetta sagði Gísli Þorsteinsson, smíðakennari í Foldaskóla og einn leiðbeinenda í námskeiðum í ný- sköpun - þegar ég bað hann að benda mér á einhvern til að spjalla við um nýsköpunarkeppnina. Hún fer fram nú í vor í þriðja sinn og er tvískipt: Uppfinningakeppni - og út- lits og formhönnunarkeppni (sjá kynningu á bls. 24). KASSI UNDIR SÍMASKRÁ Ég renndi upp í Foldahverfi og rabbaði við Rúnar Pál, fjörlegan, skýran og hressilegan strák. Fyrst lék mér forvitni á að vita hvernig honum hefði dottið í hug að fara á nýsköpunarnámskeiðið í hittifyrra... „Ég hitti ellefu ára vin minn sem var að fara þangað. Við frændi hans, sem er jafngamall mér, ákváðum að fara með honum. Mér finnst rosa- lega gaman að smíða.“ - Hefur þú fengist mikið við smíð- ar? „Já, já. Ég fer oft til Sauðárkróks og er þá oftast heima hjá Davíð Þór frænda mínum, syni systur mömmu. Hann er jafnaldri minn. Við erum alltaf að smíða eitthvað saman, báta, ramma til að byggja hús og margt fleira. Stundum er ég líka hjá afa og ömmu fyrir norðan. Afi lánar okkur oft verkfæri. Þegar ég var yngri var ég líka mikið á smíðavellin- um. Þar máttum við byggja hús.“ - Hvaða hlut smíðaðir þú á nám- skeiðinu og fékkst verðlaun fyrir í nýsköpunarkeppninni? „Ég fór að spá dálítið í þetta og hugsa. Þá datt mér í hug að búa til kassa undir símaskrá. Ég smíðaði hann.“ - Hver voru verðlaunin? „Tulip RC-tölva. Það voru allt í einu komnar tvær tölvur í húsið því að systir mín var nýbúin að kaupa Ambra tölvu. Bróðir minn er með mína tölvu inni hjá sér. Það er ekki pláss í herberginu mínu.“ - Notar þú tölvuna dálítið? „Já, ég bý oft til sögur og skrifa á hana. Helst draugasögur." - Hefur þú lesið þær fyrir krakka til að hræða þá? „Nei, þær eru nú ekki svo skelfi- legar! Ég les þær að gamni fyrir mömrnu." - Ferðu líka í tölvuleiki? „Sjaldan. Maður þarf að vera pottþéttur í ensku til að geta notað leiki. En bróðir minn á Nintendo tölv- ur sem ég leik mér að.“ Rúnar með borðtennishlifina sem hann smiðaði eftir að hann skar sig á járnfestingunni Einbeittur uppfinningamaður 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.