Æskan - 01.03.1994, Síða 11
/T
Island
SAMGONGURAÐUNEYTIÐ I
- ÍSLAND -
SÆKJUM ÞAÐ HEIM!
Island
StM 1S0Ö
Á þessu ári mun samgönguráðu-
neytið standa að „íslandsferð fjöl-
skyldunnar 1994”. Hugmyndin að
baki hennar er sú að hvetja íslend-
inga til að njóta eigin lands á 50. af-
mælisári íslenska lýðveldisins og
hinu alþjóðlega Ári fjölskyldunnar:
Að ferðast um landið, njóta náttúru
og menningar, sveita, bæja og borg-
ar, heimsækja leikhús og listasöfn,
fara í sund eða á völlinn, í stutta
gönguferð eða ferðir um hálendið
o.s.frv. í stuttu máli er ætlunin að
hvetja landsmenn til að heimsækja
hverjir aðra víða um land og vekja
með þeim áhuga á skemmtilegum
viðfangsefnum á heimaslóðum.
Kynningarriti verður dreift á hvert
heimili í landinu í apríl.
4
ísland
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ I IWII ■ ■■
Æskan efnir til samkeppni sem
tengist íslandsferð fjölskyldunnar.
Þátttakendur, áskrifendur Æskunnar,
eiga að lýsa einhverri ferð fjölskyld-
unnar um landið, hvort sem hún er
löng eða stutt, og láta Ijósmyndir
eða teikningar fylgja frásögninni.
Verðlaunum verður lýst í 5. tölu-
blaði. Skilafrestur er til 10. september.
Það er ráð að fara að skipuleggja
ferðir um fallega landið okkar! Sum-
arið og birtan eru fram undan. Vegir
og stígar og slóðir bíða! En förum
varlega um því að víða er viðkvæm-
ur gróður.
Njótum lífsins árið 1994 með því
að sækja ísland heim.
Gleðilegt íslenskt ferðasumar!
Æ S K A N 7 7