Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1994, Qupperneq 59

Æskan - 01.03.1994, Qupperneq 59
Pósthólf 523, 121 Reykjavík. Umsjón: Sigurborg Sveinbjörnsdóttir EKKI EINUNCIS HRIFIN ... Svar: Kæra Ung og ástfangin! Þú óskaðir eftir að bréfið yrði ekki birt. Ég tek tillit til þess. Mörg bréf berast Æsku- vanda um svipuð vandamál og þú skrifar um. Eftir lýsingu þinni að dæma tel ég ekki ólík- legt að J hafi áhuga á þér. Þú hefur greinilega orðið mjög hrifin af honum við fyrstu sýn. Lýsing þín á samskiptum ykk- ar í skólanum gefur til kynna að um skot hafi verið að ræða á báða bóga. Draumarnir stað- festa hrifningu þína. Að öðru leyti ræð ég þá ekki enda ekki sérfræðingur í þeim efnum. Reyndu að temja þér að missa ekki nætursvefn þó að þú sért hrifin af stráknum. Málin eiga líka eftir að þróast. Sá mögu- leiki að hittast í skólanum og taka þátt í félagsstarfi hans gefur ykkur tækifæri til að rækta samband ykkar. Skriftin er skýr og allur frá- gangur á bréfinu góður. Lík- lega ertu 13-14 ára. Gangi þér vel. VÖXTUR, FEIMNI, ROE>l - OC SKOT Kæri Æskuvandi! Mig sárvantar svör við mörg- um spurningum en ætla þó að- eins að spyrja um nokkur atriði. Annars yrði bréfið margar blað- síður. Fyrsta atriðið er það að ég er hætt að stækka. Ég er rétt um 160 sm og hef einungis stækkað um einn sentímetra á tveimur árum. Er einhver möguleiki á því að ég eigi enn eftir að stækka? Annað er það að ég er alveg ferlega feimin. Ég kann best við að sitja úti í horni og þegja þótt ég geri það nú sjaldnast. Ég veit að ég er of feimin en ég get bara alls ekki breytt því. Hið þriðja er það að ég er hrifin af strák. Við horfumst stundum í augu en ég lít alltaf undan. Þú segir í svörunum að maður eigi að reyna að kynnast betur en ég veit nánast allt um hann svo að það dugir ekkert. Hvað getur maður gert til að hætta að roðna? Ég roðna mjög auðveldlega, jafnvel fimm sinn- um á dag. Hvað lestu úr skrift- inni? Hvað heldur þú að ég sé gömul? Dvergurinn. Svar: Það er ekki auðvelt að svara þér því að upplýsingar í bréfinu eru ekki nægar. Þú hefur líka ákveðið hvað ég má segja og ekki segja við þig ... Það þarf ekki að tákna að þú sért hætt að stækka þó að þú hafir einungis lengst um einn sm síðastliðin tvö ár. Stúlkur vaxa allt til 17 ára ald- urs og strákar lengur. Þú hefur möguleika á að bæta við þig nokkrum sentímetrum. En hver segir að betur færi á að vera hærri en þetta?! Þú ræðir líka um feimni. Hún er mjög algeng og eðlileg hjá krökkum á þínum aldri. Feimna stúlkan er hluti af þér eins og öllum öðrum. Þú verð- ur að kannast við hana. Þetta stafar af því að margt nýtt er að gerast í líkamanum og um- hverfinu en gengur oftast yfir á unglingsárunum. Þriðja málið, sem þú nefnir, er að þú ert hrifin af strák. Njóttu þess að vera hrifin af honum og gefðu þér tíma til að átta þig á hlutunum. Ég held að þú eigir að ein- beita þér að því að vera ánægð með sjálfa þig, byggja upp sjálfstraust þitt. Sjálfstraust er tilfinning sem kemur innan frá og ef til vill er skortur á því á- stæðan fyrir því hve oft þú roðnar. Ég er ekki leikin í að lesa úr skrift en bréfið er dálítið fljót- færnislega skrifað. Ég gæti trúað að þú værir 13 ára. Gangi þér vel. VINÁTTAOCi ÁST Kæra Sigurborg! Vandamál mín eru tvö, vinátta og ást. ( allt sumar var ég í sveit. Ég er vinsæl en ekki um of. Þegar ég kom heim voru tvær bestu vinkonur mínar mikið saman. Núna vilja þær ekkert vera með mér (eða bara lítið, sérstaklega önnur). Ég á fáa góða og trausta vini. Ég get ekki talað um þetta við mömmu. Ég er hrifin af strák sem við skulum kalla S. Ég þori ekki að tala við hann. Hann veit að ég er hrifin af honum. Á ég ekki að tala við hann, bjóða honum upp á böllum og vera ekki feimin? Eru þá ekki meiri líkur á að hann vilji kynnast mér? Hvað lestu úr skriftinni? Ráðlaus, ástfangin og ein- mana. Svar: Þetta svar kemur sjálfsagt of seint til þín. Eins og ég hef áður minnst á líður oft langur tími milli þess að þið skrifið og svar mitt berist. Fyrsta málið, sem þú nefnir, er vinátta eða öllu heldur vina- leysi. Eins og þú lýsir slitnar upp úr vinskap við það að þú ferð í sveit. Spurning er hve gott slíkt vinasamband var fyrst svo fór. Vinátta er mjög mikilvæg, sérstaklega þegar maður er á unglingsaldir. Hvað felur vinátta í sér? Að jákvæð- ar tilfinningar ríki, traust og einlægni. Hjá vini sínum eða vinkonu vill maður vera af því að maður finnur samhljóm við eigin hugmyndir og finnst gaman að vera saman. Talaðu við stelpurnar um þetta mál. Kannski getið þið tekið upp þráðinn að nýju. Ef það tekst ekki getur þú áreið- anlega myndað tengsl við aðra krakka. Þú ert helst til ung til að vera hrifin af strák. Ég held að oft blandi börn/unglingar því saman að vera góðir vinir og væntumþykjunni sem fylgir því - og að vera hrifin(n). Þetta eru náskyldar tilfinningar en ekki þær sömu. Ef S er í sama skóla og þú hefur þú tækifæri til að hitta hann og ræða við hann og þannig getið þið orðið vinir. Að síðustu skrifaðir þú um mál sem er öllu erfiðara. Ég legg til að þú ræðir það vel við mömmu þína og segir henni hver afstaða þín er. Hún getur þá hjálpað þér við að útskýra fyrir pabba þínum hvernig þér líður. Slík mál sem þessi eru afar vandmeðfarin og ætti að fara að með gát. Skriftin er nokkuð góð hjá þér. Gangi þér vel. Góðu vinir! Enn verð ég að minna ykkur á að rita fullt nafn og heimilisfang undir bréfin - ef þið viljið fá þau birt. Slikt er eðlileg regla sem viðast mun í heiðri höfð. Dulnefni verða að sjálfsögðu notuð í þætt- inum. Kær kveðja, Sigurborg. Æ S K A N 5 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.