Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1994, Side 19

Æskan - 01.03.1994, Side 19
Að undanförnu hafa margir les- endur beðið um að við fjölluðum að nýju um dýr (- sjá bréf í Æsku- pósti). 1990-1992 var í Æskunni þátturinn, Dýrin okkar. Við bregð- umst vel við og segjum frá dýrum - en forðumst að endurtaka full- um stöfum það sem þá var sagt. Kanínur þurfa allstór búr. Þær verða að hafa matarskál og að- gang að vatni. Alltaf á að gefa þeim mat á morgnana. Þegar þær eru orðnar saddar á að taka skál- ina. Hana skal þrífa daglega. í gæludýrabúðum fæst ágætt kan- ínufóður. Einnig má gefa þeim gras, lauf og græn blöð af gulrót- um, rófum og næpum. Skipta þarf um vatn á hverjum degi. Dallur (með kattasandi), sem kanínurnar gera þarfir sínar í, á alltaf að vera á sama stað. Æskilegt er að skipta rýminu í búrinu í „svefnherbergi" og „dag- stofu“. Heppilegt er að strengja vírnet fyrir op á búrinu - gjarna á tréramma sem festur er með löm- um við búrið. Þar sem kanínurnar sofa á að vera hreint og hlýtt. Gott er að hafa þar þurrkaðan mosa og strá - og skipta um vikulega. Pappakassar með göngum minna kanínur á villt líf. Þær eru þakklátar fyrir að fa að skríða um slíkar „holur“. A.m.k. verður að sjá til þess að þær geti hreyft sig. Kanínum þykir gott að láta kjassa sig - en ekki of mikið. Aldrei má taka þær upp á eyrun- um. Æ S K A N 19 tveggja til fjögurra mánaða. En mað- ur verður að gæta þess að vera ekki of lengi í einu og þjálfa þær ekki of oft. Þá verða þær þreyttar. Á sumrin er keppt flestar helgar. Þá æfir hann sig ekki,“ segir Elísabet. Kanínur eru hæfastar til að stökkva fram til þriggja eða fjögurra ára aldurs. Þá fara þær að reskjast. Oftast ná þær fimm til sjö ára aldri. „Þær sem keppa verða jafnvel eidri en það,“ segir Elísabet. „Það er hollt fyrir kanínur að hreyfa sig - eins og fólk.“ Á þessari braut eru ellefu hindran- Hindrunin er eftirliking grindar sem notuð er við hindrunarhlaup hrossa. Utilli kanínu finnst hún eflaust ógnarhá! (Grein í sænska tímaritinu Kamratposten, 1. tbl. 1994. Texti: Ingela Johansson. Myndir: Per-Áke-Uddman). ir í röð í beinni línu. En stundum er keppt í hlaupahring. Ef kanína fellir hindrun fær hún refsistig. Allir fara tvisvar sinnum eftir brautinni. Ef tvær kanínur eru jafnar með fæst refsistig að samanlögðu eftir báðar umferð- irnar telst sú hafa sigrað sem fór brautina á skemmstum tíma. Að þessu sinni er Fljúgandi gæsin hlutskörpust! Hún er sú eina sem fellir einungis einu sinni. Lilli lendir í fimmtánda sæti. „Það er betra en í fyrra!" segir El- ísabet. „Þá varð hann sautjándi og samt voru færri keppendur en núna.“ Og Lilli virðist harla á- nægður þar sem hann kúrir í fangi „mömmu" sinnar! BARA í SVÍÞJÓÐ „Keppni í kanínustökki tíðkast hvergi nema í Svíþjóð. Þetta hófst með því að einhver uppgötv- aði að kanínur hafa gam- an af því að stökkva yfir hindranir. Þá var efnt til keppni milli fáeinna kan- ína og síðan hefur þetta undið upp á sig,“ segir Ylva Bergheim sem er í kanínueldis-félaginu í Stokkhólmi. Hún er ein þeirra sem undirbjuggu meistarakeppnina. Þrír mjög „fjölmennir“ stökk-klúbbar starfa í Svíþjóð, í Stokkhólmi, á Vermalandi og Skáni, en auk þeirra eru margir smáir klúbbar. Lands- samband hefur ekki ver- ið stofnað en verið er að undirbúa það. í fyrra voru keppnisreglur sam- ræmdar. Þá var t.a.m. á- kveðið að kanínurnar mættu ekki staðnæmast nema þrisvar í brautinni.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.