Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1994, Page 12

Æskan - 01.03.1994, Page 12
FRÁ UNGLINGAREGLUNNI HÁTÍD HÉR OG ÞAR Enn á ný bregðum við upp nokkrum svipmyndum frá starfi Ung- lingareglunnar. í janúar fóru nokkrir menn frá Stórstúku íslands til Akureyrar í tilefni 110 ára afmælis Góðtemplararegl- unnar. Með í förinni voru stórgæslu- maður og Árni Norðfjörð. Nokkrir skólar voru heimsóttir. Við Árni fórum í Oddeyrarskóla og Gagnfræðaskóla Akureyrar. í þeim báðum fengum við frábærar viðtökur hjá nemendum og kennurum. Það var sungið, leikið og dansað. Áfengismálin rædd. Eftir Akureyrarferðina héldum við til Keflavíkur, fórum í Holtaskóla og var ekki síður tekið þar en fyrir norð- an. Unglingareglan tók þátt í hátíð í Háskólabíói í tilefni af Ári fjölskyld- unnar. Þar komu fram fyrir hönd Reglunnar unglingar úr Seljalands- skóla og léku á blokkflautur og harmóníku. Þeir lögðu á sig erfitt ferðalag til að komast í bæinn og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Þeir eru ungu kynslóðinni til sóma. (Mishermt var í 1. tbl. Æskunnar 1994 að nemendur Skógaskóla hafi að mestu séð um skemmtiatriði á fjölskylduskemmtun fyrir austan í vetur. Þeir voru gestir en nemendur Seljalandsskóla fluttu atriðin). Hér á síðunni eru einnig myndir frá Grundarfirði og Hellissandi þar sem stórgæslumaður var í heimsókn og ræddi við nemendur um áfengis- mál. Með kveðju, Jón K. Guðbergsson. j Crunnskólanum á Grundarfirði Freydis Gunnarsdóttir söng á fundi bst. Samúðar nr. 102 á Akureyri. -u—^rsaottir oq Svannr Z . '■ u ovanur Bjarki Ulfai 7 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.