Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1994, Qupperneq 39

Æskan - 01.03.1994, Qupperneq 39
Björk virðist njóta sömu vinsæida meðal breskra gagnrýnenda, plötusala, umboðs- manna og almennings. 1. Suede 2. Blur (hjá MM en nr. 5 hjá NME. New Order var nr. 2 hjá NME en nr. 10 hjá MM). Besta nýliðahljómsveitin að mati les- enda NME er 1. Elastica (einnig bjartasta vonin hjá MM). 2. Rage Against The Machine (nr. 1 hjá Headbangers; fjórði besti nýliðinn hjá Vox og fimmta besta nýja hljómsveitin hjá RS). Besta platan að smekk lesenda Vox er 1. „Debut“ með Björk (nr. 3 í NME, 2 í Select og 7 hjá MM) 2. „Zooropa" með U2 (nr. 1 hjá RS) Lesendur Vox völdu einnig besta ný- liðann (hljómsveit eða einstakling): 1. Björk 2. Jamiroqai Sigurvegararnir hjá RS voru Pearl Jam (besta hljómsveitin með besta söngvarann) og Janet Jackson (söng- konan). BÓK Á ÍSLENSKU UM ANNAN MERKASTA GÍTARLEIKARA ROKKSÖGUNNAR Titill: Keith Richards - Ævisagan Þýðandi: lllugi Jökulsson Bækur á ensku um Keith Richards hafa selst mjög vel hérlendis enda hafa áhrif frá gítarleik hans verið áberandi í ís- ienskri rokkmúsík í aldarfjórðung eða meir. Nægir í því sambandi að nefna Flowers og Ævintýri (um 1970), Bubba og Utangarðsmenn (um og upp úr 1980), svo og PS & Co og Síðan skein sól. Bók á íslensku um hann hlýtur því að vera mörgum kærkomin ekki síst þar sem hún er mjög vel þýdd. Höfundurinn, Victor Bockris, stendur vel og skemmtilega að verki. Ævisaga Keiths er rakin með orðum hans sjálfs að nokkru leyti en að mestu með lýsingum þeirra sem höfðu mest saman við hann að sælda á hverjum tíma. Stundum mála tveir eða þrír sína myndina hver af sama atburði. Útkoman er heildstæð, áhuga- verð og lifandi saga í alla staði. Ævisaga þessa snjalla gítarleikara er miklu meira en saga af ástum og örlög- um rokkstjörnu. Þetta er saga rokksins, nánast í heild, frá því að Bítlaæðið svo- kallaða hertók vestræn ungmenni á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Samvinna Bítl- anna og „Stóns“ var mikil og náin. Báðar hljómsveitirnar nutu góðs af þeirri and- stæðu sem fólk fann í músík þeirra og framkomu. Rollingarnir sinntu blús en Bítlarnir afgreiddu poppið. Það er fróðlegt að kynnast viðhorfum hippakynslóðarinnar til vímuefna. Hvað Roll- ingana varðaði hófst neyslan þegar hljóm- sveitin vann úr hófi fram í upphafi kapp- hlaupsins til að ná vin- sældum. Þeir voru að niðurlotum komnir af vinnu. Fram undan var 8oo km aksturog enn einir hljómleikar. Þeir hugsuðu ekki um efnió sem vímuefni heldur eins konar verkjalyf til að halda sér vakandi og gangandi. Næst tók við það viðhorf að vímuefnin blésu mönnum hug- myndum í brjóst við músíkframleiðsluna. Engum datt í hug að neitt hættulegt væri við þessi „hugvíkk- andi“ efni. Þvert á móti var því trúað að neytandinn væri að þroska sig. Raunveruleikinn var allur annar. Dauð- inn barði margoft að dyrum hjá Rolling- unum og fylgifiskum þeirra. T.a.m. lést hinn gítarleikari „Stóns“, Brian Jones, 1969 eftir að hafa verið meira og minna „út úr heiminum" um nokkurn tíma. Vímuefnaneysla reyndi líka verulega á samskiptamynstur Rollinganna. Til blóð- ugra handalögmála kom þegar á leið, t.a.m. þegar arftaki Brjáns, Ronnie Wood, stalst í vímuefni þó að samkomu- lag hefði verió gert um að láta þau vera. Viðhorf Keiths til gítarleiks og rokk- músíkur er kennslubókardæmi um það hvernig á að standa að málum til að ná árangri. Einlægni hans og tryggð við rokkið gegna lykilhlutverki í velgengni „Stóns“. Samhliða hefur sífelld leit hans að nýjum aðferðum skilað stórum skref- um fram á við, eins og þegar hann þróaði stíl sinn inn í „opnu G stillinguna", þreif- ingar hans á bandarískri sveitamúsík og jamaísku reggípoppi. Ævisaga Keiths er ein fróðlegasta og skemmtilegasta bókin sem gefin hefur verið út um rokkmúsík. -jkg Keith Richard (t.h.) með Billy Preston og Mick Jagger. Æ S K A N 3 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.