Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 27
En ekki liöu margir dagar þar til
ég sá að báðar íbúðirnar höfðu
verið reyndar og fljótlega þar á eftir
voru þær orðnar fastir svefnstaðir
og einnig dvalar- og hvíldarstaðir á
daginn þegar hlé varð á ýmsum
önnum og viðfangsefnum. Fannst
mér ekki lítið gaman að koma við
þar eftir að veður fór að versna og
klappa á kolla og strjúka um bök. í
ullina voru komnar djúpar holur og
líkamshitinn frá þeim hélst
stöðugur umhverfis þær. Ég veit
ekki enn í dag hvort þær voru
nokkuð glaðari en ég yfir þessari
framkvæmd. Og ekki veit ég
heldur hvort það var vegna þessa
húss eða ekki að kisa fór að sýna
mér enn þá meiri vinsemd en áður.
Þannig hagaði til að í hvarfi frá
bænum heima í tæplega
kílómetra fjarlægð var gamalt
fiskverkunarhús þar sem geymt
var úthey handa kindunum af því
að ekki var rúm fyrir það í
hlöðunni. Það var eitt af mínum
daglegu skyldustörfum að fara
þangað meðan dagur var á lofti
og sækja vel fullan, stóran
strigapoka og bera hann heim
dagskammt kindanna. Gi
aubvitað einu hvernic
vibrabi. Einn dag varð ég
alveg hissa. Þegar ég var
langt kominn ab fylla
pokana smeygbi Kisa
sér inn til mín og fór
vinsamlega fram á
klapp og atlot og
endurgalt að sínu leyti
og leib okkur báðum
vel. Svo fylgdi hún á
hæla mér á heim-
leibinni. Og svo varð
þetta ab reglu hjá henni.
Hún fór að koma til mín á
hverjum degi en fylgdi mér ekki
á leið minni til hússins. Aldrei
varb ég þess var að hún elti mig
ef ég var að fara eitthvað annað ,
t.d. á aðra bæi eba í kaupstaðinn.
Annaöhvort hefur tómur
strigapokinn sýnt henni hvert ég
var ab fara eða hún skynjað þab á
annan hátt. En einu sinni elti hún
mig þó annað, sem sé upp á fjall
sem heitir Kubbi og er fyrir ofan
bæinn. Þá varð ég ekki lítið hissa.
Það er sagt vera tæplega 500
metra hátt!
Mig minnir að þetta væri seint
í nóvember eba snemma í
desember. Veðrið var norbaustan
stinningskaldi og nokkurra stiga
frost og allmikill snjór. Var þetta
því ekki nein hlýleika ferð heldur
farin af því að tveir eba þrír
gemlingar komu ekki til húss
með kindunum kvöldinu áður.
Þótti líklegt að þeir væru einhvers
staðar uppi á Kubbanum.
Ég fór að loknum morgun-
verkum nokkru fyrir hádegib og
flýtti mér svo sem ég frekast gat,
vissi að upp á fjallsbrún yrbi ég
um það bil hálfa klukkustund. A
þessum árstíma fer að skyggja
upp úr klukkan tvö eftir hádegi
og ekki síst þegar dimmt er í lofti
eins og var þennan dag. Ég leit
ekki um öxl á leiðinni upp og
varð meira en lítiö undrandi
þegar upp var komið og ég var
að hefja gönguna eftir fjallinu -
að heyra kallab „mjá" nokkuð ab
baki mér. Aubvitab stansaði ég
og leit til baka og í því kom Kisa í
Ijós á fjallsbrúninni. Ég settist og
hún kom hlaupandi í fangið á
mér. Mér var vel heitt eftir
gönguna upp eftir og tók af mér
hægri ullarvettlinginn og ætlaði
að smeygja afturfótum hennar í
hann og hlýja henni á
framfótunum meb hendinni en
hún kunni ekki við vettlinginn.
Aftur á móti mátti ég hafa allar
tær hennar í hægri lófa mínum
og svo tók ég vinstri vettlinginn
ofan líka og fór að strjúka henni
og hugsa hvernig framhald
ferðarinnar yrbi.
Ég var í samfestingi utan yfir
ullarskyrtu, milliskyrtu og ullar-
nærbuxum, eins og algengt var
að menn klæddust þar á þeim
tíma. Mér kom til hugar hvort ég
gæti borið Kisu undir sam-
festingnum en hann var alltof
þröngur til þess. Ég vissi ab mjög
erfitt og kalt yrbi fyrir hana að
fylgja mér áfram í þó nokkrum
snjóþæfingi sem var á fjallinu. Því
yrði ég ab skora sem fastast á
hana að snúa vib.
„Heim, Kisa! Heim, Kisa!"
var fyrirskipunin.
Ég sneri mér við og
benti á bæinn og
hálfhljóp síðan af stað
til að leita að
gemlingunum. Ég
gleymdi satt að
segja Kisu. Mig
minnir ab ég hafi
haft uppi á gemling-
unum fyrir myrkur en
man það þó ekki með
fullvissu. En ég man
vel ab ég fór ekki fleiri
feröir á fjallið.
Það var orðið koldimmt
þegar ég kom heim. Þá stóðu
hestarnir fyrir utan lokabar
hesthúsdyrnar. Ég lét þá inn og lá
þá næst fyrir ab ég færi inn í bæ
og fengi mér kaffi. Þá mundi ég
eftir Kisu. Hvar skyldi hún vera?
Ég kallaði hátt:
„Kis, kis, ég er kominn heim,
komdu, kis, kis."
Æ S K A N 2 7