Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1994, Qupperneq 8

Æskan - 01.03.1994, Qupperneq 8
w ,EG ER STOLTUR AF ÞVÍ AD VERA GAFLARI!“ Rætt við Guðmund Árna Stefánsson heilbrigðisráðherra. mikilla stráka án þess að hækka rödd- ina. Hann skipti aldrei skapi. Það var dálítið sérstakt að hann var alltaf með hálflukt augu þegar hann dæmdi en sá samt allt! Geir, sonur hans, tók við af honum þegar ég var tólf eða þrettán ára. Hann var líka laginn þjálfari. Þeir feðg- ar voru báðir miklar hetjur í augum okkar." HÖRKULEIKIR GEGN HAUKUM - Voru Haukar ekki líka með lið á þeim árum? „Jú, Haukar voru „erkifjendur" okk- ar í handboltanum. Flestir úr Vestur- Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra og Jóna Dóra Karlsdóttir kona hans með sonum sínum, Fannari Frey, Brynjari Ásgeiri (i fangi föð- ur sins) og Heimi Snæ. Heilbrigðisráðherra okkar, Guð- mundur Árni Stefánsson, keppir í handknattleik og hefur gert frá barn- æsku, lengst af með FH, nú í virðuleg- um en kappsfullum öldungaflokki. Hann iðkar líka körfuknattleik! Auk þess fylgist hann náið með börnum sínum sem öll stunda íþróttir - yngsti sonurinn raunar einkum á heim- ilinu enn sem komið er enda eins og hálfs árs! Hann skilur því vel hve miklu varðar að fólk leggi stund á einhverja íþrótt, ekki síst börn og unglingar, og kjósi heilbrigða lífshætti til að ná góð- um árangri. Það þarf ekki að koma á ó- vart að ráðuneyti hans leiðir í vor viða- mikið samstarfsverkefni í forvarnar- starfi. Æskunni fannst áhugavert að inna hann eftir ferli hans, einkum í íþróttum. Ég spurði fyrst um barnæsku hans ... HRAUNIÐ KJÖRIÐ TIL LEIKJA „Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og stoltur af því að vera Gaflari! Þar er fallegt og hraunið í óteljandi myndum kjör- ið til leikja. Við fórum í langa rannsóknarleiðangra til að kanna hið óþekkta og enduðum stund- um í öðrum sveitarfélögum. Við vorum þar líka oft í leikjum, Kúrekum og Indíánum og öðrum slíkum. Ég fékk snemma áhuga á í- þróttum, byrjaði fimm eða sex ára að æfa bæði handbolta og knattspyrnu með FH. Fljótlega snerust allar tómstundir um knattleikina. Hallsteinn Hinriks- son þjálfaði okkur í handknatt- leik. Hann hefur verið nefndur „faðir handboltans" í Hafnarfirði. Hann var kominn nærri sjötugu en gat hastað á stóran hóp fjör- UNI MÉR BEST í KEPPNI - En ert enn í handknatt- leiknum? „Já, raunar. Ég hætti að leika með meistaraflokki FH 26 ára. Þá þjálfaði ég og lék með liðum Sandgerðinga og Njarðvíkinga í 2. og 3. deild um skeið. Nú keppi ég í öldungaflokki með FH. Mér finnst mikil hvíld í að iðka íþróttir. Og ég er þannig gerður að ég uni mér best í keppni. Það er oft tek- ið hraustlega á í leikjum „gömlu karlanna". Ég fer líka í körfubolta einu sinni í viku. Ég byrjaði að leika mér í þeirri grein á mennta- skólaárunum. Það eru snarpar viðureignir hjá okkur félögunum og satt að segja ekki farið ná- kvæmlega eftir reglunum um að ekki megi snertast! Ég á margar skemmtilegar bænum og Miðbænum voru í FH en Suðurbæingar í Haukum. Það var rígur á milli og stundum hljóp of mikill hiti í menn. En í skólaliðum léku liðsmenn beggja oft saman og fyrir kom að myndað væri úrvalslið Hafnarfjarðar til að leika á móti öðrum. FH-ingar náðu þá jafnan betri árangri en Haukar og þóttust „eiga“ handknattleikinn í bæn- um. Með Haukum voru samt snarpir strákar og þeir voru alltaf góðir gegn okkur. Það voru hörkuleikir." - Þú varst ungur þegar þú byrjaðir að leika með sigursælum meistara- flokki ... „Ég var 17 ára. Já, það var sterkt lið. í því var t.a.m. Geir Hallsteinsson, einn snjallasti handknattleiksmaður okkar. Það var unun að leika með honum. Við unnum marga titla.“ - Lékstu alltaf knattspyrnu líka? „Ég keppti ekki í henni eftir að ég fór í meistaraflokk." 8 Æ S K A N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.