Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 23

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 23
KELLY SLATER „MICHAELJORDA A BRIMBRETTI Eyþóra Hjartardóttir 13 ára tók saman. Kelly Slater er 21 árs brimbretta- kappi og leikari. Margir kannast við hann úr þáttaröðinni Strandvörðum sem nú er verið að sýna í Sjónvarp- inu. Hann er Ijóshærður og bláeygð- ur - og á afmæli 11. febrúar. Hann hefur átt heima á „Cocoa Beach“ í Flórída frá fæóingu. Foreldrar hans heita Steve og Judy. Þau skildu | 1982. Móðir hans annaðist Kela og Sean bróður hans sem er nú 22 ára. Stundum vann hún tvö störf sam- tímis til að hafa nóg í þau og á. Hún átti oft í erfiðleikum með að greiða húsaleigu á réttum tíma og því fluttu þau oft. Hann keypti hús handa henni eins fljótt og hann gat. „Mér fannst mamma hafa lagt svo hart að sér fyrir okkur allt sitt líf að hún ætti skilið að ég reyndi að létta undir með henni,“ sagði hann. Eftirlætisíþrótt hans er brim- brettabrun. Hann hefur verið sagður kappmesti keppandinn í heiminum í þeirri íþrótt. Honum líkar vel að leika í Strandvörðum. Hann er nýbyrj- aður á þessari braut og finnst hlutverk sitt gefa sér tækifæri til að meta hvort honum líki hún til lengdar - og prófraun á hvort hann standi sig nógu vel. Hann kann vel við alla leikarana í þátt- unum og segist ekki geta verið í betri félagsskap í þessu starfi en með þeim Hann ferðast mikið til að taka þátt í keppni á brimbretti. Þess vegna getur hann ekki verið með í hverjum þætti. Þegar hann var spurður hvernig hon- um þætti Jimmy vera sagði hann að persónan væri meiri „skíthæll" en hann sjálfur. í rauninni væri hann þó ágætis- náungi. Hann sagði að það væri gaman að leika Jimmy en sjálfur vildi ekki vera eins og hann. Hann hittir margar stúlkur á ferð- um sínum um allan heim en dvelst hvergi svo lengi að hann stofni til rómantískra kynna. Þó segist hann gjarna vilja það því sér finnist oft einmanalegt úti á öldunum. Keli byrjaði að stunda brimbretta- brun þegar hann var ungur. Þeir bræður voru mjög athafnasamir. Mamma þeirra fór oft með þá á ströndina svo að þeir gætu leikið sér í sandinum og vatninu og fengið sér blund á eftir. Þegar þeir eltust urðu þeir leiðir á að vera eingöngu á ströndinni. Þá keypti pabbi þeirra handa þeim brimbretti - og þeir fengu „delluna". Hann hefur stundað brun á brim- bretti í mörg ár en varð ekki atvinnu- maður fyrr en 1990. Hann hefur alltaf unnað íþróttum og þótt gaman að iðka þær. Annað helsta áhugamál hans var hafnabolti. En foreldrar krakkanna, sem hann æfði með, gagnrýndu hann oft fyrir að kasta boitanum of fast. Loks sagði mamma hans: „Hættu að leika hafnabolta en snúðu þér að bruninu." Og það gerði hann! Keli átti erfiða æsku því að faðir hans var drykkjumaður. Hann minnist þess að eitt sinn er faðir hans ók drukkinn stöðvaði hann bílinn á miðri götu og bakkaði í skyndi - algerlega að ástæðu- lausu. „Enginn bíll kom á móti. Þetta var ofskynjun. En við hefðum getað farist," segir hann. Þetta kenndi honum að snerta aldrei áfengi eða önnur fíkniefni. Hann brautskráðist úr menntaskóla með mjög góða meðaleinkunn og er hreykinn af því. Hann segir að það hafi líka verið mikilvægt fyrir móður sína. Hann hefur verið kallaður „Mich- ael Jordan á brimbretti" og unn- ið til svo margra verðlauna að hann hefur ekki tölu á þeim. í fyrra varð hann heimsmeistari, yngstur brimbrettakappa. Hann hefur alltaf langað til að verða söngvari. Fyrir skömmu fékk hann tækifæri til að syngja á plötu til reynslu. Hann hefur ekki frétt af hvort það tókst nógu vel en fannst gaman að fá að reyna. Æ S K A N 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.