Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 23

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 23
UM GÁRA Kæri Æskupóstur! Mig langar til að spyrja þig um páfagauka (gára). 1. Hvernig á maður að fá ótamdan gára til að setj- ast á hönd manns? 2. Hvaða hlutir hafa þroskandi áhrif á gára? 3. Hvernig á aö fá gára til að fara í bað? Mig langar líka til að spyrja þig hvaða lög eru á geislaplötunni Heyrðu. Mér finnst Eva og Adam skemmtileg saga en það væri gaman ef þið birtuð meira I einu. HS Svör: bókinni, Gári litli sem Vasaútgáfan gaf út 1988, eru góð ráð gefin eigend- um gára: 1. Þegar gárinn hefur yfirunnið mestu styggð- ina og hræðsluna eftir að hann hefur verið fluttur á nýtt heimili má reyna fyrstu handsnertingu. Gott er að rétta fuglinum nýjan hirsikólf og halda hendinni dálitla stund í búrinu. Ef hann fer und- an i flæmingi á ekki að ganga harðar að honum - og ekki endurtaka til- raunina fyrr en eftir tvo eða þrjá daga. Fara þarf rólega að gáranum og hjala við hann en láta honum eftir allt frum- kvæði. Ef þetta er gert daglega á sama tíma kemur að því að gárinn dirfist að hreyfa við hirsi- kólfinum með öðrum fæti. Eftir nokkra daga fer hann að sitja á hend- inni. En varast ber að spilla fyrir tengslum með þvi að gripa fuglinn. 2. Klifurtæki og -leik- föng; bjalla (sem glymur hátt og skært); spegill; hringur sem fuglinn getur setið í eins og rólu; litlar kúlur eða boltar úr plast- neti, mótaðir eins og gagnstungnir hnettir og getur fuglinn þá hæglega gripið þá og kastað þeim frá sér. 3. Langflestir gárar njóta þess að fara í bað - fáeinum er lítið um það gefið. Setja þarf upp bað- klefa. Ef gárinn er smeykur við hann má byrja á því að strá korni á gólf klefans þar til hann venst honum. Volgt vatn er látið i klefann. Það á að vera um 3 sm á dýpt. Ef fuglinn er tregur til að busla má úða hann var- lega með volgu vatni úr blómasprautu. Á plötunni Heyrðu eru t.a.m. þessi lög: Maður með mönnum, með Vin- um vors og blóma; „Is There Any Love in Your Heart?" m. Lenny Cra- vitz; Valkyrja, m. Yrju; „Go West“, m. Pet Shop Boys; Fækkaðu fötum, m. SSSól; „Living on My Own“, m. Freddy Merc- ury. POPPSTJÖRNUR Sæll, Æskupóstur! Ég rakst á bréf í 8. tbl. þar sem tvær stelpur spurðu um „2 Unlimited". Ég er með dálitlar upplýs- ingar: Raymond Loiher Slijng- ard er fæddur 28. júní 1971 í Amsterdam. Hann er 179 sm á hæð. Augu og hár eru brún. Foreldrar hans eru Ingrid og Loter Rudolf. Áhugamál: Svört tónlist o.fl. Anita Daniella Doth er fædd 28. desember 1971 í Amsterdam. Hún er 173 sm á hæð með brún augu. Foreldrar hennar heita Rolf og Lydia. Áhugamál henn- ar eru sund o.fl. Ég vildi gjarnan að birtar yrðu veggmyndir og upp- lýsingar um 2 Unlimited og Snow. Aðdáandi. HJÁLPARSTARF Ég er 14 ára unglingur (kvk.) og hef mikinn áhuga á alls kyns hjálparstarfi, s.s. með því að safna í bauka og þess háttar en mér finnst það ekki nóg. Mig langar til að gera eitt- hvað meira en mig vantar allar upplýsingar um slíkt. Ég er of ung enn þá en mig langar til að fara út í lönd í framtíðinni og hjálpa sjúku og fátæku fólki. Stjáni blái. Es.: Mérfinnst Eva og Adam skemmtileg saga. Svar: í 10. tbl. Æskunnar 1992 var birt svar við spurningu um hjálpar- starf. Þar kemur fram að sett eru þessi skilyrði fyr- ir að mega fara sem sendifulltrúi Rauða kross íslands til margs konar hjálparstarfa: 25 ára ald- ur, starfsmenntun og reynsla sem nýtist í hjálp- arstarfi. En i Ungmenna- hreyfingu Rauða krossins (URKÍ) vinna sjálfboðalið- ar 16 ára og eldri að ýms- um verkefnum. Hægt er að heimsækja Reykjavík- urdeild URKÍ að Þing- holtsstræti 3 í Reykjavík þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 16-20 - eða hringja í síma 22230 og fá nánari upplýsingar um starf sjálfboðaliðanna. (Stjána bláa var sent Ijós- rit —) HITT OG ÞETTA Æskupóstur! Hvernig væri að birta grein um Charles Chaplin. Dýraþátturinn mætti líka byrja aftur. Svo vil ég bæta við að Eva og Adam er ein af bestu teiknimyndasög- um sem ég hef lesið. Viltu birta greinar um nýjustu danshljómsveitirn- ar, viðtal við Þór Bæring Ó- lafsson plötusnúð á Sólinni og viðtal við strákana í Bubbleflies? Þakka gott blað en meira mætti vera um danshljómsveitir. Sóiskinsbarnið. Es.: Þetta má gjarnan komast að: Krakkana í Hólabrekkuskóla vantar fé- lagsmiðstöð! (Það vill eng- inn héðan fara í Fellahelli). Svar: Grein um Chaplin var i 2. tbl. Æskunnar 1993. Því blaði fylgdi einnig veggmynd af Robert Downey yngri í hlutverki hans (hvort tveggja var sent Sólskinsbarninu). Já, líklega er rétt að fara að huga aftur að dýraþætti... Beiðni um viðtöl var send umsjónarmanni Poppþáttarins og geym- ist einnig með fjölmörg- um öðrum hér hjá okkur. HEFUR VERIÞ BIRT... Kæra Æska! Getur þú svarað þessari spurningu? Ef maður er nýr áskrifandi og spyr hvort þið getið birt veggmynd af ein- hverjum og þið svarið: Við birtum það í 7. tbl. Æsk- unnar 1989 - gætuð þið þá ekki bara birt það aftur fyrir þá sem eru nýbyrjaðir í á- skrift? Eva og Adam er það skemmtilegasta í Æskunni. Það finnst mér. I.L. Svar: Við fáum ótalmargar beiðnirum veggmyndirog getum ekki orðið við þeim öllum. Efsá sem beðið er um veggmynd af er mjög vinsæll árum saman höfum við þó birt nýjar myndir. En við eigum dálitið afflestum veggmyndum, sem fylgt hafa blaðinu, og sendum þærþeim sem óska eftirþví. Kærar þakkir fyrir bréf- in! Gleymíð ekki að rita fulit nafn og heimilis- fang. Ýmsum er svarað með bréfi - og öðrum sendar veggmyndir sem þá langar til að fá. Æ S K A N 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.