Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 25
UM LIÐIN OG SKOLANA
í GÓÐU SKAPI OG
SETIA LÍTIÐ FYRIR...
Lið Hamra- og Hjallaskóla sögðu frá
sér og skólanum í 3. tbl. Nú svara hin
tvö:
LIÐ GRUNNSKÓLANS
Á ÍSAFIRÐI
Lið Grunnskólans á isafirði:
Haukur S. Magnússon, Sigriður Gísladóttir,
Björn A. Sveinbjörnsson.
Barnaskóli tók til starfa á ísafirði um
1870. 1985 voru sameinaðir þrír skólar,
Barna- og Gagnfrasðaskólinn á ísafirði
og Barnaskólinn í Hnífsdal - í Grunn-
skólann á ísafirði. Nemendur eru 605.
Skólastjóri er Björg Baldursdóttir, yfir-
kennari Einar Valur Kristjánsson.
Nafn: Haukur S. Magnússon
Stjörnumerki: Vatnsberi
Eftirlætis-
námsgrein: íslenska
rithöfundur: Stephen King
bók: Needful Things
Ijóðskáld: Edward Wedder
Ijóð: Black, Alive
Hve margir eru í 7. bekk skólans?
-60
Hvaða félagsstarfi geta nemendur
bekkjarins tekið þátt í?
- Skíðaferðum, knattspyrnu og öðrum
íþróttum.
Hvað þykir þér skemmtilegast af því?
- Skíðaferðir.
Hefur eitthvað sérstakt gerst nýlega?
- Við fengum heimsókn frá Mosfellsbæ.
Stundar þú nám utan skólans?
- Já, tónlistarnám.
Nafn: Sigríður Gísladóttir
Stjörnumerki: Meyjan
Eftirlætis-
tómstundaiðja: Ferðalög
leikarar: Ýmsir, t.d. Sean Connery,
Charlie Sheen og Val Kilmer
hljómsveit - tónlistarmaður: Queen,
U2 og George Michaei
lag: Bohemian Rhapsody
sjónvarpsefni: Kvikmyndir og tónlist
Hvað finnst þér erfiðast við að vera í
skóla?
- Að læra undir og taka próf.
Hverju vildir þú breyta í skólastarfinu?
- Það mætti vera meira félagsstarf fyrir
7. bekk.
Tekur þú þátt í slíku starfi?
- Já, þegar eitthvað er fyrir okkar aldurs-
hóp.
En utan skólans?
- Nei, ekki beint.
Nafn: Björn A. Sveinbjörnsson
Stjörnumerki: Steingeit
Eftirlætis-
íþróttamaður: Bjarni Friðriksson
íþróttalið: Orlando Magic
Hver er vinsælasta íþróttagreinin í
skólanum?
- Körfubolti.
Hefur lið skólans keppt í íþróttum við
annan skóla?
- Já, í knattspyrnu.
Hverjir finnst þér bestu kostir kenn-
ara?
- Að þeir séu ekki strangir, bara
skemmtilegir.
LIÐ NESSKÓLA
Lið Nesskóla:
Guðgeir Jónsson, Ólafur Arnar Sveinsson,
Sigurður Friðrik Jónsson.
Skólinn er í Neskaupstað. Hann tók til
starfa 1909. Núverandi skólahúsnæði var
tekið í notkun 1930 og myndarleg við-
bygging 1975.
Nemendur eru um 190. Skólastjóri er
Gísli Steinar Sighvatsson, aðstoðar-
skólastjóri Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir.
Nafn: Ólafur Arnar Sveinsson
Stjörnumerki: Nautið
Eftirlætis-
námsgrein: Landafræði
rithöfundur: Þorgrímur Þráinsson
Ijóðskáld: Jónas Hallgrímsson
Hvað eru margir í 7. bekk ? -29.
Hvaða félagsstarfi geta nemendur
bekkjarins tekið þátt í?
- Kvöldvökum þar sem eru skemmti-
atriði og diskótek á eftir. Svo er skák,
íþróttamót og fleira.
Hvað þykir þér skemmtilegast af því?
- Mér þykir skákin skemmtilegust.
Hefur eitthvað sérstakt gerst í skólan-
um nýlega?
- Fyrir stuttu var þemavika vegna 50 ára
afmælis lýðveldisins og einnig var farið í
skíðaferðir.
Nafn: Sigurður Friðrik Jónsson
Stjörnumerki: Steingeitin
Eftirlætis-
tómstundaiðja: fþróttir
leikari: Sigurður Sigurjónsson og Steve
Martin
tónlistarmaður - lag: Hlusta lítið á tón-
list og hef ekki dálæti á neinum sérstök-
um tónlistarmanni eða lagi.
sjonvarpsefni: NBA-tilþrif
Hvað finnst þér erfiðast við að vera í
skóla?
- Að vakna snemma á morgnana.
Hverju vildir þú breyta í skólastarfinu?
- Lengja sumarfríið.
Tekur þú þátt í félagsstarfi skólans?
- Já.
En utan skólans?
- Já, ég er mikið í íþróttum.
Nafn: Guðgeir Jónsson.
Stjörnumerki: Vogin
Eftirlætis-
íþróttagrein: Knattspyrna og golf
íþróttamaður: Shaquille O’Neal
íþróttalið: Orlando Magic
Hver er vinsælasta íþróttagreinin í
skólanum?
- Knattspyrna og körfubolti.
Hefur lið frá skólanum keppt í íþrótt-
um við lið úr öðrum skólum?
- Já, í skák.
í hvaða íþróttafélagi ert þú?
- Þrótti, Neskaupstað.
Hverjir finnst þér bestu kostir kenn-
ara?
- Að þeir séu alltaf í góðu skapi og setji
lítið fyrir heima.
Æ S K A N 2 5