Æskan - 01.03.1994, Side 50
FRIÐRIK KARLSSON HLJÓMLISTARMAPUR
„Förum í hljómleikaferð til Indónesíu"
Hvernig kvikna lögin?
Oftast í huganum hvar sem ég er
staddur, t.a.m. í bílnum, en líka þeg-
ar ég leik á gítarinn eða píanóið.
Hvenær samdir þú fyrsta iag
þitt?
Þegar ég var tólf ára - og flutti
það á skólaskemmtun í Austurbæj-
arskólanum. Ég kann það ekki leng-
ur og þykir leiðinlegt að hafa ekki
skrifað nótur að því.
Hvaða lag þitt þykir þér vænst
um?
Það heitir Vængbrotin ást - og var
flutt í Landslagskeppninni fyrir
þremur árum. Sigrún Eva söng það.
Hvort heillar þig meira, hljóð-
færaleikur eða tónsmíðar?
Álíka mikið - en hafa völdin til
skiptis, oft þrjá mánuði í senn.
Hvenær byrjaðir þú að leika á
hljóðfæri?
Sjö ára á gítar.
Á hvaða hljóðfæri hefur þú
lært? í hvaða skóla?
Hef lært á gítar og píanó í Tón-
skóla Sigursveins, Tónlistarskóla
FÍH og „National Guitar Workshop" í
New York. Ég tók einleikarapróf í
klassískum (sígildum) gítarleik og
þriðja stig á píanó.
í hvaða hljómsveitum hefur þú
verið - að „bílskúrssveitum" með-
töldum?
Fyrst í Glerbroti, 1975, síðan tók -
Tívolí við, 1976-1978, og þá hver af
annarri, Ljósin í bænum, Norðurljós,
Sturlungar, „Fiction“, „Model“, Þús-
und andlit og Stjórnin. Nú er ég í
Hljómsveit Siggu Beinteins - og
„Mezzoforte". í henni hef ég verið frá
1978!
Hverjir eru eftirlætistónlistar-
menn þínir?
Þeir eru of margir til nefna nokkra
einstaka.
Hvers konar tónlist fellur þér
best?
Öll góð tónlist.
Með hvaða tónlistarmönnum
hefur þú leikið lengst?
Félögum mínum í Mezzoforte,
þeim Eyþóri Gunnarssyni, Jóhanni
Ásmundssyni og Gunnlaugi Briem.
Ný plata með hljómsveitinni, Um
víða veröld, verður væntanlega
komin út þegar þetta birtist. í haust
förum við í hljómleikaferð til
Indónesíu og verðum í Suðaustur-
Asíu í nokkrar vikur. Hljómplötur
okkar hafa selst vel þar.
Hvaða sígilt tónskáld metur þú
mest? En verk?
Debussy og flest hans verk.
Blæstíll hans (impressjónískur) er
minn stíll.
Á hvað hyggstu leggja mesta á-
herslu í söngvakeppninni?
Aðalatriðið er að gera þetta eins
glæsilega og hægt er. Ég hef ráðið
Frank McNamara til að raddsetja
lagið. Hann er írskur og hefur útsett
fyrir írland sem sigrað hefur undan-
Friðrik Karisson
farin tvö ár. Ekkert verður til sparað.
Hann hringdi í Sjónvarpið og bauð
fram krafta sína þar sem írar „vilja
hann ekki aftur“! Þeir hafa ekki efni á
að sjá um keppnina í þriðja sinn í
röð!
En írinn hefur fullan hug á að
vinna enn einu sinni! Honum leist
mjög vel á lagið. Hann hefur raunar -
breytt því mikið og það verður meira
sungið en við flutninginn hér. Sig-
rúnu Evu fannst lagið ekki henta sér
í þessum búningi og gaf ekki kost á
sér. Sigga Beinteins verður aðal-
söngkonan en bakraddir syngja
Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar
Aðalsteinsson, Edda Borg Ólafs-
dóttir, Erna Gunnarsdóttir og Eva
Ásrún Albertsdóttir.
Þeir sem urðu neðar en í 16. sæti
í fyrra urðu að taka þátt í und-
ankeppni núna af því að þátttöku-
þjóðunum hefur fjölgað mikið. Ég er
ákveðinn í að ná þeim árangri að ís-
land geti tekið þátt í aðalkeppninni á
næsta ári.
Telur þú að lög íslenskra höf-
unda eigi síður upp á pallborðið
hjá dómnefndum en lög eriendra
tónlistarmanna? Ef svo - af
hverju?
Lögin hafa ekki verið síðri en lög
frá öðrum löndum. Aðalvandamálið
er tungumál okkar. Það höfum við
fengið staðfest hjá mörgum. Á-
stæðan er ekki einungis sú að þeir
skilja ekki málið heldur líka að þeim
finnst það ekki hljóma vel. Undan-
farin ár hafa lög flutt á ensku verið í
þremur efstu sætum í keppninni.
Hvaða lag, sem sigrað hefur í
söngvakeppninni til þessa, þykir
þér best? En flytjandi?
Franska lagið sem Amina söng og
varð í öðru sæti fyrir þremur árum. -
írska söngkonan í fyna.
S O Æ S K A N