Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1994, Side 20

Æskan - 01.03.1994, Side 20
ÖLL MEÐMJaMA U PPH AFSSTAF RÁÐCÁTAN Síminn hringdi þrisvar. Leynilög- reglumaöurinn Finnur fjölhæfi svaraði að bragði. „Góðan daginn. Þetta er Binni á bensínstöðinni. Hér var þrjótur sem fyllti tankinn sjálfur en hann stakk af án þess að borga. Hann var á göml- um fólksvagni, þú veist Volkswagen- bjöllu, grænni, og stefndi í norður.“ „Ég skal athuga hvort ég finn hann!“ sagði Finnur og skellti á í snatri. „En hvaöa bensínstöð, sagði hann nokkuð um það?“ tautaði hann. „Binni..., já, nú man ég, ég þekki hann.“ Hann snaraðist út, hlammaði sér í sætið í felulita-bílnum sínum og ók af stað með hraði. Eftir að hafa ekið all- lengi sá hann fólksvagninn fram und- an. Hann ók fram með honum, gaf frá sér hressilegt sírenuvæl og laumaðist til að kveikja á bláu Ijósi sem hann smellti á rúðuna farþegamegin þegar mikið lá við. Maðurinn í bjöllunni rak upp stór augu og stansaði. „Hvað, hvaða læti eru þetta?“ spurði hann. „Þú gleymdir að greiða fyrir bens- ínið sem þú keyptir hjá honum Binna áðan!“ sagði Finnur „Æ, það var klaufalegt af mér. Hvernig...? Já, nú man ég! Þegar ég var búinn að fylla tankinn athugaði ég hvort nóg vatn væri á kælikerfinu. Það vantaði vatn svo að ég bætti á. Ég hef verið eitthvað utan við mig því að mér fannst ég vera búinn að borga. En ég skal snúa við og greiða skuldina strax.“ „Ég held að þú verðir að koma með mér til hans Steina á stöðinni," sagði Finnur ábúðarmikill. „Ég held að þú segir ekki satt - og þetta sé ekki þinn bíll! Ætli þú hafir ekki stolið hon- um. Þér duga engin undanbrögð því að sjálfvirka senditækið mitt hefur komið samtalinu til Steina ...“ Hvernig kom maðurinn upp um sig? Svar á bls. 62. Fyrir 40 árum efndi Æskan til keppni um sögu sem átti að semja þannig að öll orðin væru með sama upphafsstaf! Sextíu og sex sögur bárust og flestar þeirra byrjuðu á s sem vænta mátti. Við ætlum nú að hafa sams konar keppni fyrir áskrif- endur. Skilafrestur er til 10. júní. Ekki er sett skilyrði um lengd sögunnar. Þar sem nú er Ár fjölskyldunnar mega foreldrar og systkini leggja sögumanni lið! Aðalverðlaunin eru Ritsafn H. C. Andersens í þremur bindum, Oliver Twist eftir Charles Dickens og þrjár aðrar útgáfubækur Æskunnar að eigin vali. Tvenn aukaverðlaun eru þrjár út- gáfubækur okkar. Allir þátttakendur fá viður- kenningarskjal. Ef til vill vex ykkur þetta í augum. Við birtum því eina af þremur verð- launasögum frá keppninni fyrir fjór- um áratugum til að sýna að vel má semja ágætar sögur með þessum hætti. Hún er eftir Maríu Guð- mundsdóttur frá Bólstað í Vestur- Húnavatnssýslu. SVEITASÆLA Sólin skein, sjórinn sindraði sem silfur. Svanirnir syntu, smáfuglarnir skríktu, skordýrin suðuðu. Sigga Sveinsdóttir, Stað, skokkaði syngj- andi suður stararsundin. Snati sent- ist snuðrandi sömu slóð. Sigga svitnaði, sólin skein svo skært. Stöðuvatnið seiddi sveitta, sólheita stúlkuna. Sigga stansaði, svalg síð- an stórum silfurtárið sem smakkað- ist sætlega. Síðan synti Sigga sem silungur stutta stund. Snati skopp- aði suður steinana. Sólskríkja sat syngjandi sína sólsskinssónötu. Snati styggði söngvarann smáa. „Svei, svei, Snati!“ Síðan skoðaði Sigga stör, smára, sóleyjar, sóldögg. Slíkt skart sem skrýddi storðina! Sigga sá stóð. Stóri Skjóni stóð stilltur sem steinn. Stúlkan strauk Skjóna. „Sómaskepnan, Skjóni!" Sörli Sóluson sá Siggu. Sá sníkti sykur. Sigga sagði Sörla sitthvað sem skepnan sýndist skilja. Síðan sá Sigga Svartflekku Sunnu systur sinnar. Sú sýndist Siggu sorgleg. „Skyldi smái Surtur, sonurinn, sálaður?" Sei, sei, sá stutti stóð sperrtur sem spói, sjúgandi Svartflekku. Síðla sama sólskinsdag. Systurnar sátu saman. Sigga sagði Sunnu sögu. Sigrún stóra systir skammtaði systrunum sætt skyr. Slíkt sælgæti svöngum smástúlkum. Sumarnóttin sveipaði sveitina slæðu sinni. Síðustu sólstafir sign- uðu sæ sem storð. Systurnar sofn- uðu. 2 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.