Æskan - 01.03.1994, Síða 16
PIKKÓRÓNARNIR
eftir Söru Dögg Jakobsdóttur 10 ára.
„Hæ, hæ! Ég heiti Berta.
Mamma og pabbi heita Nína og
Láki. Ég á fjóra bræður og þrjár
systur. Þau heita Finnur, Jón, Lúlli,
Lísa, Svana og tvíburarnir Kríli og
Bína.
Dag einn fórum við í ferðalag
niður að Litlu-tjörn á sniglinum
okkar, henni Snúllu. Við höfum
átt hana síðan í fyrra þegar pabbi
fann hana. Það var þegar hann
fór með Fuglaflugleiðum út í
skóg. Fuglaflugleiðir er flugfélag
með tömdum fuglum sem fljúga
með okkur Pikkórónana þangað
sem við viljum.
Við ætluðum að fljúga til
Stóru-tjarnar. Þegar við vorum
komin um borð sagði pabbi:
„Vonandi sjáum við ekki menn-
ina."
„Ég er sammála þér, Láki,"
sagði mamma. „Mennirnir eru
mestu óvinir okkar."
„Nína, ertu að koma eða ætlar
þú að standa þarna meðan við
förum að Stóru-tjörn?"
„Nei, ég held að ég komi með
ykkur," sagði mamma og brosti.
„Allir um borð!" kallaði flug-
stjórinn. Hann heitir Palli. Hann
situr fremst á fuglinum og
stjórnar honum á ferð. /(
Fuglinn byrjaði að blaka
vængjunum. Ég fékk fiöring í
magann (þetta var í fyrsta skipti
sem ég flaug). Finnur dáðist að
útsýninu en ég lokaði augunum.
Hann reyndi aftur og aftur að fá
mig til að opna augun og litast
um. Loks tókst honum þab.
Ég sé ekki eftir að hafa opnað
augun til að sjá allt þetta: Túnið,
húsin mannanna og trén. Þab var
eins og í draumi.
„Ó, nei," heyrðist allt í einu í
pabba. „Mennirnir eru fyrir neð-
an okkur með byssur. Þeir ætla á-
reiöanlega að skjóta fugla."
„Hvað er svona merkilegt vib
það, pabbi?" spurðu Bína og
Kríli.
„Við erum á fugli, vinir mínir,"
sagði pabbi.
Allt í einu heyrbist skothljóð.
Fuglinn fór hraöar og við slupp-
um í þetta sinn.
Eftir klukkustund vorum við
lent við Stóru-tjörn. Vib veifuðum
til Palla þegar hann fór til baka.
„Gættu þín á mönnunum á
leiðinni heim!" sagbi pabbi.
/ „Já, já, ég geri það.
/ Verið þið sæl ab
/ / ysinni!"
/ jt /l/l Við sáum marga
stóra og feita froska að veiða flug-
ur á bakkanum. Við gengum í átt
ab vatninu. Þá kom pikkóróni til
okkar og spurði hvort við ætluöum
að gista á hótelinu skammtfrá.
„Já," sagði pabbi.
„Þá er best að vib kynnum okk-
ur," sagði ókunni pikkóróninn.
„Ég heiti Sveinn og er hótel-
stjóri."
„Gaman að kynnast þér,
Sveinn! Ég heiti Láki. Getur þú
sýnt mér hvar hótelið er?"
„Alveg sjálfsagt. Komið með
' //
mer.
Umhverfi hótelsins var fallegt.
Framan á því stóð skýrum stöf-
um: Vatnagarður. í hótelgarðin-
um var stór sundlaug.
Brátt kynntist ég átta stelpum.
Best þeirra var Anna, dóttir
Sveins hótelstjóra. Við urðum
strax góbar vinkonur og lékum
okkur alltaf saman. Vib veiddum
frosk sem við nefndum Fúsa. A
honum fórum við um allt í skoð-
unarferðir. Hver dagurinn var
öðrum yndislegri.
En brátt fórum vib heim. Áður
gáfu Anna og Sveinn mér
böggul. Ég lofaði að skrifa Önnu
um leið og ég kæmi heim.
Vib sáum enga menn á leið-
inni.
Þegar vib komum á flugvöllinn
beib Snúlla snigill þar eftir okkur.
Þetta var skemmtilegasta sumarfrí
sem ég hafði farið í á ævinni.
Á flugvellinum opnabi ég
böggulinn sem Anna og Sveinn
færðu mér þegar ég fór. I honum
voru perlufesti og hringur. Ég
horfbi til himins og sagði:
„Þökk, Anna, þökk!"
„Komdu, vib þurfum að fara,"
sagði mamma og brosti.
,Já, mamma, ég kem!"
Ég gekk í átt að Snúllu. Á meb-
an hugsaöi ég:
„Af hverju halda mennirnir að
við pikkórónarnir séum skordýr?
Við erum eins og þeir nema
minni og lifum með skordýrum
og umhverfi þeirra er það sama
og okkar."
(Sara Dögg fékk verölaun fyrir söguna
í smásagnakeppni Æskunnar, Flugleiöa
og Barnaritstjórnar Ríkisútvarpsins 1993.
Hún erfædd 19. 3. 1983)
7 6 Æ S K A N