Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 48

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 48
LÆVIRKJATRÉ Segja má að skipuleg skógrækt á Is- landi byrji um síðustu aldamót. Þá er farið að gróðursetja tré á ýmsum stöð- um, m.a. á Akureyri og Hallormsstað. Á síðarnefnda staðnum hefur jafnan verið mikið ræktað af lerki, öðru nafni læ- virkjatré, og þar er sérstakur lerkilundur. Síberíulerki, sem var gróðursett 1938, er nú um 17 metra hátt. Lerki er barrtré af þallarætt eins og fura og greni. A.m.k. tíu tegundir eru þekktar og vaxa þær einkum í kald- tempraða beltinu nyrðra. Bolur trjánna er beinn, greinarnar gulgrænar, óreglu- legar og standa ýmist beint út eða slúta. Börkurinn móleitur og mjög hrjúfur. Nál- arnar eru fínlegar og mjúkar átektar, um þrír sentímetrar á lengd. Könglarnir geta verið ólíkir að lögun og standa lengi, oft í fjölda ára. Víða erlendis er lerki ræktað til nytja en þær tegundir, sem reyndar hafa verið í ræktun hér á landi, hafa staðið sig misjafnlega, sumar þó vel, ekki síst síberíulerki. Trén henta líka vel í limgerði. Nú verður getið helstu lerkitegund- anna en rúmsins vegna þarf að fara nokkuð fljótt yfir sögu. Evrópulerki, oft aðeins nefnt lerki, er stærðartré, um 30-40 metrar á hæð að jafnaði. Það vex villt í fjöllum í Mið- og Austur-Evrópu en er landnemi mun víð- ar og mikið ræktað á láglendi, einkum í görðum. Börkurinn, sem er grábrúnn og sléttur á unga aldri, verður rauðleitur og sprunginn á gömlum trjám. Barrið er föl- grænt og í knippum á hliðarsprotum en skrúfstætt á aðalsprotum. Nálarnar flat- ar, 30-40 saman. Könglar smáir, spor- öskjulaga, Ijósbrúnir á lit. Ræktun hefur tekist misjafnlega hérlendis. Síberíulerki er Asíutegund eins og nafnið bendir til. Útbreiðslusvæði þess nær vestur að Úralfjöllum og norður að 70. breiddarbaug. Það er að mörgu leyti líkt evrópulerki en nálarnar á því eru mun færri. Börkurinn er rauðbrúnn og könglar með stuttan stilk. Síberíulerki er ekki sérlega kröfuhart að því er varðar vaxtarskilyrði og vex jafnt þar sem kalt er og hlýtt. Hér á landi hefur það náð góðum þroska bæði á Héraði, einkum á Hallormsstað eins og fyrr er getið, og í Eyjafirði. Svipað má segja um rússalerki sem nær heldur lengra vestur á bóginn. Dahúríulerki er í Austur-Síberíu, að- allega í Amúrhéraði, og getur náð 30 metra hæð en er þó stundum mjög lág- vaxið ef skilyrði eru slæm. Sagt er að vöxtur þess minni nokkuð á lauftré þeg- ar það eldist. Könglarnir eru talsvert minni en á evrópulerki. Ræktun þessar- ar tegundar var reynd um eitt skeið á Hallormsstað en gafst ekki vel. Japanslerki vex til fjalla í Japan og verður um 30 metra hátt. Greinarnar slúta aldrei. Nálarnar 40-50 saman í knippi. Könglar hnattlaga og með stilk. Ræktun þess hefur tekist sérlega vel í Evrópu sé nægur raki fyrir hendi. Hins vegar er ekki vitað hvernig það muni pluma sig hér á landi því ekki hefur verið reynt að rækta það. Mýralerki er norður-amerísk tegund. Útbreiðslusvæðið nær frá Labrador vestur til Alaska. Tréð vex yfirleitt strjált í mýrlendi og sjaldgæft er að það myndi samfellda skóga. Greinarnar eru láréttar og nálarnar fíngerðar og þrístrendar, 12- 30 saman. Könglar litlir. Það er ræktað allvíða í Evrópu með góðum árangri. Hérlendis hefur það staðið sig best í Vaglaskógi. Fjallalerki vex einnig í Norður-Amer- íku en mun sunnar en hitt, þ.e. á tak- mörkuðu svæði í Fossa- og Klettafjöll- um. Hæðin er að jafnaði um 15 metrar. Greinarnar langar og óreglulegar og nál- arnar stinnar, ferstrendar, 30-40 í knippi. Könglar 3-4 sm á lengd. Þó að þetta sé háfjallategund hefur ræktun hennar gengið illa í Evrópu. Hér er lítil reynsla af henni. Flestra lerkitegundanna hefur verið getið lítillega en afbrigðum og blending- um sleppt. Skógar vaxnir lerki eru víða til nytja og má þar nefna að viður amer- ísku tegundanna er notaður í síma- staura, járnbrautarbita og uppslátt húsa svo að nokkuð sé nefnt. Síberiulerki 4 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.