Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 55

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 55
Reyndu að setjast niður með foreldrum þínum og ræða við þá um hvernig þér líður. Það hefur oft reynst vel. Gangi þér vel! UNCLIN<jA- Ef>A FORELPRA- VANDAMÁL Kæra Sigurborg? Ég á við vandamál að stríða. Mamma vill kalla það unglingavandamál en ég vil kalla það foreldravandamál. Það er þannig að mamma mín reykir mikið og ég er kafna. Ef ég segi henni þetta eða opna glugga segir hún hátt og frekjulega: „Farðu bara inn í herbergið þitt og lokaðu!" Ég þoli þetta ekki. Hvað get ég gert? Hvað lestu úr skriftinni? „Kisa litla.“ Svar: Mér hafa áður borist bréf frá börnum og ung- lingum sem kvarta sáran undan reykingum foreldra sinna og því mikla tillits- leysi sem þau búa við á heimilum sínum. Ég hef áður sagt að það ætti að vera réttur hvers barns að dveljast í reyklausu um- hverfi. Ræddu þetta við móður þína og reynið þið að komast að samkomu- lagi. Ég veit að hún gerir sitt besta til að koma til móts við þig. Skriftin er dá- lítið fljótfærnisleg. DRAUMUR Elsku Æskuvandi! Góður vinur minn er að flytjast burt. Ég er dálítið hrif- in af honum og mig dreymdi í nótt að við værum að labba heim saman og hann setti höndina á sér í höndina á mér og sagðist vera hræddur við að flytja því að mamma sín væri mikið veik og pabbi sinn væri að vinna í Reykja- vík. Ég sagði honum að vera ekki hræddur því að mömmu hans mundi batna. Ég fæ alltaf kökk í hálsinn þegar ég hugsa um hann. Hann flyst burt á morgun og ég vil ekki sjá hann áður því að þá færi ég að gráta. Mig langar að vita hvað þetta táknar? Er þetta ástar- sorg? Ég þori ekki að tala um þetta við neinn nema bestu vinkonu mína. Hvað lestu úr skriftinni? (Mamma hans er ekki veik). Ein einmana að norðan. Svar: Ég kann lítið að ráða drauma fólks. En hvað varðar þennan draum þinn tel ég hann byggjast á því hvaða tilfinningar þú berð til piltsins. Stundum festist fólk líka í einhverjum hug- arórum um vissar persón- ur. Sérstaklega getur þetta gerst ef ekki er hægt að láta reyna á samskiptin í al- vöru. Þannig getur margt farið fram eingöngu í hug- anum. Reyndu að kom lagi á til- finningar þínar og sendu piltinum bréf svo að þú hafir einhverja möguleika á að kynnast honum betur. Skriftin er ágæt. ÞORI EKKI AD SECJA NEINUM Kæra Sigurborg! Ég er bara í 9. bekk og er orðin ólétt. Ég þori ekki að segja neinum það. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. XX Svar: Kæra XX! Bestu þakkir fyrir bréfið. Það er ekki einfalt að svara þér því að upplýsingarnar í bréinu eru ekki nægar. Þú talar t.d. ekkert um þann sem á hlut að máli, það er barnsföðurinn. Við fyrstu sýn held ég að best sé fyrir þig að tala við foreldra þína. Ef þú telur það ekki kleift vil ég ráðleggja þér að tala strax við skóla- hjúkrunarfræðing í skólan- um þínum eða við lækni á staðnum. Báðir þessir aðil- ar munu leiðbeina þér og þeim sem þú ert með. Þetta fólk er bundið þagn- areiði svo að þú þarft ekki að hræðast að leita ráða hjá því. Sú hræðsla, sem þú tal- ar um í bréfi þínu, við að móðir þín reki þig að heim- an held ég að sé ástæðu- laus. Oft er það svo að þegar slík mál koma upp standa foreldrar með börn- um sínum. Vonandi ertu þegar búin að ræða málið þegar þetta svar kemur í Æskunni. Ég þakka öllum sem senda bréf til þáttarins. Mérþykir þó alltaf leitt að fá bréf sem ekki eru undirrituð með fullu nafni og heimilis- fangi. Það er skil- yrði fyrir því að ég birti svar. Þið sjáið að dulnefni er jafn- an birt. Gangi ykkur öllum vel! Með kærri kveðju, Sigurborg. Æ S K A N S S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.